Kirkjugarðar

Fréttamynd

Skýra mætti lög um út­farir til að koma í veg fyrir ó­vissu

Samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar telur að að skýra mætti betur í lögum hver ráði fyrirkomulagi útfarar komi til deilna. Afar sjaldgæft sé að slíkt komi upp en þá reyni prestar að miðla málum. Örsjaldan þurfi þó að halda tvær kistulagningar, tvær minningarathafnir og tvær útfarir.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var ó­bæri­legur yfir­gangur“

Jarðneskar leifar íslenskrar konu biðu mánuðum saman eftir greftrun og kistulagning fór fram í heimahúsi þvert á vilja dóttur hennar. Dóttirin telur að með því hafi minningu móður hennar verið sýnd vanvirðing. Hún segir bæði Biskupsstofu og útfararstofu hafa brugðist og kallar eftir skýrum lögum um ferlið milli andláts og greftrunar.

Innlent
Fréttamynd

Lík brennd í Grafar­vogi

Dómsmálaráðherra og Kirkjugarðar Reykjavíkur undirrituðu nýlega viljayfirlýsingu um uppbyggingu nýrrar líkbrennslu í Gufuneskirkjugarði í Grafarvogi. Leiða má að því líkur að margir íbúar Grafarvogs hafi leitt hugann að háværum umkvörtunum íbúa í nágrenni við Fossvogskirkjugarð við þessi tíðindi.

Skoðun
Fréttamynd

Leggja til 80 milljónum ár­lega í nýja lík­brennslu

Dómsmálaráðherra og Kirkjugarðar Reykjavíkur hafa undirritað viljayfirlýsingu um fjárframlag til uppbyggingar nýrrar líkbrennslu í Gufuneskirkjugarði. Ríkissjóður leggur fram 80 milljónir króna árlega í tólf ár til að standa undir stofnkostnaði nýrrar líkbrennslu.

Innlent
Fréttamynd

Hólavallagarður frið­lýstur

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis,-orku- og loftslagsráðherra, staðfesti í dag friðlýsingu vegna Hólavallagarðs við Suðurgötu. Friðlýsingin tekur til Hólavallagarðs í heild; veggjar umhverfis garðinn, heildarskipulags hans, klukknaports, minningarmarka og ásýndar garðsins.

Innlent
Fréttamynd

Sel­foss­kirkju­garður að fyllast

Fimm til sex ár eru í að Selfosskirkjugarður verði fullnýttur og hefur Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra Árborgar, verið falið að funda með sóknarnefnd Selfosskirkju um mögulega framtíðarstaðsetningu nýs kirkjugarðs.

Innlent
Fréttamynd

Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda

Þuríður Sigurðardóttir söngkona kallar eftir því að Laugarnes í Reykjavík verði friðlýst sem búsetu- og menningarlandslag. Hún býður upp á sögugöngu um Laugarnes klukkan þrjú á morgun, sunnudag, þar sem hún ætlar meðal annars að fjalla um þá kenningu að landnámsbær Ingólfs hafi verið í Laugarnesi.

Innlent
Fréttamynd

Boris Spasskí grafinn með við­höfn í Moskvu

Rússneski skákmeistarinn Boris Spasskí var jarðsettur með viðhöfn í Moskvu í vikunni í kirkjugarði þar sem margar af hetjum Rússlands og Sovétríkjanna hvíla. Útförin var gerð frá höfuðkirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Telur að reyna ætti að fá Spasskí

Það væri einnar nætur virði að reyna að fá skákmeistarann Boris Spasskí jarðsettan við hlið Bobby Fischers á Íslandi. Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson, sem var forseti Skáksambandsins árið sem einvígi aldarinnar var háð á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Fá að rukka fyrir geymslu á líkum

Dómsmálaráðherra hefur lagt fram drög að frumvarpi til breytinga á lögum sem heimila kirkjugörðum að rukka geymslugjald á líkum. Er þetta gert til að garðarnir geti staðið undir þeim kostnaði sem hlýst af rekstri líkhúsa. 

Innlent
Fréttamynd

Fjúgandi hálka í kirkju­görðum Reykja­víkur

Kirkjugarðar Reykjavíkur vara við fljúgandi hálku í öllum görðum og hvetja fólk til að fara varlega. Starfsfólk er búið að standa í ströngu í morgun við að salta og sanda helstu leiðir en hálka leynist víða.

Innlent
Fréttamynd

Brenna líkin á nóttunni

Forsvarsmenn Kirkjugarða Reykjavíkur hafa lagt til að lík verði brennd í bálstofunni í Öskjuhlíð að næturlagi á meðan endurskoðun á starfsleyfi bálstofunnar stendur yfir.

Innlent
Fréttamynd

Engin bein til­mæli um breytingar á meðan endur­skoðun stendur

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf ekki út bein tilmæli um breytingar á starfsemi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur síðasta föstudag samhliða því að tilkynnt var að endurskoða ætti starfsleyfi þeirra. Endurskoðun getur tekið margar vikur. Til skoðunar er að gefa út bein tilmæli um breytingar á skilyrðum.

Innlent
Fréttamynd

Mengun meiri en búist var við frá bál­stofu

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur tekið ákvörðun um endurskoðun á starfsleyfi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur að Vesturhlíð 6. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að mengun af völdum starfseminnar hafi reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021.

Innlent
Fréttamynd

Valdi vinnings­tölurnar við leiði náins ást­vinar

Kona á sextugsaldri var ein með allar tölurnar réttar í lottói á laugardaginn og fékk óskiptan fimmfaldan lottópott upp á rúmar 78 milljónir króna. Konan valdi tölurnar í kirkjugarðinum en hún var þar að vitja náins ástvinar sem féll frá nýlega. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að vinningurinn sé einn sá stærsti síðustu vikur.

Innlent
Fréttamynd

Kúkalykt í kirkju­garði gerir út af við Grafavogsbúa

„Ferleg skítalykt“, „er ég sú eina sem er gjörsalega að kafna?“ og „algjör viðbjóður“ er á meðal þess sem íbúar í Grafarvogi hafa að segja um ólykt sem virðist berast frá Gufuneskirkjugarði. Forsvarsmenn kirkjugarða segja erfitt að eiga við vætutíðina.

Innlent
Fréttamynd

„Mér að mæta“ ef krossar yrðu fjar­lægðir

Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands merkir það að fólki þyrsti í að „einhver fari að verja kristna trú og þjóðkirkjuna“. Hún vill halda í nafn Kirkjugarða Reykjavíkur en líst vel á nýtt merki stofunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

„Mér líður eins og þeir hafi kúkað á leiðið“

Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkur vann stórfellt skemmdarverk á leiði foreldra Brynhildar Bergþórsdóttur að hennar sögn. Blóðberg sem prýddi leiðið var slitið upp og svört möl sett í staðinn án þess að samráð væri haft við aðstandendur.

Innlent
Fréttamynd

Hafa náð lendingu um staðar­val nýs kirkju­garðs

Samkomulag hefur náðst um staðarval nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði þar sem sá sem fyrir er við kirkjuna er sprunginn. Íbúakosning um málið fór fram á dögunum þar sem rúmlega sex af hverjum tíu greiddu atkvæði með tillögu um að nýjum kirkjugarði skyldi komið fyrir við Brimnes.

Innlent
Fréttamynd

Í ker eða kistu

Þótt það hafi aukist mikið og á eftir að aukast e.t.v. enn meira að fólk ákveði í lifanda lífi að jarðneskar leifar þess skuli brenndar verður ávallt að vera til reitur – kirkjugarður í Reykjavík sem hefur pláss fyrir kistur. Ákvörðun um hvort kista eða ker verði fyrir valinu liggur einnig oft hjá aðstandendum hins látna.

Skoðun