Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. mars 2025 12:02 Tölustafurinn 0 blasti við á þessu skilti við Hellisheiði fyrir tæpum þremur vikum en talan hefur verið uppfærð eftir fjölda banaslysa á síðustu dögum. vísir/Sigurjón Fjórir hafa látist í banaslysum í umferðinni það sem af er ári og þar af létust þrír á fjögurra daga tímabili. Fjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðinni fer hækkandi þvert á markmið og deildarstjóri öryggis- og fræðslumála hjá Samgöngustofu segir fjölda nýrra áskorana í umferðaröryggi. Fyrsta banaslys ársins í umferðinni varð þann 20. febrúar þegar ökumaður steypubíls lést í slysi á Þingvallavegi við Álftavatn. Á fimmtudag skullu rúta og jepplingur saman við gatnamót Bröttubrekku og þjóðvegarins og lést þar barn á öðru aldursári. Á laugardag skullu tveir bílar saman við Flúðir þar sem einn maður lést og í gær lentu tveir bílar saman á hringveginum milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur. Fjórir voru um borð í bílunum og var einn úrskurðaður látinn á vettvangi en þrír voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. Fjögur banaslys hafa orðið á tæpum þremur vikum.vísir/sara Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu segir þennan fjölda banaslysa á stuttum tíma afar óvenjulegan. „Blessunarlega gerist það mjög sjaldan að þetta sé í svona svakalegum hnappi eins og þetta var um helgina, en það hefur svo sem gerst að það hafa verið tvö banaslys í sitt hvorum landshlutanum á sama degi,“ segir Gunnar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er með slysin til rannsóknar og Gunnar segir Samgöngustofu ekki hafa ítarlegar upplýsingar um aðdraganda eða orsakir þeirra enn sem komið er. „En manni sýnist fátt benda til þess að það sé eitthvað almennt að fara úrskeiðis. Þetta virðast vera ólík slys, veðrið virðist hafa verið ágætt þótt einhver hálka hafi reyndar komið við sögu. Þetta eru líka ólíkir landshlutar þannig það er ekki margt sammerkt með þessu.“ Þróun þvert á markmið Þrettán létust í banaslysum í fyrra og átta árið áður. Þrátt fyrir að fjöldi látinna í umferðinni hafi almennt farið lækkandi, sé litið yfir lengra tímabil, hefur heildarfjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega farið hækkandi - þvert á yfirlýst markmið. Hann segir unnið gegn þróuninni með ýmsum hætti; fræðsluátökum og auglýsingaherferðum. „Almennt séð eru bílar að verða öruggari en á móti kemur að við höfum verið að takast á við ýmsar nýjar áskoranir síðustu ár, farsímar, ferðamenn og rafhlaupahjól og umferðin hefur breyst svolítið mikið undanfarið. Og þetta jafnvægi, öruggari bílar á móti breyttri umferð, hefur verið okkur í óhag,“ segir Gunnar. Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Fyrsta banaslys ársins í umferðinni varð þann 20. febrúar þegar ökumaður steypubíls lést í slysi á Þingvallavegi við Álftavatn. Á fimmtudag skullu rúta og jepplingur saman við gatnamót Bröttubrekku og þjóðvegarins og lést þar barn á öðru aldursári. Á laugardag skullu tveir bílar saman við Flúðir þar sem einn maður lést og í gær lentu tveir bílar saman á hringveginum milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur. Fjórir voru um borð í bílunum og var einn úrskurðaður látinn á vettvangi en þrír voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. Fjögur banaslys hafa orðið á tæpum þremur vikum.vísir/sara Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu segir þennan fjölda banaslysa á stuttum tíma afar óvenjulegan. „Blessunarlega gerist það mjög sjaldan að þetta sé í svona svakalegum hnappi eins og þetta var um helgina, en það hefur svo sem gerst að það hafa verið tvö banaslys í sitt hvorum landshlutanum á sama degi,“ segir Gunnar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er með slysin til rannsóknar og Gunnar segir Samgöngustofu ekki hafa ítarlegar upplýsingar um aðdraganda eða orsakir þeirra enn sem komið er. „En manni sýnist fátt benda til þess að það sé eitthvað almennt að fara úrskeiðis. Þetta virðast vera ólík slys, veðrið virðist hafa verið ágætt þótt einhver hálka hafi reyndar komið við sögu. Þetta eru líka ólíkir landshlutar þannig það er ekki margt sammerkt með þessu.“ Þróun þvert á markmið Þrettán létust í banaslysum í fyrra og átta árið áður. Þrátt fyrir að fjöldi látinna í umferðinni hafi almennt farið lækkandi, sé litið yfir lengra tímabil, hefur heildarfjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega farið hækkandi - þvert á yfirlýst markmið. Hann segir unnið gegn þróuninni með ýmsum hætti; fræðsluátökum og auglýsingaherferðum. „Almennt séð eru bílar að verða öruggari en á móti kemur að við höfum verið að takast á við ýmsar nýjar áskoranir síðustu ár, farsímar, ferðamenn og rafhlaupahjól og umferðin hefur breyst svolítið mikið undanfarið. Og þetta jafnvægi, öruggari bílar á móti breyttri umferð, hefur verið okkur í óhag,“ segir Gunnar.
Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira