Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50 prósent af tekjum landbúnaðar á svæðinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. júlí 2025 08:06 Anna Heiða Baldursdóttir, sérfræðingur í rannsóknum á Landbúnaðarsafni Íslands og sýningarstjóri sýningarinnar á Hvanneyri. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sögu laxveiða í Borgarfirði eru gerð góð skil á nýrri sýningu á Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri. Sýningarstjórinn segir að Borgarfjörður sé vagga laxveiða á Íslandi en tekjur af laxveiði eru til dæmis rúmlega 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu. Sýningin er í kjallara landbúnaðarsafnsins í góðu rými þar sem má meðal annars lesa fræðilegan texta á skiltum, sjá gamlar lifandi myndir úr laxveiði og fleira og fleira, allt mjög áhugavert. Anna Heiða er sýningarstjóri sýningarinnar. „Við erum með netaveiði í Hvítá á sýningunni og við erum með náttúrufræði og líffræði laxins. Við erum líka með sögu og menningu veiðanna og veiðifélög og veiðihús og svo veiðisögur líka,” segir Anna Heiða og bætir við. „Ég held að mér sé óhætt að segja að Borgarfjörðurinn sé vagga laxveiðanna því það eru allar betri veiðiár landsins hér í héraði eins og Langáin, Grímsá, Norðurá og Þveráin”. Anna Heiða segir mikla og langa hefð fyrir stangaveiði í Borgarfirði. „Já, það er frá lok 19. aldar, sem byrjað var hér að veiða á stöng en Andrés Andrésson Fjeldsted byrjaði á því og fékk erlenda veiðimenn til að koma því hann kunni ensku og þeir byrja að leigja árnar hérna af honum,” segir Anna. Eitt af upplýsingaskiltum sýningarinnar þar sem fjallað er um Veiðihús.Magnús Hlynur Hreiðarsson En laxveiði í dag, eru þetta ekki bara einhverjir ríkir karlar og konur, sem koma að veiða eða hvað? „Jú, jú, fótboltamennirnir líka. Auðvitað geta allir veidd held ég og ef þeir geta ekki veidd þá er náttúrulega bara upplifunin að vera við árbakkann, njóta náttúrunnar og fuglasöngsins.” Anna Heiða við einn af laxinum á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með Önnu sjálfa, er hún eitthvað í laxveiði í Borgarfirði? „Nei, ég hef einu sinni húkkað í hann en það var annar, sem fékk að landa honum,” segir hún hlæjandi. Og þessar athyglisverðu upplýsingar í lokin frá sýningarstjóranum. „Tekjur af laxveiði eru til dæmis ríflega 50% af tekjum landbúnaðar í Borgarfirði þannig að þetta er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein, sem þarf að passa vel upp á,” segir Anna Heiða. Laxveiðisýningin er komin til að vera í safninu og er opinn samhliða opnun Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri. Nýja sýningin er opin alla daga vikunnar frá 11:00 til 17:00. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri Borgarbyggð Menning Lax Stangveiði Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Sýningin er í kjallara landbúnaðarsafnsins í góðu rými þar sem má meðal annars lesa fræðilegan texta á skiltum, sjá gamlar lifandi myndir úr laxveiði og fleira og fleira, allt mjög áhugavert. Anna Heiða er sýningarstjóri sýningarinnar. „Við erum með netaveiði í Hvítá á sýningunni og við erum með náttúrufræði og líffræði laxins. Við erum líka með sögu og menningu veiðanna og veiðifélög og veiðihús og svo veiðisögur líka,” segir Anna Heiða og bætir við. „Ég held að mér sé óhætt að segja að Borgarfjörðurinn sé vagga laxveiðanna því það eru allar betri veiðiár landsins hér í héraði eins og Langáin, Grímsá, Norðurá og Þveráin”. Anna Heiða segir mikla og langa hefð fyrir stangaveiði í Borgarfirði. „Já, það er frá lok 19. aldar, sem byrjað var hér að veiða á stöng en Andrés Andrésson Fjeldsted byrjaði á því og fékk erlenda veiðimenn til að koma því hann kunni ensku og þeir byrja að leigja árnar hérna af honum,” segir Anna. Eitt af upplýsingaskiltum sýningarinnar þar sem fjallað er um Veiðihús.Magnús Hlynur Hreiðarsson En laxveiði í dag, eru þetta ekki bara einhverjir ríkir karlar og konur, sem koma að veiða eða hvað? „Jú, jú, fótboltamennirnir líka. Auðvitað geta allir veidd held ég og ef þeir geta ekki veidd þá er náttúrulega bara upplifunin að vera við árbakkann, njóta náttúrunnar og fuglasöngsins.” Anna Heiða við einn af laxinum á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með Önnu sjálfa, er hún eitthvað í laxveiði í Borgarfirði? „Nei, ég hef einu sinni húkkað í hann en það var annar, sem fékk að landa honum,” segir hún hlæjandi. Og þessar athyglisverðu upplýsingar í lokin frá sýningarstjóranum. „Tekjur af laxveiði eru til dæmis ríflega 50% af tekjum landbúnaðar í Borgarfirði þannig að þetta er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein, sem þarf að passa vel upp á,” segir Anna Heiða. Laxveiðisýningin er komin til að vera í safninu og er opinn samhliða opnun Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri. Nýja sýningin er opin alla daga vikunnar frá 11:00 til 17:00. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri
Borgarbyggð Menning Lax Stangveiði Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira