Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. júlí 2025 19:46 Hólmfríður Ásta Hjaltadóttir, 28 ára er með astma og hefur verið innandyra að mestu leyti síðan á laugardaginn. vísir/bjarni Töluverð gosmengun hefur legið yfir suðvesturhluta landsins síðustu daga og brennisteinsdíoxíð aldrei mælst hærra á höfuðborgarsvæðinu frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga. Kona með astma hefur haldið sig innandyra með lokaða glugga í þrjá daga og bíður í ofvæni eftir því að það blási. Óhætt er að segja að mengun hafi sett svip sinn á daginn enda sást ekki til Esjunnar frá höfuðborgarsvæðinu vegna gosmóðu en áhrif mengunarinnar gerðu vart við sig víða. Sjá má svipmyndir af gosmenguninni og viðtal í spilaranum hér fyrir neðan. Til að mynda var kveikt á aðflugsljósunum við Reykjavíkurflugvöll um hábjartan dag og fór ekkert útsýnis eða þyrluflug fram þaðan enda lítið útsýni að sjá. Þá voru störf felld niður hjá Vinnuskóla Reykjavíkur og Voga og leitaði töluverður fjöldi til heilsugæslunnar vegna loftgæða. Gæti fengið lífshættulegt astmakast Ein af þeim sem hefur orðið fyrir áhrifum vegna mengunarinnar er hin 28 ára Hólmfríður Ásta Hjaltadóttir. Hún þjáist af miklum astma og hefur verið mest megnis lokuð inni síðustu þrjá daga. „Þess vegna hefur mengunin ekki verið þægileg. Vægast sagt. Ég er bara búin að þurfa loka öllum gluggum vegna þess að annars kemur loftið inn.“ Hún segist eiga á hættu að fá astmakast sem geti verið lífshættulegt. Hún finni fyrir margvíslegum einkennum. „Úti í þessari mengun hef ég fundið fyrir augnertingu og nánast yfirliðstilfinningu eftir að hafa farið í þennan skreppitúr að ná í lofthreinsitækið í gær. Astmaeinkennin mín eru þrengsli í brjóstkassa og svo getur verið erfiðara og meira álag að reyna anda frá mér,“ segir hún en hún keypti sér sérstaklega lofthreinsitæki í gær til að sporna á einhvern máta við loft- og súrefnisleysinu heima fyrir. Bíður í ofvæni eftir smá vindi Mengunin hafi ýmis ófyrirséð áhrif. „Ég bara þvoði á mér hárið í baðkarinu og slökkti svona á milli á meðan ég setti sjampóið í. Ég var með lofthreinsigræjuna sem ég fann á marketplace í gær bara á fullu. Bara til að þvo á mér hárið því við erum ekki að fara í sturtu á meðan það er ekki hægt að lofta út því þá væri of mikill raki og það fer líka í astmann hjá mér.“ Eitt það versta sé þó að geta ekki hreyft hundana. Foreldrar hennar hafa hlaupið í skarðið. „Núna er þetta ekki lengur ánægjulegt. Ég fór með þá út að pissa. Ég var bara strákar drífið ykkur. Drífið ykkur. Þið verðið að drífa ykkur að pissa, því ég þarf að komast aftur inn. Ég get ekki beðið eftir að það kemur þessi vindur sem var búið að lofa mér og ég get farið að gera hlutina eðlilega.“ Hún biðlar til fólks að taka stöðuna alvarlega. „Það er bara mikilvægt að gleyma ekki þeim sem eru að berjast í bökkum. Þó það sé ekki vandamál fyrir þig þá þýðir það ekki að það sé ekki vandamál.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Óhætt er að segja að mengun hafi sett svip sinn á daginn enda sást ekki til Esjunnar frá höfuðborgarsvæðinu vegna gosmóðu en áhrif mengunarinnar gerðu vart við sig víða. Sjá má svipmyndir af gosmenguninni og viðtal í spilaranum hér fyrir neðan. Til að mynda var kveikt á aðflugsljósunum við Reykjavíkurflugvöll um hábjartan dag og fór ekkert útsýnis eða þyrluflug fram þaðan enda lítið útsýni að sjá. Þá voru störf felld niður hjá Vinnuskóla Reykjavíkur og Voga og leitaði töluverður fjöldi til heilsugæslunnar vegna loftgæða. Gæti fengið lífshættulegt astmakast Ein af þeim sem hefur orðið fyrir áhrifum vegna mengunarinnar er hin 28 ára Hólmfríður Ásta Hjaltadóttir. Hún þjáist af miklum astma og hefur verið mest megnis lokuð inni síðustu þrjá daga. „Þess vegna hefur mengunin ekki verið þægileg. Vægast sagt. Ég er bara búin að þurfa loka öllum gluggum vegna þess að annars kemur loftið inn.“ Hún segist eiga á hættu að fá astmakast sem geti verið lífshættulegt. Hún finni fyrir margvíslegum einkennum. „Úti í þessari mengun hef ég fundið fyrir augnertingu og nánast yfirliðstilfinningu eftir að hafa farið í þennan skreppitúr að ná í lofthreinsitækið í gær. Astmaeinkennin mín eru þrengsli í brjóstkassa og svo getur verið erfiðara og meira álag að reyna anda frá mér,“ segir hún en hún keypti sér sérstaklega lofthreinsitæki í gær til að sporna á einhvern máta við loft- og súrefnisleysinu heima fyrir. Bíður í ofvæni eftir smá vindi Mengunin hafi ýmis ófyrirséð áhrif. „Ég bara þvoði á mér hárið í baðkarinu og slökkti svona á milli á meðan ég setti sjampóið í. Ég var með lofthreinsigræjuna sem ég fann á marketplace í gær bara á fullu. Bara til að þvo á mér hárið því við erum ekki að fara í sturtu á meðan það er ekki hægt að lofta út því þá væri of mikill raki og það fer líka í astmann hjá mér.“ Eitt það versta sé þó að geta ekki hreyft hundana. Foreldrar hennar hafa hlaupið í skarðið. „Núna er þetta ekki lengur ánægjulegt. Ég fór með þá út að pissa. Ég var bara strákar drífið ykkur. Drífið ykkur. Þið verðið að drífa ykkur að pissa, því ég þarf að komast aftur inn. Ég get ekki beðið eftir að það kemur þessi vindur sem var búið að lofa mér og ég get farið að gera hlutina eðlilega.“ Hún biðlar til fólks að taka stöðuna alvarlega. „Það er bara mikilvægt að gleyma ekki þeim sem eru að berjast í bökkum. Þó það sé ekki vandamál fyrir þig þá þýðir það ekki að það sé ekki vandamál.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira