Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júlí 2025 13:17 Sigurjón er formaður atvinnuveganefndar. Vísir/Anton Brink Formaður atvinnuveganefndar segist eiga von á því að þriðja umræða um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra klárist í dag, og atkvæði verði greidd um málið. Hann vonar að stjórnarandstaðan sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita aftur ákvæði sem takmarkar ræðutíma þingmanna. Fengu loks að koma fyrir nefndina Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun, en þar er eina málið á dagskrá þriðja umræða um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra. Málið var rætt í atvinnuveganefnd í gær, þar sem Byggðastofnun og Samtök sjávarútvegssveitarfélaga voru gestir, en þau höfðu ekki komið fyrir nefndina á fyrri stigum. Ákveðið var að Byggðastofnun myndi meta áhrif málsins á sjávarpláss landsins, en málið tók einnig breytingum á fundi nefndarinnar í gær. „Síðan var ákveðið, í framhaldi af viðræðum við sjávarútvegssveitarfélög, að leggja gjaldið á stigvaxandi, og þar með taka tillit til þeirra sjónarmiða sem hafa komið fram hjá þeim,“ segir Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Flokks fólksins. „Það er þannig þá að 85 prósent af gjaldinu sem verður innheimt fyrsta árið, síðan verða það 95 prósent árið eftir og svo tekur það að fullu gildi.“ Þingfundi dagsins ítrekað frestað Líkt og áður sagði hófst þingfundur klukkan tíu, en var frestað um klukkustund eftir aðeins 20 mínútur, svo þingflokksformenn gætu fundað. Síðan hefur honum ítrekað verið frestað, en ætti að hefjast að óbreyttu klukkan tvö. Sigurjón segist bjartsýnn á að atkvæði verði greidd um málið í dag. Í gær lagði þingforseti til að umræður um málið, sem voru orðnar þær lengstu síðan mælingar hófust, yrðu stöðvaðar og atkvæði yrðu greidd um það, á grundvelli ákvæðis 71. greinar þingskaparlaga. Tillagan var samþykkt og því gekk málið til þriðju umræðu, en þingmenn stjórnarandstöðunnar voru afar ósáttir við beitingu ákvæðisins, sem þeir hafa ítrekað kallað kjarnorkuákvæðið. Hvernig hefur andinn verið, og að vinna með stjórnarandstöðunni, eftir beitingu 71. greinarinnar? „Ég get ekki kvartað yfir því, enda snýst þetta kannski ekki um einhvern liðsanda. Þetta snýst um það að ná hér málum sem meirihluti er fyrir í gegn. Ég held að það sé aðalatriðið,“ segir Sigurjón. Hann eigi einnig von á því að frumvarp um strandveiðar fari í gegn eftir helgi, og segist vænta þess að stjórnarandstaðan „mæti ábyrg til leiks“, líkt og hann orðar það sjálfur. „Þannig að ekki þurfi að beita þessu ákvæði aftur, núna á komandi dögum,“ segir Sigurjón. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Strandveiðar Flokkur fólksins Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Fengu loks að koma fyrir nefndina Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun, en þar er eina málið á dagskrá þriðja umræða um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra. Málið var rætt í atvinnuveganefnd í gær, þar sem Byggðastofnun og Samtök sjávarútvegssveitarfélaga voru gestir, en þau höfðu ekki komið fyrir nefndina á fyrri stigum. Ákveðið var að Byggðastofnun myndi meta áhrif málsins á sjávarpláss landsins, en málið tók einnig breytingum á fundi nefndarinnar í gær. „Síðan var ákveðið, í framhaldi af viðræðum við sjávarútvegssveitarfélög, að leggja gjaldið á stigvaxandi, og þar með taka tillit til þeirra sjónarmiða sem hafa komið fram hjá þeim,“ segir Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Flokks fólksins. „Það er þannig þá að 85 prósent af gjaldinu sem verður innheimt fyrsta árið, síðan verða það 95 prósent árið eftir og svo tekur það að fullu gildi.“ Þingfundi dagsins ítrekað frestað Líkt og áður sagði hófst þingfundur klukkan tíu, en var frestað um klukkustund eftir aðeins 20 mínútur, svo þingflokksformenn gætu fundað. Síðan hefur honum ítrekað verið frestað, en ætti að hefjast að óbreyttu klukkan tvö. Sigurjón segist bjartsýnn á að atkvæði verði greidd um málið í dag. Í gær lagði þingforseti til að umræður um málið, sem voru orðnar þær lengstu síðan mælingar hófust, yrðu stöðvaðar og atkvæði yrðu greidd um það, á grundvelli ákvæðis 71. greinar þingskaparlaga. Tillagan var samþykkt og því gekk málið til þriðju umræðu, en þingmenn stjórnarandstöðunnar voru afar ósáttir við beitingu ákvæðisins, sem þeir hafa ítrekað kallað kjarnorkuákvæðið. Hvernig hefur andinn verið, og að vinna með stjórnarandstöðunni, eftir beitingu 71. greinarinnar? „Ég get ekki kvartað yfir því, enda snýst þetta kannski ekki um einhvern liðsanda. Þetta snýst um það að ná hér málum sem meirihluti er fyrir í gegn. Ég held að það sé aðalatriðið,“ segir Sigurjón. Hann eigi einnig von á því að frumvarp um strandveiðar fari í gegn eftir helgi, og segist vænta þess að stjórnarandstaðan „mæti ábyrg til leiks“, líkt og hann orðar það sjálfur. „Þannig að ekki þurfi að beita þessu ákvæði aftur, núna á komandi dögum,“ segir Sigurjón.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Strandveiðar Flokkur fólksins Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira