Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júlí 2025 22:44 Séð yfir áhrifasvæði Hvammsvirkjunar. Stöðvarhúsið verður neðanjarðar. Frárennslisskurðurinn sést hægra megin. Ofar sést Búrfell. Landsvirkjun Nýsamþykkt lög, sem ætlað var að eyða óvissu um Hvammsvirkjun í Þjórsá, setja framkvæmdir samt ekki á fulla ferð. Forstjóri Landsvirkjunar segir að bíða verði eftir dómi Hæstaréttar. Í fréttum Sýnar var rifjað upp að það var í janúar síðastliðinn sem Héraðsdómur Reykjavíkur felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi. Mánuði síðar lagði Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra umhverfis- og orkumála, lagafrumvarp fram á Alþingi í því skyni að eyða óvissu um virkjunina. Um líkt leyti veitti Hæstiréttur íslenska ríkinu og Landsvirkjun leyfi til að áfrýja málinu beint til réttarins, án viðkomu í Landsrétti. Jóhann Páll Jóhannsson er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Vísir/Vilhelm Alþingi er núna búið að lögfesta frumvarpið og fagnaði ráðherra því sérstaklega í síðustu viku að hann hefði sent það forseta Íslands til undirritunar. Sagði óvissu um Hvammsvirkjun hafa verið eytt. En eru þá framkvæmdir þar að fara á fullt? „Nei, þessi lagasetning hefur engin áhrif á stöðu verkefnisins núna,” svarar Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Og segir að bíða verði dóms Hæstaréttar en málflutningur fór fram þann 18. júní. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Sigurjón Ólason „Það ræðst algerlega af niðurstöðu Hæstaréttar hver staða verkefnisins er. Við erum núna í undirbúningsframkvæmdum. En sú lagasetning sem var á Alþingi núna hefur engin áhrif á dóminn. Dómurinn dæmir eingöngu út frá þeim lögum sem voru á þeim tíma sem málið fjallar um. En lagasetningin verður hins vegar mjög jákvæð fyrir framtíðarverkefni og fyrir öll önnur verkefni, - svo stór verkefni á Íslandi. Ef túlkun héraðsdóms heldur eða hefði haldið þá væru allskonar verkefni í miklu uppnámi,” segir forstjórinn. Ný Þjórsárbrú er fyrirhuguð um einn kílómetra ofan við fossinn Búða og eyjuna Árnes.Teikning/Vegagerðin En kannski er það nýja Þjórsárbrúin á móts við þorpið Árnes sem einna mest er horft til í tengslum við virkjunina enda mun hún ásamt tengivegum stytta vegalengdir verulega milli uppsveita Árnes- og Rangárvallasýslu. En hvenær verður þá hægt að byrja á henni? „Ja, ef þú getur sagt mér niðurstöðu Hæstaréttar..,” svarar Hörður og segir verkefnin tengjast. Efni úr frárennslisskurði virkjunarinnar verði notað í vegagerðina. Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Dómstólar Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Lax Stangveiði Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu og Landsvirkjun leyfi til áfrýjunar Hvammsvirkjunarmálsins beint til réttarins, án viðkomu í Landsrétti. 25. febrúar 2025 10:53 Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála. Málið er á dagskrá Alþingis í dag. Frumvarpinu er ætlað að eyða óvissu um framkvæmdir við Hvammsvirkjun. 12. febrúar 2025 12:07 Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Útboð á smíði nýrrar Þjórsárbrúar á móts við þorpið Árnes ásamt gerð Búðafossvegar er í óvissu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í síðasta mánuði. Vegagerðin hafði gefið út að verkið yrði boðið út fljótlega á þessu ári. 5. febrúar 2025 14:44 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Í fréttum Sýnar var rifjað upp að það var í janúar síðastliðinn sem Héraðsdómur Reykjavíkur felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi. Mánuði síðar lagði Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra umhverfis- og orkumála, lagafrumvarp fram á Alþingi í því skyni að eyða óvissu um virkjunina. Um líkt leyti veitti Hæstiréttur íslenska ríkinu og Landsvirkjun leyfi til að áfrýja málinu beint til réttarins, án viðkomu í Landsrétti. Jóhann Páll Jóhannsson er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Vísir/Vilhelm Alþingi er núna búið að lögfesta frumvarpið og fagnaði ráðherra því sérstaklega í síðustu viku að hann hefði sent það forseta Íslands til undirritunar. Sagði óvissu um Hvammsvirkjun hafa verið eytt. En eru þá framkvæmdir þar að fara á fullt? „Nei, þessi lagasetning hefur engin áhrif á stöðu verkefnisins núna,” svarar Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Og segir að bíða verði dóms Hæstaréttar en málflutningur fór fram þann 18. júní. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Sigurjón Ólason „Það ræðst algerlega af niðurstöðu Hæstaréttar hver staða verkefnisins er. Við erum núna í undirbúningsframkvæmdum. En sú lagasetning sem var á Alþingi núna hefur engin áhrif á dóminn. Dómurinn dæmir eingöngu út frá þeim lögum sem voru á þeim tíma sem málið fjallar um. En lagasetningin verður hins vegar mjög jákvæð fyrir framtíðarverkefni og fyrir öll önnur verkefni, - svo stór verkefni á Íslandi. Ef túlkun héraðsdóms heldur eða hefði haldið þá væru allskonar verkefni í miklu uppnámi,” segir forstjórinn. Ný Þjórsárbrú er fyrirhuguð um einn kílómetra ofan við fossinn Búða og eyjuna Árnes.Teikning/Vegagerðin En kannski er það nýja Þjórsárbrúin á móts við þorpið Árnes sem einna mest er horft til í tengslum við virkjunina enda mun hún ásamt tengivegum stytta vegalengdir verulega milli uppsveita Árnes- og Rangárvallasýslu. En hvenær verður þá hægt að byrja á henni? „Ja, ef þú getur sagt mér niðurstöðu Hæstaréttar..,” svarar Hörður og segir verkefnin tengjast. Efni úr frárennslisskurði virkjunarinnar verði notað í vegagerðina.
Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Dómstólar Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Lax Stangveiði Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu og Landsvirkjun leyfi til áfrýjunar Hvammsvirkjunarmálsins beint til réttarins, án viðkomu í Landsrétti. 25. febrúar 2025 10:53 Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála. Málið er á dagskrá Alþingis í dag. Frumvarpinu er ætlað að eyða óvissu um framkvæmdir við Hvammsvirkjun. 12. febrúar 2025 12:07 Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Útboð á smíði nýrrar Þjórsárbrúar á móts við þorpið Árnes ásamt gerð Búðafossvegar er í óvissu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í síðasta mánuði. Vegagerðin hafði gefið út að verkið yrði boðið út fljótlega á þessu ári. 5. febrúar 2025 14:44 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu og Landsvirkjun leyfi til áfrýjunar Hvammsvirkjunarmálsins beint til réttarins, án viðkomu í Landsrétti. 25. febrúar 2025 10:53
Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála. Málið er á dagskrá Alþingis í dag. Frumvarpinu er ætlað að eyða óvissu um framkvæmdir við Hvammsvirkjun. 12. febrúar 2025 12:07
Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Útboð á smíði nýrrar Þjórsárbrúar á móts við þorpið Árnes ásamt gerð Búðafossvegar er í óvissu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í síðasta mánuði. Vegagerðin hafði gefið út að verkið yrði boðið út fljótlega á þessu ári. 5. febrúar 2025 14:44