Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. júlí 2025 17:40 Ursula von der Leyen segir ákvörðunina íslensku þjóðarinnar en að beggja hagur sé augljós. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé enn gild. Hún svaraði spurningum blaðamanna ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í dag. Ursula var spurð um stöðu umsóknarinnar í ljósi fyrirætlaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka umsóknarferlið upp að nýju. Árið 2015 var umsóknin formlega dregin til baka af þáverandi ríkisstjórn. „Það sem er mkilvægt að hafa í huga er að ákvörðunin er í höndum íslensku þjóðarinnar. Íslenska þjóðin þarf að ákveða hve náið samband hún vill eiga við okkur og hvað framtíðin ber í skauti sér. Mér finnst mikilvægt að minnast þess að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er enn gild. Ísland er í góðri stöðu til að hefja ferlið að nýju,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Tjáði sig ekki um mótstöðu Flokks fólksins Hún sagði náið samstarf Íslands og Evrópu endurspeglast í samræðum hennar við Kristrúnu og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. „Þegar þið hlustið á okkur hér heyrið þið hve margt við eigum sameiginlegt. Hverjir möguleikarnir gætu orðið af því að þróa samband okkar frekar,“ sagði hún. Blaðamaður spurði Ursulu svo hvort sú staðreynd að Flokkur fólksins styðji í orði kveðnu ekki endurupptöku aðildarviðræðnanna gerði þær ekki tilgangslausar með öllu. Ursula sagði það vera ákvörðun íslensku þjóðarinnar og að hún væri ekki í stöðu til að tjá sig um íslensk innanríkismál. Ákvörðunin sé í höndum íslensku þjóðarinnar. Virðir ákvörðun þjóðarinnar Forsætisráðherra sagði þá ljóst liggja fyrir að allir stjórnarflokkarnir hefðu komið sér saman um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og að gangast við og virða niðurstöður hennar. „Við viljum fá umboð íslensku þjóðarinnar og flokkarnir komu sér saman um að halda þessa þjóðaratkvæðagreiðslu. [Flokkur fólksins] mun virða þessa ákvörðun. Ég mun virða þessa ákvörðun hvort sem hún er já eða nei,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
Ursula var spurð um stöðu umsóknarinnar í ljósi fyrirætlaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka umsóknarferlið upp að nýju. Árið 2015 var umsóknin formlega dregin til baka af þáverandi ríkisstjórn. „Það sem er mkilvægt að hafa í huga er að ákvörðunin er í höndum íslensku þjóðarinnar. Íslenska þjóðin þarf að ákveða hve náið samband hún vill eiga við okkur og hvað framtíðin ber í skauti sér. Mér finnst mikilvægt að minnast þess að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er enn gild. Ísland er í góðri stöðu til að hefja ferlið að nýju,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Tjáði sig ekki um mótstöðu Flokks fólksins Hún sagði náið samstarf Íslands og Evrópu endurspeglast í samræðum hennar við Kristrúnu og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. „Þegar þið hlustið á okkur hér heyrið þið hve margt við eigum sameiginlegt. Hverjir möguleikarnir gætu orðið af því að þróa samband okkar frekar,“ sagði hún. Blaðamaður spurði Ursulu svo hvort sú staðreynd að Flokkur fólksins styðji í orði kveðnu ekki endurupptöku aðildarviðræðnanna gerði þær ekki tilgangslausar með öllu. Ursula sagði það vera ákvörðun íslensku þjóðarinnar og að hún væri ekki í stöðu til að tjá sig um íslensk innanríkismál. Ákvörðunin sé í höndum íslensku þjóðarinnar. Virðir ákvörðun þjóðarinnar Forsætisráðherra sagði þá ljóst liggja fyrir að allir stjórnarflokkarnir hefðu komið sér saman um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og að gangast við og virða niðurstöður hennar. „Við viljum fá umboð íslensku þjóðarinnar og flokkarnir komu sér saman um að halda þessa þjóðaratkvæðagreiðslu. [Flokkur fólksins] mun virða þessa ákvörðun. Ég mun virða þessa ákvörðun hvort sem hún er já eða nei,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira