Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Tómas Arnar Þorláksson skrifar 14. júlí 2025 12:13 Í dag má svo sannarlega tala um sól og sumaryl. Vísir/Anton Brink Mikið blíðviðri gengur nú yfir víðast hvar og telur veðurfræðingur að hitamet gætu fallið á einstaka stöðum. Yfirskálavörður á hálendinu hvetur göngufólk til að hafa varann á vegna hita og tjaldvörður í Vaglaskógi segir of hlýtt þar á bæ. Hálfgerð hitabylgja gengur yfir landið í dag og á morgun sökum hlýs loftmassa sem ferðast yfir landið vegna hæðar vestan við írland sem dælir heitu lofti í átt að Íslandi. Búast má við hita á bilinu 17 til 28 stig og stilltu veðri. Megi búast við hátt í 30 stiga hita Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, bendir á að í raun er enginn staður hlunnfarinn þegar það kemur að góðu veðri. Hitastigið hafi strax verið komið upp úr öllum hæðum þegar hún ræddi við fréttastofu um hálf ellefu í morgun. „Hitinn er núna kominn í 24,5 stig á Kirkjubæjarklaustri til að mynda en það á eftir að verða örugglega upp í 25 til 28 mjög víða í allan dag.“ Er gott veður þar sem þú ert? Átt þú myndir eða myndskeið af blíðviðrinu? Er eitthvað skemmtilegt um að vera í góða veðrinu? Hvar er besta veðrið? Allt vel þegið á netfangið ritstjorn@visir.is. Veðrið verði best inn til lands á Suðurlandi og Norðurlandi eystra þar sem má búast við hátt í 30 stiga hita. Tilefni sé til að brýna á nokkrum atriðum. „Ég myndi nú halda að það sé gott að nota sólarvörn og verja sig með sólhöttum og drekka vel til að ofhitna ekki og ofþorna ekki.“ Óvenjulegar aðstæður fyrir göngufólk Stefán Jökull Jakobsson, yfirskálavörður Ferðafélags Íslands, tekur undir orð Kristínar og hvetur göngufólk á hálendinu til að hafa varann á. „Til dæmis í Álftavatni erum við að fá yfir tuttugu gráður núna upp frá. Yfirleitt eru skálaverðir mjög ánægðir ef þeir eru að fá einhvers staðar í kringum tíu til fimmtán gráður.“ Er mjög óvanalegt að fá svona hita á hálendinu? „Já þetta er virkilega sérstakt og svona rosalega lítinn vind með því líka. Þetta eru svona aðstæður sem að göngufólk er kannski ekki alvant. Að þurfa að passa sig á að drekka nógu mikið út af hita og uppgufun.“ Um 25 stiga hiti er víða á Austurlandi en Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins á Egilsstöðum segir veðrið þar með ólíkindum. „Fólk ætti bara að fara skipuleggja sumarfríin sín út frá Austurlandi. ég segi það nú bara því þetta fer að vera reglan frekar en undantekningin að hér sé besta veðrið þó ég vilji kannski síst vera með veðuhroka. En tölurnar segja sitt.“ Vaglaskógur orðinn eins og Spánn Benedikt Stefánsson, tjaldvörður í Vaglaskógi, segir allt pakkfullt þar á bæ og nánast of hlýtt. „Manni líður bara eins og maður sé kominn út á Spán, satt best að segja. Þetta er bara algjört Tene-veður.“ Hvenig er starfa sem tjaldvörður í svona miklum hita? „Mér finnst bara allt heitt veður of mikið, satt að segja. Mig langar bara að hafa fimm til tíu stiga hita og skýjað en það eru líklega ekki margir sammála mér í því.“ Veður Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Hálfgerð hitabylgja gengur yfir landið í dag og á morgun sökum hlýs loftmassa sem ferðast yfir landið vegna hæðar vestan við írland sem dælir heitu lofti í átt að Íslandi. Búast má við hita á bilinu 17 til 28 stig og stilltu veðri. Megi búast við hátt í 30 stiga hita Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, bendir á að í raun er enginn staður hlunnfarinn þegar það kemur að góðu veðri. Hitastigið hafi strax verið komið upp úr öllum hæðum þegar hún ræddi við fréttastofu um hálf ellefu í morgun. „Hitinn er núna kominn í 24,5 stig á Kirkjubæjarklaustri til að mynda en það á eftir að verða örugglega upp í 25 til 28 mjög víða í allan dag.“ Er gott veður þar sem þú ert? Átt þú myndir eða myndskeið af blíðviðrinu? Er eitthvað skemmtilegt um að vera í góða veðrinu? Hvar er besta veðrið? Allt vel þegið á netfangið ritstjorn@visir.is. Veðrið verði best inn til lands á Suðurlandi og Norðurlandi eystra þar sem má búast við hátt í 30 stiga hita. Tilefni sé til að brýna á nokkrum atriðum. „Ég myndi nú halda að það sé gott að nota sólarvörn og verja sig með sólhöttum og drekka vel til að ofhitna ekki og ofþorna ekki.“ Óvenjulegar aðstæður fyrir göngufólk Stefán Jökull Jakobsson, yfirskálavörður Ferðafélags Íslands, tekur undir orð Kristínar og hvetur göngufólk á hálendinu til að hafa varann á. „Til dæmis í Álftavatni erum við að fá yfir tuttugu gráður núna upp frá. Yfirleitt eru skálaverðir mjög ánægðir ef þeir eru að fá einhvers staðar í kringum tíu til fimmtán gráður.“ Er mjög óvanalegt að fá svona hita á hálendinu? „Já þetta er virkilega sérstakt og svona rosalega lítinn vind með því líka. Þetta eru svona aðstæður sem að göngufólk er kannski ekki alvant. Að þurfa að passa sig á að drekka nógu mikið út af hita og uppgufun.“ Um 25 stiga hiti er víða á Austurlandi en Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins á Egilsstöðum segir veðrið þar með ólíkindum. „Fólk ætti bara að fara skipuleggja sumarfríin sín út frá Austurlandi. ég segi það nú bara því þetta fer að vera reglan frekar en undantekningin að hér sé besta veðrið þó ég vilji kannski síst vera með veðuhroka. En tölurnar segja sitt.“ Vaglaskógur orðinn eins og Spánn Benedikt Stefánsson, tjaldvörður í Vaglaskógi, segir allt pakkfullt þar á bæ og nánast of hlýtt. „Manni líður bara eins og maður sé kominn út á Spán, satt best að segja. Þetta er bara algjört Tene-veður.“ Hvenig er starfa sem tjaldvörður í svona miklum hita? „Mér finnst bara allt heitt veður of mikið, satt að segja. Mig langar bara að hafa fimm til tíu stiga hita og skýjað en það eru líklega ekki margir sammála mér í því.“
Er gott veður þar sem þú ert? Átt þú myndir eða myndskeið af blíðviðrinu? Er eitthvað skemmtilegt um að vera í góða veðrinu? Hvar er besta veðrið? Allt vel þegið á netfangið ritstjorn@visir.is.
Veður Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira