Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. júlí 2025 21:34 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, líst ekkert á heimsókn Ursulu von der Leyen hingað til lands. Vísir/Ívar Fannar Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segir heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, meðvitaða pólitíska yfirlýsingu. Um sé að ræða grundvallarstefnubreytingu hvað samband Íslands og Evrópusambandsins varðar. Guðrún Hafsteinsdóttir líkt og flokksfélagar hennar er mótfallin aðild Íslands en segir Sjálfstæðisflokkinn leggja ríka áherslu á gott samstarf við önnur ríki og alþjóðastofnanir. Lykilorðið er þarna samstarf en hún lítur ekki á aðild að Evrópusambandinu sem náið samstarf heldur erlend yfirráð. „Það er mikilvægt að við séum virkir þátttakendur í samtali um efnahagsmál, samkeppnishæfni og framtíð norðurslóða. En við skulum ekki loka augunum fyrir því sem liggur augljóslega að baki,“ skrifar Guðrún í færslu á samfélagsmiðlum. Skref í átt að aðild án atkvæðagreiðslu Hún segir vendingar í sambandi Íslands og Evrópu undanfarna daga og vikur þurfa að ræða opinberlega. „Forseti framkvæmdastjórnarinnar lýsir því yfir að aðildarumsókn Íslands sé enn gild, tíu árum eftir að hún var formlega dregin til baka. Utanríkisráðherra heldur því fram að þjóðin vilji hefja aðildarviðræður. Þjóðin hefur ekki sagt neitt slíkt. Það var ekki rætt í kosningabaráttunni og ekkert slíkt liggur fyrir á Alþingi. Þá hefur ríkisstjórnin nú ákveðið að hefja samningaviðræður við ESB um varnarmál Íslands. Slíkt er ekki formsatriði,“ segir hún. Hún segir ríkisstjórnina stíga stór og skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar. „Ísland er ekki í Evrópusambandinu og varnarmál okkar eru rædd innan Atlantshafsbandalagsins. Ef breyta á þeirri stöðu, hvort sem það felur í sér inngöngu í Evrópusambandið eða að færa varnarmál Íslands á annan vettvang en NATO, þá verður það ekki gert nema með skýru umboði frá þingi og þjóð,“ segir Guðrún. Greinarmunur á samstarfi og yfirráðum Líkt og fyrr segir leggi Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á samstarf á hinu alþjóðlega sviði. „En við gerum skýran greinarmun á samstarfi og yfirráðum. Ísland á ekki að láta aðra móta stefnu okkar í sjávarútvegi, orkumálum, eða varnarmálum. Það er okkar að gera það,“ segir hún. „Við munum ekki sitja hljóð og horfa á meðan þessu er stýrt áfram með þöglu samþykki. Við ætlum að leiða umræðuna um þessi stóru mál. Sjálfstæðisflokkurinn mun standa vörð um hagsmuni Íslands. Við viljum framtíð byggða á frelsi, ábyrgð og traustri þátttöku í alþjóðasamfélaginu - en á forsendum þjóðarinnar sjálfrar,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir líkt og flokksfélagar hennar er mótfallin aðild Íslands en segir Sjálfstæðisflokkinn leggja ríka áherslu á gott samstarf við önnur ríki og alþjóðastofnanir. Lykilorðið er þarna samstarf en hún lítur ekki á aðild að Evrópusambandinu sem náið samstarf heldur erlend yfirráð. „Það er mikilvægt að við séum virkir þátttakendur í samtali um efnahagsmál, samkeppnishæfni og framtíð norðurslóða. En við skulum ekki loka augunum fyrir því sem liggur augljóslega að baki,“ skrifar Guðrún í færslu á samfélagsmiðlum. Skref í átt að aðild án atkvæðagreiðslu Hún segir vendingar í sambandi Íslands og Evrópu undanfarna daga og vikur þurfa að ræða opinberlega. „Forseti framkvæmdastjórnarinnar lýsir því yfir að aðildarumsókn Íslands sé enn gild, tíu árum eftir að hún var formlega dregin til baka. Utanríkisráðherra heldur því fram að þjóðin vilji hefja aðildarviðræður. Þjóðin hefur ekki sagt neitt slíkt. Það var ekki rætt í kosningabaráttunni og ekkert slíkt liggur fyrir á Alþingi. Þá hefur ríkisstjórnin nú ákveðið að hefja samningaviðræður við ESB um varnarmál Íslands. Slíkt er ekki formsatriði,“ segir hún. Hún segir ríkisstjórnina stíga stór og skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar. „Ísland er ekki í Evrópusambandinu og varnarmál okkar eru rædd innan Atlantshafsbandalagsins. Ef breyta á þeirri stöðu, hvort sem það felur í sér inngöngu í Evrópusambandið eða að færa varnarmál Íslands á annan vettvang en NATO, þá verður það ekki gert nema með skýru umboði frá þingi og þjóð,“ segir Guðrún. Greinarmunur á samstarfi og yfirráðum Líkt og fyrr segir leggi Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á samstarf á hinu alþjóðlega sviði. „En við gerum skýran greinarmun á samstarfi og yfirráðum. Ísland á ekki að láta aðra móta stefnu okkar í sjávarútvegi, orkumálum, eða varnarmálum. Það er okkar að gera það,“ segir hún. „Við munum ekki sitja hljóð og horfa á meðan þessu er stýrt áfram með þöglu samþykki. Við ætlum að leiða umræðuna um þessi stóru mál. Sjálfstæðisflokkurinn mun standa vörð um hagsmuni Íslands. Við viljum framtíð byggða á frelsi, ábyrgð og traustri þátttöku í alþjóðasamfélaginu - en á forsendum þjóðarinnar sjálfrar,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira