Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Lovísa Arnardóttir skrifar 7. júlí 2025 08:59 Á myndinni má sjá hversu hátt askan reis í kjölfar eldgossins. Gosmökkurinn fór í allt að 18 kílómetra hæð. Vísir/EPA Eldgos hófst í morgun í eldfjallinu Lewotobi Laki Laki í Indónesíu. Gosmökkurinn fór í allt að 18 kílómetra hæð og kastaðist yfir nærliggjandi þorp. Ekki hefur verið greint frá dauðsföllum. Í frétt AP kemur fram að eldfjallið hafi verið skilgreint á hæsta stigi og verið á neyðarstigi frá 18. júní og skilgreint hættusvæði verið um sjö kílómetrar í kringum fjallið. Í frétt AP segir einnig að Jarðfræðistofnun Indónesíu hafi greint frá því að aska með steinum og hrauni hafi runnið niður um fimm kílómetra niður fjallið á meðan eldgosið varði. Myndbönd úr drónum sýndu að hraun fyllti gíg eldfjallsins sem gæfi til kynna að virknin næði djúpt niður og hrinti af stað jarðskjálftum. Aska hefur ekki náð svo hátt til himins síðan stórt eldgos varð í fjallinu í nóvember 2024. Þá létust níu manns og tugir slösuðust. Síðasta eldgos í fjallinu varð í mars. Fjallið er í suðausturhluta eyjunnar Flores á Indónesíu. Vísir/EPA Haft er eftir Muhammad Wafid, yfirmanni Jarðfræðistofnunarinnar, að líkurnar á hættu verði meiri við svo stórt eldgos auk þess sem líkurnar verði meiri á að eldgosið gæti haft áhrif á flugumferð. „Við munum endurmeta þörfina á að stækka hættusvæðið þar sem þarf að rýma þorp og stöðva ferðaþjónustu,“ sagði Wafid í samtali við AP. Virkt eldfjallasvæði Í kjölfar eldgoss snemma á síðasta ári þurftu um 6.500 manns að yfirgefa eyjuna auk þess sem flugvelli hennar var lokað. Hann hefur verið lokaður síðan vegna mikillar virkni í eldfjallinu. Fjallið er 1.584 metrar á hæð og er tvíburaeldfjall Lewotobi Perempuan í Flores Timur. Eldgosið sem hófst í morgun er eitt það stærsta í Indónesíu frá 2010 þegar eldfjallið Merapi gaus á eyjunni Java. Þá létust 353 auk þess sem það þurfti að rýma 3.500 manns af eyjunni. Um 280 milljónir manns búa á Indónesíu sem er eyjaklasi. Um 120 virk eldfjöll eru á eyjunum og er svæðið eitt það virkasta í heiminum. Indónesía Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð Hundruð manna hafa þurft að flýja heimili sín og loka þurfti flugvelli á svæðinu þegar Ruang-eldfjallið í Indónesíu gaus í gær. Eldfjallið sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð en einnig þurfti að rýma nærliggjandi sjúkrahús, auk heimila, þegar grjót og aska úr eldfjallinu byrjaði að lenda á þökum húsanna. 18. apríl 2024 10:19 Fundu níu lík til viðbótar á Marapi Björgunarsveitarmenn hafa fundið níu lík til viðbótar á eldfjallinu Marapi, eftir að eldgos hófst þar um helgina. Tuttugu og tveir hafa nú farist í hlíðum fjallsins á Indónesíu. 5. desember 2023 16:39 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Í frétt AP kemur fram að eldfjallið hafi verið skilgreint á hæsta stigi og verið á neyðarstigi frá 18. júní og skilgreint hættusvæði verið um sjö kílómetrar í kringum fjallið. Í frétt AP segir einnig að Jarðfræðistofnun Indónesíu hafi greint frá því að aska með steinum og hrauni hafi runnið niður um fimm kílómetra niður fjallið á meðan eldgosið varði. Myndbönd úr drónum sýndu að hraun fyllti gíg eldfjallsins sem gæfi til kynna að virknin næði djúpt niður og hrinti af stað jarðskjálftum. Aska hefur ekki náð svo hátt til himins síðan stórt eldgos varð í fjallinu í nóvember 2024. Þá létust níu manns og tugir slösuðust. Síðasta eldgos í fjallinu varð í mars. Fjallið er í suðausturhluta eyjunnar Flores á Indónesíu. Vísir/EPA Haft er eftir Muhammad Wafid, yfirmanni Jarðfræðistofnunarinnar, að líkurnar á hættu verði meiri við svo stórt eldgos auk þess sem líkurnar verði meiri á að eldgosið gæti haft áhrif á flugumferð. „Við munum endurmeta þörfina á að stækka hættusvæðið þar sem þarf að rýma þorp og stöðva ferðaþjónustu,“ sagði Wafid í samtali við AP. Virkt eldfjallasvæði Í kjölfar eldgoss snemma á síðasta ári þurftu um 6.500 manns að yfirgefa eyjuna auk þess sem flugvelli hennar var lokað. Hann hefur verið lokaður síðan vegna mikillar virkni í eldfjallinu. Fjallið er 1.584 metrar á hæð og er tvíburaeldfjall Lewotobi Perempuan í Flores Timur. Eldgosið sem hófst í morgun er eitt það stærsta í Indónesíu frá 2010 þegar eldfjallið Merapi gaus á eyjunni Java. Þá létust 353 auk þess sem það þurfti að rýma 3.500 manns af eyjunni. Um 280 milljónir manns búa á Indónesíu sem er eyjaklasi. Um 120 virk eldfjöll eru á eyjunum og er svæðið eitt það virkasta í heiminum.
Indónesía Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð Hundruð manna hafa þurft að flýja heimili sín og loka þurfti flugvelli á svæðinu þegar Ruang-eldfjallið í Indónesíu gaus í gær. Eldfjallið sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð en einnig þurfti að rýma nærliggjandi sjúkrahús, auk heimila, þegar grjót og aska úr eldfjallinu byrjaði að lenda á þökum húsanna. 18. apríl 2024 10:19 Fundu níu lík til viðbótar á Marapi Björgunarsveitarmenn hafa fundið níu lík til viðbótar á eldfjallinu Marapi, eftir að eldgos hófst þar um helgina. Tuttugu og tveir hafa nú farist í hlíðum fjallsins á Indónesíu. 5. desember 2023 16:39 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð Hundruð manna hafa þurft að flýja heimili sín og loka þurfti flugvelli á svæðinu þegar Ruang-eldfjallið í Indónesíu gaus í gær. Eldfjallið sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð en einnig þurfti að rýma nærliggjandi sjúkrahús, auk heimila, þegar grjót og aska úr eldfjallinu byrjaði að lenda á þökum húsanna. 18. apríl 2024 10:19
Fundu níu lík til viðbótar á Marapi Björgunarsveitarmenn hafa fundið níu lík til viðbótar á eldfjallinu Marapi, eftir að eldgos hófst þar um helgina. Tuttugu og tveir hafa nú farist í hlíðum fjallsins á Indónesíu. 5. desember 2023 16:39