Fótbolti

Búið að gera til­boð í Ederson og City horfir til Burnley

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Galatasaray hefur áhuga á því að fá Ederson í sínar raðir.
Galatasaray hefur áhuga á því að fá Ederson í sínar raðir. Marc Guelber/Sports Press Photo/Getty Images

Tyrkneska félagið Galatasaray hefur gert tilboð í brasilíska markvörðinn Ederson, markvörð Manchester City.

Franski miðillinn L'Equipe greinir frá því að Galatasaray hafi boðið í Ederson. Þó má gera ráð fyrir því að tilboðinu verði hafnað, en það hljóðar aðeins upp á 3 milljónir evra, eða um 428 milljónir króna, sem forráðamönnum Manchester City þykir ábyggilega heldur lágt.

Þrátt fyrir að tilboðinu verði að öllum líkindum hafnað eru forráðamenn félagsins nú þegar farnir að skoða aðra möguleika í markmannsmálum sínum.

Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá því að félagið hafi áhuga á því að fá James Trafford í sínar raðir, en þó aðeins ef Ederson eða Stefan Ortega, varamarkvörður liðsins, fer frá liðinu.

Trafford kom í gegnum akademíu Manchester City og í samningi hans er klásúla um það að félagið geti keypt hann aftur. 

Trafford hefur leikið með Burnley frá árinu 2023 og á að baki leiki fyrir öll yngri landslið Englands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×