Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Lovísa Arnardóttir skrifar 10. júlí 2025 15:41 Dóra Björt segir mikilvægt að fá fram athugasemdir frá sem flestum í þessu máli. Vísir/Arnar og Vilhelm Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur nú birt samráðsgátt uppfærslu á verklagsreglum fyrir rafhlaupahjólaleigur. Samráðið stendur til 15. ágúst og er óskað eftir athugasemdum frá almenningi og hagaðilum. Í umsögnum er að finna ákall um safnstæði, aukinn sýnileika hjólanna og að ekki megi leggja þeim á hjóla- og göngustíga. Í nýjum reglum er til dæmis tekið fram að ekki megi leggja hjólum við vatnsverndarsvæði, á göngugötum, í undirgöngum eða í nágrenni þeirra, og á hjólastígum. Þá segir að borgin megi setja upp bannsvæði, lághraðasvæði og geti sett skilyrði um hvenær eigi að fjarlægja tækin. Þá er einnig að finna lýsingu á útbúnaði og fjallað um lýsingu og endurskin. Tækin eigi til dæmis að vera með blikkandi ljós hafi þau fallið á hliðina. „Við erum að skerpa á verklagsreglum um hjóla- og smáfarartækjaleigur og ég veit að það eru miklar skoðanir á þessu. Skúturnar eru æði en líka áskorun og við viljum tryggja að reglurnar mæti því. Þess vegna bað ég um að reglurnar myndu fá rýni almennings og hagaðila fyrir samþykkt reglnanna,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, í Facebook-færslu. Núgildandi verklagsreglur eru frá árinu 2019 og voru samþykktar áður en nokkur slík leiga tók til starfa í borginni. Í dag eru í það minnsta þrjár slíkar leigur starfandi, Hopp, Zolo og Bolt. Margir umsagnaraðilar kvarta yfir því að hjólin liggi á hjóla- og gangstígum og sjáist jafnvel afar illa í myrkri og snjó. Vísir/Vilhelm Í lýsingu í samráðsgáttinni segir að reglurnar sem séu í gildi setji ramma um viðkomandi starfsemi en að nú, sex árum síðar, sé tímabært að endurskoða reglurnar. Breytingarnar sem birtist í drögunum snúi að mestu leyti að því að skýrari kröfur verði gerðar til rekstraraðila um að fylgja því eftir að tækjunum sé ekki lagt þannig að það skapi hættu eða óþægindi fyrir aðra vegfarendur. Íbúar Reykjavíkur og aðrir hagaðilar eru hvattir til að senda inn ábendingar við meðfylgjandi drög að uppfærðum verklagsreglum. Umhverfis- og skipulagsráð tekur endanlega ákvörðun um verklagsreglur vegna starfsemi stöðvalausra hjóla- og smáfarartækjaleiga á borgarlandi Reykjavíkur. Þegar fréttin er skrifuð er búið að skila inn 24 umsögnum. Flestar eru faldar en í þeim sem hægt er að lesa má sjá að margir hafa skoðun á því hvernig skilið er við hjólin og að erfitt sé að sjá þau í myrkri, þegar þau eru skilin eftir, og sérstaklega ef þau liggja á jörðinni. Sjáist ekki á hlið í myrkri „Krafa um aukinn sýnileika hjólanna til að minnka slysahættu þegar þau eru ekki í notkun og þeim misjafnlega lagt eins og gengur. T.d. ef þau liggja þvert á hjólastíg er mikilvægt í myrkri að það sé endurskin á botninum á hjólunum þar sem hann er oftar en ekki svartur og sést mjög illa í myrkri,“ segir í einni umsögninni og í annarri: „Hlaupahjól eru alltof oft skilin eftir á gangstíg eða á hjólastíg fyrir annarri umferð, þá ýmist gangandi eða hjólandi. Fyrir fólk sem er á reiðhjóli þá getur þetta oft verið beinlínis hættulegt og þá sérstaklega í myrkri. Hlaupahjólin er skilin eftir á stígnum, eða við stíginn þar sem smá fallhætta getur orðið og hlaupahjólið því auðveldlega fallið og þverað stíginn. Ég hef hjólað á hlaupahjól í myrkri sem var fallið og þveraði stíginn þannig. Ég var með mín sterkustu ljós kveikt en þar sem botninn á hlaupahjólinu var svartur og sú hlið sneri að mér þá féll það saman við malbikið. Ég féll og hjólið mitt með en sem betur fer gekk ég heill frá því og hjólið líka.“ Margir leggja til að sérstakar safnstöðvar verði settar upp fyrir hjólin. Vísir/Vilhelm Þá er kallað eftir því í mörgum umsögnum að sett verði upp safnstæði fyrir hjólin þar sem þau eru skilin eftir og sótt. Í umsögnum segir að slík stæði sé til dæmis að finna í Kaupmannahöfn, á Tenerife og í Litháen. „Ég mæli með að sett verði skýr og afmörkuð stæði fyrir rafhlaupahjól, og að sú lausn verði algild í allri borginni. Slík stæði ættu að koma í stað þess að notendum sé leyft að skilja hjólin eftir hvar sem er. Sérstaklega þarf að forðast að rafhlaupahjólum sé lagt á gangstéttum og hjólastígum þar sem þau geta skapað hættu og hindrað aðgengi. Með nútímatækni er einfalt að afmarka svæði þar sem leyfilegt er að leggja rafhlaupahjólum þannig að þau valdi ekki truflunum eða hættu fyrir aðra vegfarendur – og þjónustuveitendur hafa tæknilega getu til að stýra því hvar notendur mega ljúka ferðum sínum,“ segir í einni umsögninni. Þá er einnig að finna í umsögnum tillögur um að lækka hámarkshraða þeirra og að fyrirtæki hafi heimild til að refsa notendum fyrir ítrekaðan lélegan frágang. Rafhlaupahjól Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Tengdar fréttir Ók hlaupahjólinu á tré með pizzu í annarri Nokkuð virðistt hafa verið um ölvun víða á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Í dagbók lögreglu er fjallað um ökumenn sem eru grunaðir um akstur undir annað hvort áfengi eða annarra vímuefna og víða á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um samkvæmishávaða. 31. maí 2025 07:13 Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Töluverður erill hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Alls voru 122 mál skráð í kerfi lögreglu frá klukkan fimm í morgun þar til klukkan fimm síðdegis. Þrír gista fangageymslur eftir daginn. 2. maí 2025 19:52 Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Fjórir hafa látist í banaslysum í umferðinni það sem af er ári og þar af létust þrír á fjögurra daga tímabili. Fjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðinni fer hækkandi þvert á markmið og deildarstjóri öryggis- og fræðslumála hjá Samgöngustofu segir fjölda nýrra áskorana í umferðaröryggi. 10. mars 2025 12:02 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Sjá meira
Í nýjum reglum er til dæmis tekið fram að ekki megi leggja hjólum við vatnsverndarsvæði, á göngugötum, í undirgöngum eða í nágrenni þeirra, og á hjólastígum. Þá segir að borgin megi setja upp bannsvæði, lághraðasvæði og geti sett skilyrði um hvenær eigi að fjarlægja tækin. Þá er einnig að finna lýsingu á útbúnaði og fjallað um lýsingu og endurskin. Tækin eigi til dæmis að vera með blikkandi ljós hafi þau fallið á hliðina. „Við erum að skerpa á verklagsreglum um hjóla- og smáfarartækjaleigur og ég veit að það eru miklar skoðanir á þessu. Skúturnar eru æði en líka áskorun og við viljum tryggja að reglurnar mæti því. Þess vegna bað ég um að reglurnar myndu fá rýni almennings og hagaðila fyrir samþykkt reglnanna,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, í Facebook-færslu. Núgildandi verklagsreglur eru frá árinu 2019 og voru samþykktar áður en nokkur slík leiga tók til starfa í borginni. Í dag eru í það minnsta þrjár slíkar leigur starfandi, Hopp, Zolo og Bolt. Margir umsagnaraðilar kvarta yfir því að hjólin liggi á hjóla- og gangstígum og sjáist jafnvel afar illa í myrkri og snjó. Vísir/Vilhelm Í lýsingu í samráðsgáttinni segir að reglurnar sem séu í gildi setji ramma um viðkomandi starfsemi en að nú, sex árum síðar, sé tímabært að endurskoða reglurnar. Breytingarnar sem birtist í drögunum snúi að mestu leyti að því að skýrari kröfur verði gerðar til rekstraraðila um að fylgja því eftir að tækjunum sé ekki lagt þannig að það skapi hættu eða óþægindi fyrir aðra vegfarendur. Íbúar Reykjavíkur og aðrir hagaðilar eru hvattir til að senda inn ábendingar við meðfylgjandi drög að uppfærðum verklagsreglum. Umhverfis- og skipulagsráð tekur endanlega ákvörðun um verklagsreglur vegna starfsemi stöðvalausra hjóla- og smáfarartækjaleiga á borgarlandi Reykjavíkur. Þegar fréttin er skrifuð er búið að skila inn 24 umsögnum. Flestar eru faldar en í þeim sem hægt er að lesa má sjá að margir hafa skoðun á því hvernig skilið er við hjólin og að erfitt sé að sjá þau í myrkri, þegar þau eru skilin eftir, og sérstaklega ef þau liggja á jörðinni. Sjáist ekki á hlið í myrkri „Krafa um aukinn sýnileika hjólanna til að minnka slysahættu þegar þau eru ekki í notkun og þeim misjafnlega lagt eins og gengur. T.d. ef þau liggja þvert á hjólastíg er mikilvægt