Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Lovísa Arnardóttir skrifar 8. júlí 2025 08:04 Mikill fjöldi hefur greinst í Texas. Myndin er tekin þar en þar hefur einnig tekist að fjölga bólusetningum. Vísir/Getty Alls höfðu um 1.300 verið greindir með mislinga í Bandaríkjunum síðasta föstudag og hafa tilfellin ekki verið svo mörg í 33 ár. Árið 2000 var því lýst yfir að búið væri að útrýma sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Auðvelt er að koma í veg fyrir að fólk fái sjúkdóminn með bóluefni. Fjallað er um málið á vef BBC og vísað í umfjöllun Johns Hopkins háskóla en þar segir að mislingar hafi greinst í 38 ríkjum á þessu ári og að minnsta kosti þrír hafi láti lífið og 155 verið lagðir inn á spítala. Um 92 prósent þeirra sem hafa greinst eru óbólusett eða ekki vitað hvort séu bólusett samkvæmt Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna. Staðan er verst í Texas þar sem um 700 tilfelli hafa verið skráð. Þá segir í fréttinni að staðan sé einnig slæm í Kansas og Mexíkó. Heilbrigðisstarfsmenn segja stöðuna versta í hverfum þar sem bólusetningarhlutfall er lágt, til dæmis meðal mennoníta sem kjósa að nota ekki nútímalæknavísindi. Þá segir að það hafi einnig áhrif að þeim hefur fjölgað sem eru á móti bólusetningum. Robert F Kennedy Jr, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, hefur til dæmis dreift falsfréttum um barnabólusetningar og hefur gert lítið úr faraldrinum. Hann síðar lýsti því yfir að hann styðji MMR bólusetningu við mislingum, hettusótt og rauðum hundum og að það væri skilvirkasta leiðin til að koma í veg fyrir dreifingu mislinga. Útrýmdu sjúkdómnum 2000 Mislingafaraldur náði hámarki sínu árið 1990 í Bandaríkjunum þegar greind voru 28 þúsund tilfelli. Um tíu árum síðar var því svo lýst yfir að búið væri að útrýma sjúkdómnum þegar tilfellin urðu færri en 90. Eftir 2014 byrjaði þeim svo aftur að fjölga og svo aftur árið 2019 þegar þau voru orðin 1.274. í ár eru þau orðin 1.277. Heilbrigðisstarfsmenn segja að ef ekkert verði gert verði ekki lengur hægt að segja að búið sé að útrýma sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Þá segir í fréttinni að vegna faraldursins hafi bólusetningum fjölgað og að sem dæmi hafi um 173 þúsund verið bólusettir í upphafi árs. Bólusetning er besta vörnin gegn smitsjúkdómum. Bólusetningar virka með því að kenna ónæmiskerfinu hvernig á að berjast gegn sjúkdómi ef það kemst í snertingu við hann. Þetta dregur mjög úr hættu á að veikjast alvarlega eða dreifa sjúkdómi til annarra. Fjallað hefur verið um mislingafaraldur í fleiri löndum síðustu mánuði. Í Bretlandi höfðu í fyrra ekki jafn margir greinst með mislinga síðan 2012. Þá hefur tilfellunum einnig fjölgað í Kanada en á þessu ári hafa verið tilkynnt um þrjú þúsund tilfelli. Sóttvarnalæknir fór í átak á Íslandi í fyrra í kjölfar þess að hér greindust einstaklingur með mislinga. Í febrúar 2024 kom upp eitt tilfelli mislinga á höfuðborgarsvæðinu og var gripið til bólusetningar til að draga úr líkum á útbreiðslu hjá þeim sem voru útsettir fyrir hinum smitaða. Annað mislingatilfelli greindist svo í apríl á landsbyggðinni og var gripið til sömu ráðstafana. Engin tilfelli til viðbótar komu fram í kjölfarið á þessum tveimur tilfellum samkvæmt skýrslu sóttvarnalæknis sem kom út í mánuðinum. Á vef landlæknis segir um mislinga: „Mislingar (e. measles) er veirusjúkdómur sem er mjög smitandi og einkennist af hita og útbrotum um allan líkamann. Sjúkdómurinn getur verið hættulegur sumum einstaklingum en besta forvörnin er bólusetning. Mislingaveiran er mjög smitandi og berst milli manna með úða frá öndunarfærum (t.d. hósta og hnerra). Veiran getur lifað og valdið smiti í allt að tvær klukkustundir eftir að hún berst út í andrúmsloftið.“ Heilbrigðismál Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir Alltof mörg börn misstu af bólusetningu við mislingum Þátttaka barna í bólusetningum hefur dregist saman síðustu ár og sérstaklega í kringum heimsfaraldur Covid. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir yfirlæknir bólusetninga segir ákveðnar bólusetningar hafa verið settar á bið þá vegna annarra forgangsverkefna. Enn sé verið að vinna það upp. 24. apríl 2024 13:45 Lá milli heims og helju eftir mislingasmit Sveinbjörn Bjarnason var á fimmtánda ári þegar hann smitaðist af mislingum. Þetta var árið 1959, tæpum aldarfjórðungi áður en byrjað var að bólusetja börn gegn mislingum hér á landi. Margir fengu mislinga án þess að bera skaða af. Þannig var það ekki í tilfelli Sveinbjarnar. Mislingarnir kostuðu hann næstum lífið. 25. febrúar 2024 08:00 Ákveðnir árgangar hvorki bólusettir við mislingum né hettusótt Nýlega hafa greinst á Íslandi bæði mislingar og hettusótt. Sama bóluefni er notað við þessum sjúkdómum en fólk fætt á bilinu 1975 til 1987 er margt ekki fullbólusett. Bóluefni standa fólki til boða en þó ekki nema það hafi verið útsett eða á leið til útlanda. 16. febrúar 2024 13:01 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Fjallað er um málið á vef BBC og vísað í umfjöllun Johns Hopkins háskóla en þar segir að mislingar hafi greinst í 38 ríkjum á þessu ári og að minnsta kosti þrír hafi láti lífið og 155 verið lagðir inn á spítala. Um 92 prósent þeirra sem hafa greinst eru óbólusett eða ekki vitað hvort séu bólusett samkvæmt Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna. Staðan er verst í Texas þar sem um 700 tilfelli hafa verið skráð. Þá segir í fréttinni að staðan sé einnig slæm í Kansas og Mexíkó. Heilbrigðisstarfsmenn segja stöðuna versta í hverfum þar sem bólusetningarhlutfall er lágt, til dæmis meðal mennoníta sem kjósa að nota ekki nútímalæknavísindi. Þá segir að það hafi einnig áhrif að þeim hefur fjölgað sem eru á móti bólusetningum. Robert F Kennedy Jr, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, hefur til dæmis dreift falsfréttum um barnabólusetningar og hefur gert lítið úr faraldrinum. Hann síðar lýsti því yfir að hann styðji MMR bólusetningu við mislingum, hettusótt og rauðum hundum og að það væri skilvirkasta leiðin til að koma í veg fyrir dreifingu mislinga. Útrýmdu sjúkdómnum 2000 Mislingafaraldur náði hámarki sínu árið 1990 í Bandaríkjunum þegar greind voru 28 þúsund tilfelli. Um tíu árum síðar var því svo lýst yfir að búið væri að útrýma sjúkdómnum þegar tilfellin urðu færri en 90. Eftir 2014 byrjaði þeim svo aftur að fjölga og svo aftur árið 2019 þegar þau voru orðin 1.274. í ár eru þau orðin 1.277. Heilbrigðisstarfsmenn segja að ef ekkert verði gert verði ekki lengur hægt að segja að búið sé að útrýma sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Þá segir í fréttinni að vegna faraldursins hafi bólusetningum fjölgað og að sem dæmi hafi um 173 þúsund verið bólusettir í upphafi árs. Bólusetning er besta vörnin gegn smitsjúkdómum. Bólusetningar virka með því að kenna ónæmiskerfinu hvernig á að berjast gegn sjúkdómi ef það kemst í snertingu við hann. Þetta dregur mjög úr hættu á að veikjast alvarlega eða dreifa sjúkdómi til annarra. Fjallað hefur verið um mislingafaraldur í fleiri löndum síðustu mánuði. Í Bretlandi höfðu í fyrra ekki jafn margir greinst með mislinga síðan 2012. Þá hefur tilfellunum einnig fjölgað í Kanada en á þessu ári hafa verið tilkynnt um þrjú þúsund tilfelli. Sóttvarnalæknir fór í átak á Íslandi í fyrra í kjölfar þess að hér greindust einstaklingur með mislinga. Í febrúar 2024 kom upp eitt tilfelli mislinga á höfuðborgarsvæðinu og var gripið til bólusetningar til að draga úr líkum á útbreiðslu hjá þeim sem voru útsettir fyrir hinum smitaða. Annað mislingatilfelli greindist svo í apríl á landsbyggðinni og var gripið til sömu ráðstafana. Engin tilfelli til viðbótar komu fram í kjölfarið á þessum tveimur tilfellum samkvæmt skýrslu sóttvarnalæknis sem kom út í mánuðinum. Á vef landlæknis segir um mislinga: „Mislingar (e. measles) er veirusjúkdómur sem er mjög smitandi og einkennist af hita og útbrotum um allan líkamann. Sjúkdómurinn getur verið hættulegur sumum einstaklingum en besta forvörnin er bólusetning. Mislingaveiran er mjög smitandi og berst milli manna með úða frá öndunarfærum (t.d. hósta og hnerra). Veiran getur lifað og valdið smiti í allt að tvær klukkustundir eftir að hún berst út í andrúmsloftið.“
Heilbrigðismál Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir Alltof mörg börn misstu af bólusetningu við mislingum Þátttaka barna í bólusetningum hefur dregist saman síðustu ár og sérstaklega í kringum heimsfaraldur Covid. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir yfirlæknir bólusetninga segir ákveðnar bólusetningar hafa verið settar á bið þá vegna annarra forgangsverkefna. Enn sé verið að vinna það upp. 24. apríl 2024 13:45 Lá milli heims og helju eftir mislingasmit Sveinbjörn Bjarnason var á fimmtánda ári þegar hann smitaðist af mislingum. Þetta var árið 1959, tæpum aldarfjórðungi áður en byrjað var að bólusetja börn gegn mislingum hér á landi. Margir fengu mislinga án þess að bera skaða af. Þannig var það ekki í tilfelli Sveinbjarnar. Mislingarnir kostuðu hann næstum lífið. 25. febrúar 2024 08:00 Ákveðnir árgangar hvorki bólusettir við mislingum né hettusótt Nýlega hafa greinst á Íslandi bæði mislingar og hettusótt. Sama bóluefni er notað við þessum sjúkdómum en fólk fætt á bilinu 1975 til 1987 er margt ekki fullbólusett. Bóluefni standa fólki til boða en þó ekki nema það hafi verið útsett eða á leið til útlanda. 16. febrúar 2024 13:01 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Alltof mörg börn misstu af bólusetningu við mislingum Þátttaka barna í bólusetningum hefur dregist saman síðustu ár og sérstaklega í kringum heimsfaraldur Covid. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir yfirlæknir bólusetninga segir ákveðnar bólusetningar hafa verið settar á bið þá vegna annarra forgangsverkefna. Enn sé verið að vinna það upp. 24. apríl 2024 13:45
Lá milli heims og helju eftir mislingasmit Sveinbjörn Bjarnason var á fimmtánda ári þegar hann smitaðist af mislingum. Þetta var árið 1959, tæpum aldarfjórðungi áður en byrjað var að bólusetja börn gegn mislingum hér á landi. Margir fengu mislinga án þess að bera skaða af. Þannig var það ekki í tilfelli Sveinbjarnar. Mislingarnir kostuðu hann næstum lífið. 25. febrúar 2024 08:00
Ákveðnir árgangar hvorki bólusettir við mislingum né hettusótt Nýlega hafa greinst á Íslandi bæði mislingar og hettusótt. Sama bóluefni er notað við þessum sjúkdómum en fólk fætt á bilinu 1975 til 1987 er margt ekki fullbólusett. Bóluefni standa fólki til boða en þó ekki nema það hafi verið útsett eða á leið til útlanda. 16. febrúar 2024 13:01
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent