Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. júlí 2025 20:03 Björn Gíslason, formaður sóknarnefndar Selfossóknar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjaryfirvöld í Árborg leita nú logandi ljósi af nýrri framtíðarstaðsetningu fyrir nýjan kirkjugarði á Selfoss en núverandi kirkjugarður mun aðeins duga í fjögur til fimm ár í viðbót. Samhliða mikilli íbúafjölgun á Selfossi síðustu ár hefur notkun á kirkjugarðinum við Selfosskirkju aukist því fólk er alltaf að deyja eins og gengur og gerist og þá kemur að hlutverki kirkjugarðsins. Þar er nú allt að fyllast og því leggur sóknarnefnd Selfosskirkju mikla áherslu við bæjaryfirvöld í Árborg að fundin verði ný staðsetning á kirkjugarði. Björn Gíslason er formaður sóknarnefndar. „Við lítum svo á að þessi kirkjugarður okkar núna, þriðji hluti hans, að það séu í mesta lagi fjögur til fimm ár þar til að hann verður fullnýttur. Bærinn er núna þegar búin að fá erindi og er að leita að nýju kirkjugarðssvæði,“ segir Björn. Þannig að hann verður ekki við kirkjuna eða hvað? „Nei, það liggur alveg fyrir og við munum bara bíða eftir því hvaða úthlutun við fáum.“ Björn segir að fyrir tíu árum hafi verið ákveðið að taka land undir kirkjugarð í svokölluðu Mógil fyrir neðan Olís við Arnberg en það sé alveg hætt við það. Þá hafi landi verið úthlutað við Árbæjarveginn svonefnda rétt hjá Toyota bílasölunni en sóknarnefndinni þyki það allt of langt í burtu og koma ekki til greina. „Þannig að núna er leitað af nýju svæði hér nær kirkjunni. Það væri auðvitað óskandi að hann væri ekki mjög langt frá kirkjunni og einhvers staðar auðvitað í bæjarlandinu,“ segir Björn og bætir við. „Við vorum búin að gefa grænt ljós á okkar vilja að við gætum séð fyrir okkur stækkun á Laugardælakirkjugarði en það er náttúrulega við annan að eiga í því. Bærinn ræður þessu alfarið og þeir hafa bent á svæði niður við Eyrarbakkaveg, þannig að það er ekki gott að vita hvar það verður, en vonandi verður þetta bara á góðum stað.“ Kirkjugarðurinn er mjög fallegur og vel við haldið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessu vill formaður sóknarnefndar koma á framfæri. „Ég óska bara þess að þetta fari allt saman vel og að við fáum hér kirkjugarð innan bæjarmarkanna, sem verður sómi af og allir ánægðir með og aðgengilegur.“ Yfirlitsmynd af leiðunum í núverandi kirkjugarði á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Þjóðkirkjan Kirkjugarðar Skipulag Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Sjá meira
Samhliða mikilli íbúafjölgun á Selfossi síðustu ár hefur notkun á kirkjugarðinum við Selfosskirkju aukist því fólk er alltaf að deyja eins og gengur og gerist og þá kemur að hlutverki kirkjugarðsins. Þar er nú allt að fyllast og því leggur sóknarnefnd Selfosskirkju mikla áherslu við bæjaryfirvöld í Árborg að fundin verði ný staðsetning á kirkjugarði. Björn Gíslason er formaður sóknarnefndar. „Við lítum svo á að þessi kirkjugarður okkar núna, þriðji hluti hans, að það séu í mesta lagi fjögur til fimm ár þar til að hann verður fullnýttur. Bærinn er núna þegar búin að fá erindi og er að leita að nýju kirkjugarðssvæði,“ segir Björn. Þannig að hann verður ekki við kirkjuna eða hvað? „Nei, það liggur alveg fyrir og við munum bara bíða eftir því hvaða úthlutun við fáum.“ Björn segir að fyrir tíu árum hafi verið ákveðið að taka land undir kirkjugarð í svokölluðu Mógil fyrir neðan Olís við Arnberg en það sé alveg hætt við það. Þá hafi landi verið úthlutað við Árbæjarveginn svonefnda rétt hjá Toyota bílasölunni en sóknarnefndinni þyki það allt of langt í burtu og koma ekki til greina. „Þannig að núna er leitað af nýju svæði hér nær kirkjunni. Það væri auðvitað óskandi að hann væri ekki mjög langt frá kirkjunni og einhvers staðar auðvitað í bæjarlandinu,“ segir Björn og bætir við. „Við vorum búin að gefa grænt ljós á okkar vilja að við gætum séð fyrir okkur stækkun á Laugardælakirkjugarði en það er náttúrulega við annan að eiga í því. Bærinn ræður þessu alfarið og þeir hafa bent á svæði niður við Eyrarbakkaveg, þannig að það er ekki gott að vita hvar það verður, en vonandi verður þetta bara á góðum stað.“ Kirkjugarðurinn er mjög fallegur og vel við haldið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessu vill formaður sóknarnefndar koma á framfæri. „Ég óska bara þess að þetta fari allt saman vel og að við fáum hér kirkjugarð innan bæjarmarkanna, sem verður sómi af og allir ánægðir með og aðgengilegur.“ Yfirlitsmynd af leiðunum í núverandi kirkjugarði á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Þjóðkirkjan Kirkjugarðar Skipulag Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Sjá meira