í myrkri að það sé endurskin á botninum á hjólunum þar sem hann er oftar en ekki svartur og sést mjög illa í myrkri,“ segir í einni umsögninni og í annarri: „Hlaupahjól eru alltof oft skilin eftir á gangstíg eða á hjólastíg fyrir annarri umferð, þá ýmist gangandi eða hjólandi. Fyrir fólk sem er á reiðhjóli þá getur þetta oft verið beinlínis hættulegt og þá sérstaklega í myrkri. Hlaupahjólin er skilin eftir á stígnum, eða við stíginn þar sem smá fallhætta getur orðið og hlaupahjólið því auðveldlega fallið og þverað stíginn. Ég hef hjólað á hlaupahjól í myrkri sem var fallið og þveraði stíginn þannig. Ég var með mín sterkustu ljós kveikt en þar sem botninn á hlaupahjólinu var svartur og sú hlið sneri að mér þá féll það saman við malbikið. Ég féll og hjólið mitt með en sem betur fer gekk ég heill frá því og hjólið líka.“ Margir leggja til að sérstakar safnstöðvar verði settar upp fyrir hjólin. Vísir/Vilhelm Þá er kallað eftir því í mörgum umsögnum að sett verði upp safnstæði fyrir hjólin þar sem þau eru skilin eftir og sótt. Í umsögnum segir að slík stæði sé til dæmis að finna í Kaupmannahöfn, á Tenerife og í Litháen. „Ég mæli með að sett verði skýr og afmörkuð stæði fyrir rafhlaupahjól, og að sú lausn verði algild í allri borginni. Slík stæði ættu að koma í stað þess að notendum sé leyft að skilja hjólin eftir hvar sem er. Sérstaklega þarf að forðast að rafhlaupahjólum sé lagt á gangstéttum og hjólastígum þar sem þau geta skapað hættu og hindrað aðgengi. Með nútímatækni er einfalt að afmarka svæði þar sem leyfilegt er að leggja rafhlaupahjólum þannig að þau valdi ekki truflunum eða hættu fyrir aðra vegfarendur – og þjónustuveitendur hafa tæknilega getu til að stýra því hvar notendur mega ljúka ferðum sínum,“ segir í einni umsögninni. Þá er einnig að finna í umsögnum tillögur um að lækka hámarkshraða þeirra og að fyrirtæki hafi heimild til að refsa notendum fyrir ítrekaðan lélegan frágang.
Rafhlaupahjól Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Tengdar fréttir Ók hlaupahjólinu á tré með pizzu í annarri Nokkuð virðistt hafa verið um ölvun víða á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Í dagbók lögreglu er fjallað um ökumenn sem eru grunaðir um akstur undir annað hvort áfengi eða annarra vímuefna og víða á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um samkvæmishávaða. 31. maí 2025 07:13 Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Töluverður erill hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Alls voru 122 mál skráð í kerfi lögreglu frá klukkan fimm í morgun þar til klukkan fimm síðdegis. Þrír gista fangageymslur eftir daginn. 2. maí 2025 19:52 Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Fjórir hafa látist í banaslysum í umferðinni það sem af er ári og þar af létust þrír á fjögurra daga tímabili. Fjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðinni fer hækkandi þvert á markmið og deildarstjóri öryggis- og fræðslumála hjá Samgöngustofu segir fjölda nýrra áskorana í umferðaröryggi. 10. mars 2025 12:02 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Sjá meira
Ók hlaupahjólinu á tré með pizzu í annarri Nokkuð virðistt hafa verið um ölvun víða á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Í dagbók lögreglu er fjallað um ökumenn sem eru grunaðir um akstur undir annað hvort áfengi eða annarra vímuefna og víða á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um samkvæmishávaða. 31. maí 2025 07:13
Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Töluverður erill hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Alls voru 122 mál skráð í kerfi lögreglu frá klukkan fimm í morgun þar til klukkan fimm síðdegis. Þrír gista fangageymslur eftir daginn. 2. maí 2025 19:52
Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Fjórir hafa látist í banaslysum í umferðinni það sem af er ári og þar af létust þrír á fjögurra daga tímabili. Fjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðinni fer hækkandi þvert á markmið og deildarstjóri öryggis- og fræðslumála hjá Samgöngustofu segir fjölda nýrra áskorana í umferðaröryggi. 10. mars 2025 12:02