Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Lovísa Arnardóttir skrifar 7. júlí 2025 08:59 Á myndinni má sjá hversu hátt askan reis í kjölfar eldgossins. Gosmökkurinn fór í allt að 18 kílómetra hæð. Vísir/EPA Eldgos hófst í morgun í eldfjallinu Lewotobi Laki Laki í Indónesíu. Gosmökkurinn fór í allt að 18 kílómetra hæð og kastaðist yfir nærliggjandi þorp. Ekki hefur verið greint frá dauðsföllum. Í frétt AP kemur fram að eldfjallið hafi verið skilgreint á hæsta stigi og verið á neyðarstigi frá 18. júní og skilgreint hættusvæði verið um sjö kílómetrar í kringum fjallið. Í frétt AP segir einnig að Jarðfræðistofnun Indónesíu hafi greint frá því að aska með steinum og hrauni hafi runnið niður um fimm kílómetra niður fjallið á meðan eldgosið varði. Myndbönd úr drónum sýndu að hraun fyllti gíg eldfjallsins sem gæfi til kynna að virknin næði djúpt niður og hrinti af stað jarðskjálftum. Aska hefur ekki náð svo hátt til himins síðan stórt eldgos varð í fjallinu í nóvember 2024. Þá létust níu manns og tugir slösuðust. Síðasta eldgos í fjallinu varð í mars. Fjallið er í suðausturhluta eyjunnar Flores á Indónesíu. Vísir/EPA Haft er eftir Muhammad Wafid, yfirmanni Jarðfræðistofnunarinnar, að líkurnar á hættu verði meiri við svo stórt eldgos auk þess sem líkurnar verði meiri á að eldgosið gæti haft áhrif á flugumferð. „Við munum endurmeta þörfina á að stækka hættusvæðið þar sem þarf að rýma þorp og stöðva ferðaþjónustu,“ sagði Wafid í samtali við AP. Virkt eldfjallasvæði Í kjölfar eldgoss snemma á síðasta ári þurftu um 6.500 manns að yfirgefa eyjuna auk þess sem flugvelli hennar var lokað. Hann hefur verið lokaður síðan vegna mikillar virkni í eldfjallinu. Fjallið er 1.584 metrar á hæð og er tvíburaeldfjall Lewotobi Perempuan í Flores Timur. Eldgosið sem hófst í morgun er eitt það stærsta í Indónesíu frá 2010 þegar eldfjallið Merapi gaus á eyjunni Java. Þá létust 353 auk þess sem það þurfti að rýma 3.500 manns af eyjunni. Um 280 milljónir manns búa á Indónesíu sem er eyjaklasi. Um 120 virk eldfjöll eru á eyjunum og er svæðið eitt það virkasta í heiminum. Indónesía Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð Hundruð manna hafa þurft að flýja heimili sín og loka þurfti flugvelli á svæðinu þegar Ruang-eldfjallið í Indónesíu gaus í gær. Eldfjallið sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð en einnig þurfti að rýma nærliggjandi sjúkrahús, auk heimila, þegar grjót og aska úr eldfjallinu byrjaði að lenda á þökum húsanna. 18. apríl 2024 10:19 Fundu níu lík til viðbótar á Marapi Björgunarsveitarmenn hafa fundið níu lík til viðbótar á eldfjallinu Marapi, eftir að eldgos hófst þar um helgina. Tuttugu og tveir hafa nú farist í hlíðum fjallsins á Indónesíu. 5. desember 2023 16:39 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Í frétt AP kemur fram að eldfjallið hafi verið skilgreint á hæsta stigi og verið á neyðarstigi frá 18. júní og skilgreint hættusvæði verið um sjö kílómetrar í kringum fjallið. Í frétt AP segir einnig að Jarðfræðistofnun Indónesíu hafi greint frá því að aska með steinum og hrauni hafi runnið niður um fimm kílómetra niður fjallið á meðan eldgosið varði. Myndbönd úr drónum sýndu að hraun fyllti gíg eldfjallsins sem gæfi til kynna að virknin næði djúpt niður og hrinti af stað jarðskjálftum. Aska hefur ekki náð svo hátt til himins síðan stórt eldgos varð í fjallinu í nóvember 2024. Þá létust níu manns og tugir slösuðust. Síðasta eldgos í fjallinu varð í mars. Fjallið er í suðausturhluta eyjunnar Flores á Indónesíu. Vísir/EPA Haft er eftir Muhammad Wafid, yfirmanni Jarðfræðistofnunarinnar, að líkurnar á hættu verði meiri við svo stórt eldgos auk þess sem líkurnar verði meiri á að eldgosið gæti haft áhrif á flugumferð. „Við munum endurmeta þörfina á að stækka hættusvæðið þar sem þarf að rýma þorp og stöðva ferðaþjónustu,“ sagði Wafid í samtali við AP. Virkt eldfjallasvæði Í kjölfar eldgoss snemma á síðasta ári þurftu um 6.500 manns að yfirgefa eyjuna auk þess sem flugvelli hennar var lokað. Hann hefur verið lokaður síðan vegna mikillar virkni í eldfjallinu. Fjallið er 1.584 metrar á hæð og er tvíburaeldfjall Lewotobi Perempuan í Flores Timur. Eldgosið sem hófst í morgun er eitt það stærsta í Indónesíu frá 2010 þegar eldfjallið Merapi gaus á eyjunni Java. Þá létust 353 auk þess sem það þurfti að rýma 3.500 manns af eyjunni. Um 280 milljónir manns búa á Indónesíu sem er eyjaklasi. Um 120 virk eldfjöll eru á eyjunum og er svæðið eitt það virkasta í heiminum.
Indónesía Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð Hundruð manna hafa þurft að flýja heimili sín og loka þurfti flugvelli á svæðinu þegar Ruang-eldfjallið í Indónesíu gaus í gær. Eldfjallið sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð en einnig þurfti að rýma nærliggjandi sjúkrahús, auk heimila, þegar grjót og aska úr eldfjallinu byrjaði að lenda á þökum húsanna. 18. apríl 2024 10:19 Fundu níu lík til viðbótar á Marapi Björgunarsveitarmenn hafa fundið níu lík til viðbótar á eldfjallinu Marapi, eftir að eldgos hófst þar um helgina. Tuttugu og tveir hafa nú farist í hlíðum fjallsins á Indónesíu. 5. desember 2023 16:39 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð Hundruð manna hafa þurft að flýja heimili sín og loka þurfti flugvelli á svæðinu þegar Ruang-eldfjallið í Indónesíu gaus í gær. Eldfjallið sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð en einnig þurfti að rýma nærliggjandi sjúkrahús, auk heimila, þegar grjót og aska úr eldfjallinu byrjaði að lenda á þökum húsanna. 18. apríl 2024 10:19
Fundu níu lík til viðbótar á Marapi Björgunarsveitarmenn hafa fundið níu lík til viðbótar á eldfjallinu Marapi, eftir að eldgos hófst þar um helgina. Tuttugu og tveir hafa nú farist í hlíðum fjallsins á Indónesíu. 5. desember 2023 16:39