Innlent

Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði

Árni Sæberg skrifar
Slysið varð á Miklubraut við Skeifuna.
Slysið varð á Miklubraut við Skeifuna. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á Miklubraut í Reykjavík í morgun. 

Í fréttatilkynningu þess efni frá lögreglunni segir að tilkynning um slysið hafi borist klukkan 08:35. Bifhjóli hafi verið ekið Miklubraut til vesturs, en til móts við Skeifuna virðist ökumaðurinn hafa misst stjórn á hjólinu, sem við það hafi hafnað á vegriði.

Þeir sem urðu vitni að slysinu séu vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000, en einnig megi senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×