Verra að fá sýkinguna en bólusetninguna Lovísa Arnardóttir skrifar 26. janúar 2024 10:25 Guðrún Aspelund segir ekki lengur hjarðónæmi gegn mislingum á Íslandi. Þátttaka í bólusetningum gegn mislingum er minni en áður og meiri hætta á hópsýkingu. Vísir/Arnar Sóttvarnalæknir, Guðrún Aspelund, segir börn í miklu meiri hættu ef þau eru ekki bólusett við mislingum. Mislingar eru veirusjúkdómur sem var algengur á Íslandi áður en hefur ekki verið það lengi vegna bólusetninga. Dæmigerð einkenni eru hiti og útbrot en veiran getur valdið alvarlegum veikindum og í alvarlegustu tilfellunum skaða á heyrn og sjón og jafnvel dauða. „Það er til öflugt og gott bóluefni gegn mislingum sem ver fólk fyrir lífstíð og er gefið börnum,“ sagði Guðrún sem ræddi mislinga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði mislinga afar smitandi og hafa mikil áhrif á þá sem ekki eru bólusettir. Eins og ung börn eða fullorðna sem ekki hafa fengið bólusetningu af einhverjum ástæðum. Þátttaka í bólusetningum vegna mislinga hefur dvínað að sögn Guðrúnar. „Það þarf ansi háa þátttöku til að ná þessu svokallaða hjarðónæmi þannig ef smit berst til okkar þannig það nái þá ekki að dreifa sér um samfélagið,“ sagði Guðrún og að eins og stendur væri ekki hjarðónæmi á Íslandi og því meiri áhætta á hópsýkingum. Hún segir að hingað hafi komið mislingar árið 2019. Þá hafi tíu smitast og þeim tekist að stöðva frekari útbreiðslu með bólusetningum. Spurð um ástæður þess að þátttaka hafi farið minnkandi í bólusetningum segir Guðrún margar ástæður fyrir því að en að heimsfaraldur Covid hafi haft áhrif. Færri hafi þegið bólusetningar þá og við dregist aftur úr en að það hafi verið vísbendingar um minni þátttöku fyrir Covid. Hún segir að unnið sé að því með heilsugæslunni að auka þátttöku. „Við mælum sterklega með því,“ svaraði Guðrún um það hver helstu skilaboð þeirra væru til foreldra sem væru efins um bólusetningar. „Þessar bólusetningar sem er boðið upp á hér og er mælt með fyrir börn eru öruggar. En auðvitað er sjálfsagt að fók ræði það við sinn lækni, heimilislækni eða barnalækni, ef það er eitthvað óöruggt,“ sagði Guðrún. „Það er ekkert að óttast,“ spurði Heimir Karlsson? „Það er ekkert að óttast nema að fá sýkingarnar sem er miklu, miklu verra,“ svaraði Guðrún. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Heilbrigðismál Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir „Þetta er afturför um heilan áratug“ Mikið bakslag hefur orðið í bólusetningum barna víða um heim en 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum. Tortryggni í garð bólusetninga eftir heimsfaraldur spilar þar stórt hlutverk. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta afturför um heilan áratug en sé ekkert gert gæti tíðni barnadauða aukist. 20. apríl 2023 15:00 Segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist hárrétt við í heimsfaraldri Covid-19 miðað við forsendur á sínum tíma. Andstæðingar bóluefna eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér. 3. ágúst 2023 19:06 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Dæmigerð einkenni eru hiti og útbrot en veiran getur valdið alvarlegum veikindum og í alvarlegustu tilfellunum skaða á heyrn og sjón og jafnvel dauða. „Það er til öflugt og gott bóluefni gegn mislingum sem ver fólk fyrir lífstíð og er gefið börnum,“ sagði Guðrún sem ræddi mislinga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði mislinga afar smitandi og hafa mikil áhrif á þá sem ekki eru bólusettir. Eins og ung börn eða fullorðna sem ekki hafa fengið bólusetningu af einhverjum ástæðum. Þátttaka í bólusetningum vegna mislinga hefur dvínað að sögn Guðrúnar. „Það þarf ansi háa þátttöku til að ná þessu svokallaða hjarðónæmi þannig ef smit berst til okkar þannig það nái þá ekki að dreifa sér um samfélagið,“ sagði Guðrún og að eins og stendur væri ekki hjarðónæmi á Íslandi og því meiri áhætta á hópsýkingum. Hún segir að hingað hafi komið mislingar árið 2019. Þá hafi tíu smitast og þeim tekist að stöðva frekari útbreiðslu með bólusetningum. Spurð um ástæður þess að þátttaka hafi farið minnkandi í bólusetningum segir Guðrún margar ástæður fyrir því að en að heimsfaraldur Covid hafi haft áhrif. Færri hafi þegið bólusetningar þá og við dregist aftur úr en að það hafi verið vísbendingar um minni þátttöku fyrir Covid. Hún segir að unnið sé að því með heilsugæslunni að auka þátttöku. „Við mælum sterklega með því,“ svaraði Guðrún um það hver helstu skilaboð þeirra væru til foreldra sem væru efins um bólusetningar. „Þessar bólusetningar sem er boðið upp á hér og er mælt með fyrir börn eru öruggar. En auðvitað er sjálfsagt að fók ræði það við sinn lækni, heimilislækni eða barnalækni, ef það er eitthvað óöruggt,“ sagði Guðrún. „Það er ekkert að óttast,“ spurði Heimir Karlsson? „Það er ekkert að óttast nema að fá sýkingarnar sem er miklu, miklu verra,“ svaraði Guðrún. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Heilbrigðismál Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir „Þetta er afturför um heilan áratug“ Mikið bakslag hefur orðið í bólusetningum barna víða um heim en 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum. Tortryggni í garð bólusetninga eftir heimsfaraldur spilar þar stórt hlutverk. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta afturför um heilan áratug en sé ekkert gert gæti tíðni barnadauða aukist. 20. apríl 2023 15:00 Segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist hárrétt við í heimsfaraldri Covid-19 miðað við forsendur á sínum tíma. Andstæðingar bóluefna eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér. 3. ágúst 2023 19:06 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
„Þetta er afturför um heilan áratug“ Mikið bakslag hefur orðið í bólusetningum barna víða um heim en 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum. Tortryggni í garð bólusetninga eftir heimsfaraldur spilar þar stórt hlutverk. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta afturför um heilan áratug en sé ekkert gert gæti tíðni barnadauða aukist. 20. apríl 2023 15:00
Segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist hárrétt við í heimsfaraldri Covid-19 miðað við forsendur á sínum tíma. Andstæðingar bóluefna eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér. 3. ágúst 2023 19:06