Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Siggeir Ævarsson skrifar 16. júlí 2025 18:30 Fyrirliði Ítala, Cristiana Girelli skoraði sigurmarkið með skalla, sláin inn, rétt fyrir leikslok. Vísir/Getty Ítalía er komið í undanúrslit Evrópumóts kvenna í Sviss eftir 2-1 sigur á Norðmönnum í fjörugum leik þar sem sigurmarkið kom rétt fyrir leikslok. Ítalska liðið var vel skipulagt og gaf fá færi á sér framan af leik en markalaust var í hálfleik. Cristiana Girelli kom Ítölum svo yfir á 50. mínútu og skömmu síðar skoruðu Ítalir aftur en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Norðmenn náðu vopnum sínum eftir þessa orrahríð og nældu í vítaspyrnu á 60. mínútu en sá dómur var í meira lagi vafasamur. Brotið var á Ada Hégerberg eftir fyrirgjöf. Hún komst ekki í boltann þar sem hangið var í henni en þegar betur var að gáð var hún augljóslega rangstæð þegar fyrirgjöfin kom. Dómurinn stóð þó og Hégerberg fór sjálf á punktinn. Kosmísku réttlæti heimsins var þó mögulega fullnægt í kjölfarið þar sem Hégerberg skaut framhjá. Hún bætti upp fyrir mistökin sex mínútum síðar og jafnaði metin. Norðmenn voru töluvert betri eftir markið en Ítalir voru klókir og á 90. mínútu skoraði fyrirliðinn Cristiana Girelli sinn annað mark í leiknum sem reyndist sigurmarkið þegar hún skallaði fyrirgjöf frá Sofia Cantore í slána og inn. Fiskestrand var algjörlega límd við marklínuna og kom engum vörnum við. Ítalir eru því komnir í undanúrslit mótsins í fyrsta sinn síðan 1997. Þar mætir liðið annað hvort Englandi eða Svíþjóð sem mætast annað kvöld. EM 2025 í Sviss
Ítalía er komið í undanúrslit Evrópumóts kvenna í Sviss eftir 2-1 sigur á Norðmönnum í fjörugum leik þar sem sigurmarkið kom rétt fyrir leikslok. Ítalska liðið var vel skipulagt og gaf fá færi á sér framan af leik en markalaust var í hálfleik. Cristiana Girelli kom Ítölum svo yfir á 50. mínútu og skömmu síðar skoruðu Ítalir aftur en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Norðmenn náðu vopnum sínum eftir þessa orrahríð og nældu í vítaspyrnu á 60. mínútu en sá dómur var í meira lagi vafasamur. Brotið var á Ada Hégerberg eftir fyrirgjöf. Hún komst ekki í boltann þar sem hangið var í henni en þegar betur var að gáð var hún augljóslega rangstæð þegar fyrirgjöfin kom. Dómurinn stóð þó og Hégerberg fór sjálf á punktinn. Kosmísku réttlæti heimsins var þó mögulega fullnægt í kjölfarið þar sem Hégerberg skaut framhjá. Hún bætti upp fyrir mistökin sex mínútum síðar og jafnaði metin. Norðmenn voru töluvert betri eftir markið en Ítalir voru klókir og á 90. mínútu skoraði fyrirliðinn Cristiana Girelli sinn annað mark í leiknum sem reyndist sigurmarkið þegar hún skallaði fyrirgjöf frá Sofia Cantore í slána og inn. Fiskestrand var algjörlega límd við marklínuna og kom engum vörnum við. Ítalir eru því komnir í undanúrslit mótsins í fyrsta sinn síðan 1997. Þar mætir liðið annað hvort Englandi eða Svíþjóð sem mætast annað kvöld.