Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Agnar Már Másson skrifar 6. júlí 2025 13:20 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Mark Schiefelbein Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa logið um ástæðuna fyrir því að vopnasendingar til Úkraínu hefðu verið stöðvaðar væri sú að gengið væri á birgðir Bandaríkjamanna. Greining á birgðastöðu hersins sýni fram á allt annað að sögn NBC. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna stöðvaði sendingu bandarískra vopna til Úkraínu í þessari viku þar sem embættismenn sögðu gengið væri birgðirnar. En samkvæmt greiningu háttsettara manna innan Bandaríkjahers myndi aðstoðarpakkinn ekki stofna skotfærabirgðum hersins sjálfs í hættu, samkvæmt þremur bandarískum embættismönnum sem bandaríski fjölmiðillinn NBC hefur eftir. Ákvörðunin um að stöðva vopnasendinguna kom utanríkisráðuneytinu, þingmönnum, embættismönnum í Kænugarði og evrópskum bandamönnum í opna skjöldu, samkvæmt fjölda heimildamanna sem þekkja til málsins. Bæði repúblikanar og demókratar hafa gagnrýnt ákvörðunina að sögn NBC. Adam Smith, demókrati frá Washington og þungavigtarmaður í fulltrúadeildinni, sagði það óheiðarlegt ef varnarmálaráðuneytið vísaði til hernaðarviðbúnaðar til að réttlæta stöðvun á aðstoð við Úkraínumenn þegar raunveruleg ástæða sé einfaldlega sú að fylgja eftir áætlun um að hætta bandarískri aðstoð til Úkraínu. „Við erum ekki á neinum lægri punkti, hvað varðar birgðastöðu, en við höfum verið á þau þrjú og hálfa ár sem við höfum verið með þessi átök í Úkraínu,“ sagði Smith, sem er æðsti fulltrúi minnihlutans í varnarmálanefnd fulltrúadeildarinnar. Smith sagði að starfsfólk hans hefði „séð tölurnar“ og, án þess að fara í smáatriði, að ekkert benti til skorts sem réttlætti að fresta aðstoð til Úkraínu. Að fresta sendingu hernaðaraðstoðar til Úkraínu var einhliða ákvörðun varnarmálaráðherrans Pete Hegseth, samkvæmt þremur aðstoðarmönnum þingsins og fyrrverandi bandarískum embættismanni sem þekkir til málsins. Þetta er í þriðja sinn sem Hegseth stöðvar einn og óstuddur sendingu til Úkraínu, sögðu heimildaraðilar. Í tveimur fyrri tilvikum, í febrúar og maí, hafi aðgerðum hans verið snúið við nokkrum dögum síðar. Donald Trump Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd stefnir búi Epsteins Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna stöðvaði sendingu bandarískra vopna til Úkraínu í þessari viku þar sem embættismenn sögðu gengið væri birgðirnar. En samkvæmt greiningu háttsettara manna innan Bandaríkjahers myndi aðstoðarpakkinn ekki stofna skotfærabirgðum hersins sjálfs í hættu, samkvæmt þremur bandarískum embættismönnum sem bandaríski fjölmiðillinn NBC hefur eftir. Ákvörðunin um að stöðva vopnasendinguna kom utanríkisráðuneytinu, þingmönnum, embættismönnum í Kænugarði og evrópskum bandamönnum í opna skjöldu, samkvæmt fjölda heimildamanna sem þekkja til málsins. Bæði repúblikanar og demókratar hafa gagnrýnt ákvörðunina að sögn NBC. Adam Smith, demókrati frá Washington og þungavigtarmaður í fulltrúadeildinni, sagði það óheiðarlegt ef varnarmálaráðuneytið vísaði til hernaðarviðbúnaðar til að réttlæta stöðvun á aðstoð við Úkraínumenn þegar raunveruleg ástæða sé einfaldlega sú að fylgja eftir áætlun um að hætta bandarískri aðstoð til Úkraínu. „Við erum ekki á neinum lægri punkti, hvað varðar birgðastöðu, en við höfum verið á þau þrjú og hálfa ár sem við höfum verið með þessi átök í Úkraínu,“ sagði Smith, sem er æðsti fulltrúi minnihlutans í varnarmálanefnd fulltrúadeildarinnar. Smith sagði að starfsfólk hans hefði „séð tölurnar“ og, án þess að fara í smáatriði, að ekkert benti til skorts sem réttlætti að fresta aðstoð til Úkraínu. Að fresta sendingu hernaðaraðstoðar til Úkraínu var einhliða ákvörðun varnarmálaráðherrans Pete Hegseth, samkvæmt þremur aðstoðarmönnum þingsins og fyrrverandi bandarískum embættismanni sem þekkir til málsins. Þetta er í þriðja sinn sem Hegseth stöðvar einn og óstuddur sendingu til Úkraínu, sögðu heimildaraðilar. Í tveimur fyrri tilvikum, í febrúar og maí, hafi aðgerðum hans verið snúið við nokkrum dögum síðar.
Donald Trump Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd stefnir búi Epsteins Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Sjá meira