Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júlí 2025 13:48 Gianni Infantino, forseti FIFA, hittir gamlar hetjur; Ronaldo, Roberto Baggio og David Beckham fyrr á mótinu. Image Photo Agency/Getty Images Miðasala FIFA á undanúrslitaleik Chelsea og Fluminense á HM félagsliða í Bandaríkjunum sætir gagnrýni. Dýnamískt miðasölukerfi sambandsins sem tekur mið af eftirspurn lækkaði miðaverð á leikinn um 97 prósent á þremur sólarhringum. Fólk sem var á tánum og keypti snemma miða á komandi undanúrslitaleik situr eftir með sárt ennið og fátæklegri bankabók en aðrir sem keyptu miða þremur dögum síðar. Verð á ódýrustu hefðbundnum miðum á leik enska liðsins Chelsea og brasilíska félagsins Fluminensem, nam á þriðjudaginn var 473,9 dollurum, tæplega 60 þúsund íslenskum krónum. Vegna lakrar eftirspurnar höfðu samskonar miðar lækkað niður í 13,4 dollara, um 1.300 krónur, á laugardagsmorgun. Verðið hafði því lækkað um 97,3 prósent fyrir samskonar miða á MetLife-völlinn, heimavöll New York Jets og New York Giants í NFL-deildinni, sem staðsettur er í New Rutherford í New Jersey. Miðaverðið eftir lækkunina þýðir jafnframt að dýrara er fyrir áhorfendur að kaupa sér Philly ostasteik (15 dalir) eða bjór (14 dalir) á vellinum í New Jersey, heldur en aðgang að leiknum. Miðasala hefur gengið illa á mótinu vestanhafs og sjónvarpsáhorfendur orðið varir við hálftóma stúku og flestum leikjum. Sjálfboðaliðar á mótinu fengu margir hverjir boð um fjóra boðsmiða á alla leiki átta liða úrslita mótsins, að leik Dortmund og Real Madrid undanskildum. On one hand, FIFA doing everything to increase access and attendances. On the other, those who bought tickets in good faith have paid an extortionate price compared to those buying three days later. FIFA not commenting on whether fans will get any refund.https://t.co/ArHnkzArHC— Adam Crafton (@AdamCrafton_) July 5, 2025 FIFA selur miða á leiki mótsins í gegnum veituna Ticketmaster og sjá hefur mátt miklar sveiflur á miðaverði í gegnum allt mótið. Aðallega hefur þróunin verið niður á við, líkt og fyrir leik Fluminense og Chelsea. FIFA hefur ekki tjáð sig um hvort stuðningsmenn sem keyptu miða á leikinn á upprunalegu verði fái einhverskonar endurgreiðslu samkvæmt Adam Crafton, blaðamanni The Athletic. Fluminense og Chelsea mætast klukkan 19:00 annað kvöld. Sólarhring síðar eigast Real Madrid og PSG við á sama velli í síðari undanúrslitaleiknum. Úrslitaleikur mótsins fer einnig fram á MetLife-vellinum, sunnudagskvöldið 13. júlí. HM félagsliða í fótbolta 2025 FIFA Fótbolti Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Fólk sem var á tánum og keypti snemma miða á komandi undanúrslitaleik situr eftir með sárt ennið og fátæklegri bankabók en aðrir sem keyptu miða þremur dögum síðar. Verð á ódýrustu hefðbundnum miðum á leik enska liðsins Chelsea og brasilíska félagsins Fluminensem, nam á þriðjudaginn var 473,9 dollurum, tæplega 60 þúsund íslenskum krónum. Vegna lakrar eftirspurnar höfðu samskonar miðar lækkað niður í 13,4 dollara, um 1.300 krónur, á laugardagsmorgun. Verðið hafði því lækkað um 97,3 prósent fyrir samskonar miða á MetLife-völlinn, heimavöll New York Jets og New York Giants í NFL-deildinni, sem staðsettur er í New Rutherford í New Jersey. Miðaverðið eftir lækkunina þýðir jafnframt að dýrara er fyrir áhorfendur að kaupa sér Philly ostasteik (15 dalir) eða bjór (14 dalir) á vellinum í New Jersey, heldur en aðgang að leiknum. Miðasala hefur gengið illa á mótinu vestanhafs og sjónvarpsáhorfendur orðið varir við hálftóma stúku og flestum leikjum. Sjálfboðaliðar á mótinu fengu margir hverjir boð um fjóra boðsmiða á alla leiki átta liða úrslita mótsins, að leik Dortmund og Real Madrid undanskildum. On one hand, FIFA doing everything to increase access and attendances. On the other, those who bought tickets in good faith have paid an extortionate price compared to those buying three days later. FIFA not commenting on whether fans will get any refund.https://t.co/ArHnkzArHC— Adam Crafton (@AdamCrafton_) July 5, 2025 FIFA selur miða á leiki mótsins í gegnum veituna Ticketmaster og sjá hefur mátt miklar sveiflur á miðaverði í gegnum allt mótið. Aðallega hefur þróunin verið niður á við, líkt og fyrir leik Fluminense og Chelsea. FIFA hefur ekki tjáð sig um hvort stuðningsmenn sem keyptu miða á leikinn á upprunalegu verði fái einhverskonar endurgreiðslu samkvæmt Adam Crafton, blaðamanni The Athletic. Fluminense og Chelsea mætast klukkan 19:00 annað kvöld. Sólarhring síðar eigast Real Madrid og PSG við á sama velli í síðari undanúrslitaleiknum. Úrslitaleikur mótsins fer einnig fram á MetLife-vellinum, sunnudagskvöldið 13. júlí.
HM félagsliða í fótbolta 2025 FIFA Fótbolti Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu