Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Smári Jökull Jónsson skrifar 4. júlí 2025 13:01 Það verður líf og fjör á Írskum dögum á Akranesi um helgina. Facebooksíða Írskra daga Ein stærsta ferðahelgi ársins er framundan og stórir viðburðir haldnir víða um land. Goslokahátíð í Vestmannaeyjum nær hápunkti á morgun og þá er búist við fjölmenni á Akranesi í tengslum við Írska daga. Landinn verður á ferð og flugi um helgina og er veðurspá víðast hvar góð. Í Vestmannaeyjum minnast Eyjamenn þess að 52 ár eru síðan eldgosi á Heimaey lauk en dagskráin nær hápunkti annað kvöld með kvöldskemmtun á Vigtartorgi. Á Akureyri er fjölmennt en þar hófst N1-mót KA á miðvikudaginn sem lýkur með úrslitaleikjum á morgun. Þá fór Pollamót Þórs af stað á Akureyri í morgun þar sem eldri knattspyrnumenn mætast. Fleiri bæjarhátíðir verða í gangi um helgina. Á Siglufirði fer fram Þjóðlagahátíð og verður boðið upp á dansa, námskeið og tónleika og á hátíðinni Bíldudals grænar baunir verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa. Í Ólafsvik fer Ólafsvíkurvaka fram og þá verður Fjölskyldu- og menningarhátíðin Allt í Blóma haldin í Hveragerði. Hápunktur Bryggjuhátíðar á Stokkseyri er varðeldur og brekkusöngur á Bryggjunni annað kvöld og ljóst að nóg er í boði fyrir skemmtanaþyrsta landsmenn. „Margir mjög spenntir að sjá þá koma fram aftur“ Á Akranesi er búist við að um 10.000 manns sæki brekkusöng annað kvöld en þar fara Írskir dagar fram. Að loknum brekkusöng hefst tónlistarhátíðin Lopapeysan þar sem hljómsveitin Quarashi er meðal þeirra sem koma fram. „Það er geggjuð stemmning. Við byrjuðum dagskrána á þriðjudaginn með tveimur viðburðum. Svo var stór dagur á miðvikudag, stórir tónleikar á hafnarsvæðinu. Við vorum í gær með fjölskyldutónleika á þyrlupallinum þar sem voru yfir 3000 manns. Í dag fer þetta allt á fullt, fólk er búið að skreyta og er tilbúið í hátíðina,“ sagði Hjörvar Gunnarsson einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. Stærsti dagur hátíðarinnar er á morgun. Dagskrá hefst átta í fyrramálið og stendur fram á nótt. „Annað kvöld er brekkusöngur og svo tekur við Lopapeysan sem hefur aldrei verið eins stór og hún hefur verið í ár,“ en á meðal þeirra sem koma fram þar er hljómsveitin Quarashi. „Það er mjög stórt og margir sem eru mjög spenntir fyrir því að sjá þá koma fram aftur. Þeir eru snemma í dagskránni og fólk þarf að vera mætt á réttum tíma á Lopapeysuna til að missa ekki af þessu,“ bætti Hjörvar við og sagði hátíðina alltaf vera að stækkka og nú komi listamenn fram á þremur sviðum. Ein af hefðum hátíðarinnar er að velja rauðhærðasta Íslendinginn og vekur sú keppni ávallt athygli. „Það er á hverju ári fullt af rauðhærðu fólki sem skráir sig og það eru komnar fjölmargar skráningar. Hún fer fram á morgun og það er búið að skipa dómnefnd sem ætlar að fara yfir þetta, hver verður rauðhærðasti Íslendingurinn í ár,“ sagði Hjörvar og bætti við að áhugasamir gætu enn skráð sig til leiks í keppninni. Akranes Akureyri Ferðalög Vestmannaeyjar Fjallabyggð Snæfellsbær Vesturbyggð Árborg Hveragerði Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Landinn verður á ferð og flugi um helgina og er veðurspá víðast hvar góð. Í Vestmannaeyjum minnast Eyjamenn þess að 52 ár eru síðan eldgosi á Heimaey lauk en dagskráin nær hápunkti annað kvöld með kvöldskemmtun á Vigtartorgi. Á Akureyri er fjölmennt en þar hófst N1-mót KA á miðvikudaginn sem lýkur með úrslitaleikjum á morgun. Þá fór Pollamót Þórs af stað á Akureyri í morgun þar sem eldri knattspyrnumenn mætast. Fleiri bæjarhátíðir verða í gangi um helgina. Á Siglufirði fer fram Þjóðlagahátíð og verður boðið upp á dansa, námskeið og tónleika og á hátíðinni Bíldudals grænar baunir verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa. Í Ólafsvik fer Ólafsvíkurvaka fram og þá verður Fjölskyldu- og menningarhátíðin Allt í Blóma haldin í Hveragerði. Hápunktur Bryggjuhátíðar á Stokkseyri er varðeldur og brekkusöngur á Bryggjunni annað kvöld og ljóst að nóg er í boði fyrir skemmtanaþyrsta landsmenn. „Margir mjög spenntir að sjá þá koma fram aftur“ Á Akranesi er búist við að um 10.000 manns sæki brekkusöng annað kvöld en þar fara Írskir dagar fram. Að loknum brekkusöng hefst tónlistarhátíðin Lopapeysan þar sem hljómsveitin Quarashi er meðal þeirra sem koma fram. „Það er geggjuð stemmning. Við byrjuðum dagskrána á þriðjudaginn með tveimur viðburðum. Svo var stór dagur á miðvikudag, stórir tónleikar á hafnarsvæðinu. Við vorum í gær með fjölskyldutónleika á þyrlupallinum þar sem voru yfir 3000 manns. Í dag fer þetta allt á fullt, fólk er búið að skreyta og er tilbúið í hátíðina,“ sagði Hjörvar Gunnarsson einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. Stærsti dagur hátíðarinnar er á morgun. Dagskrá hefst átta í fyrramálið og stendur fram á nótt. „Annað kvöld er brekkusöngur og svo tekur við Lopapeysan sem hefur aldrei verið eins stór og hún hefur verið í ár,“ en á meðal þeirra sem koma fram þar er hljómsveitin Quarashi. „Það er mjög stórt og margir sem eru mjög spenntir fyrir því að sjá þá koma fram aftur. Þeir eru snemma í dagskránni og fólk þarf að vera mætt á réttum tíma á Lopapeysuna til að missa ekki af þessu,“ bætti Hjörvar við og sagði hátíðina alltaf vera að stækkka og nú komi listamenn fram á þremur sviðum. Ein af hefðum hátíðarinnar er að velja rauðhærðasta Íslendinginn og vekur sú keppni ávallt athygli. „Það er á hverju ári fullt af rauðhærðu fólki sem skráir sig og það eru komnar fjölmargar skráningar. Hún fer fram á morgun og það er búið að skipa dómnefnd sem ætlar að fara yfir þetta, hver verður rauðhærðasti Íslendingurinn í ár,“ sagði Hjörvar og bætti við að áhugasamir gætu enn skráð sig til leiks í keppninni.
Akranes Akureyri Ferðalög Vestmannaeyjar Fjallabyggð Snæfellsbær Vesturbyggð Árborg Hveragerði Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira