Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júlí 2025 20:05 Unnið er að sérakrein fyrir strætisvagna á vegarkaflanum og því talsvert af vinnumönnum þétt við akstursbrautir. Vísir/Einar Allnokkrir ökumenn voru sviptir ökuréttindum og 322 ökumenn eiga von á sekt eftir að hafa ekið á meðalhraða 49 á Kringlumýrarbraut. Á vegarkaflanum á milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar eru menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautinni. Myndavélabíll lögreglunnar mældi þar eftir hádegi í dag en vegna framkvæmdanna er hámarkshraðinn 30 kílómetrar á klukkustund. Unnið er að sérakrein fyrir strætisvagna fyrir miðjum veginum. Svona verður akreinafjöldinn að framkvæmdum loknum.Vísir/Sara Frá því um miðja síðustu viku hafa hundruð ökumanna verið staðnir að hraðaakstri, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Oft er um að ræða mjög gróf hraðaakstursbrot. Tekið er fram að tveir hafi verið teknir á meira en 160 kílómetra hraða og annar þeirra ölvaður. Á Reynisvatnsvegi hafi bíll mælst á 115 þar sem leyfður hámarkshraði er 50 og í Arnarbakka hafi ökumaður ekið á rúmlega hundrað þar sem hámarkshraðinn er 30. „Ljóst er að ökumenn þurfa að staldra við og hugsa sinn gang, en með sama áframhaldi mun fara illa og alvarlegt slys hljótast af.“ Lögreglan segir allnokkra ökumenn verið sviptir ökuréttindum fyrir að hafa ekið á tvöföldum hámarkshraða og rúmlega það. Þar sé sérstaklega vísað til Kringlumýrarbrautarinnar, eða vegarkaflans á milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar þar sem framkvæmdir standa yfir. „Eftir vöktunina eiga 322 ökumenn von á sekt, en meðalhraði hinna brotlegu var 49. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Kringlumýrarbraut til norðurs og var brotahlutfallið 41%. Sjö óku á vel yfir 60 og fimm á meira en 70, en allir tólf ökumennirnir eiga yfir höfði sér sviptingu ökuréttinda, auk sektar,“ segir lögreglan. Vegagerð Reykjavík Lögreglumál Strætó Umferðaröryggi Tengdar fréttir Umferðartafir vegna framkvæmda við Kringlumýrarbraut í sumar Framkvæmdir við nýja akrein við Kringlumýrarbraut hefjast eftir helgi. Verkefnastjóri segir einhverjar umferðartafir verða á svæðinu í sumar vegna framkvæmdanna. 30. maí 2025 22:42 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Myndavélabíll lögreglunnar mældi þar eftir hádegi í dag en vegna framkvæmdanna er hámarkshraðinn 30 kílómetrar á klukkustund. Unnið er að sérakrein fyrir strætisvagna fyrir miðjum veginum. Svona verður akreinafjöldinn að framkvæmdum loknum.Vísir/Sara Frá því um miðja síðustu viku hafa hundruð ökumanna verið staðnir að hraðaakstri, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Oft er um að ræða mjög gróf hraðaakstursbrot. Tekið er fram að tveir hafi verið teknir á meira en 160 kílómetra hraða og annar þeirra ölvaður. Á Reynisvatnsvegi hafi bíll mælst á 115 þar sem leyfður hámarkshraði er 50 og í Arnarbakka hafi ökumaður ekið á rúmlega hundrað þar sem hámarkshraðinn er 30. „Ljóst er að ökumenn þurfa að staldra við og hugsa sinn gang, en með sama áframhaldi mun fara illa og alvarlegt slys hljótast af.“ Lögreglan segir allnokkra ökumenn verið sviptir ökuréttindum fyrir að hafa ekið á tvöföldum hámarkshraða og rúmlega það. Þar sé sérstaklega vísað til Kringlumýrarbrautarinnar, eða vegarkaflans á milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar þar sem framkvæmdir standa yfir. „Eftir vöktunina eiga 322 ökumenn von á sekt, en meðalhraði hinna brotlegu var 49. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Kringlumýrarbraut til norðurs og var brotahlutfallið 41%. Sjö óku á vel yfir 60 og fimm á meira en 70, en allir tólf ökumennirnir eiga yfir höfði sér sviptingu ökuréttinda, auk sektar,“ segir lögreglan.
Vegagerð Reykjavík Lögreglumál Strætó Umferðaröryggi Tengdar fréttir Umferðartafir vegna framkvæmda við Kringlumýrarbraut í sumar Framkvæmdir við nýja akrein við Kringlumýrarbraut hefjast eftir helgi. Verkefnastjóri segir einhverjar umferðartafir verða á svæðinu í sumar vegna framkvæmdanna. 30. maí 2025 22:42 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Umferðartafir vegna framkvæmda við Kringlumýrarbraut í sumar Framkvæmdir við nýja akrein við Kringlumýrarbraut hefjast eftir helgi. Verkefnastjóri segir einhverjar umferðartafir verða á svæðinu í sumar vegna framkvæmdanna. 30. maí 2025 22:42