Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Árni Sæberg skrifar 1. júlí 2025 16:51 Inga og Regína voru alsælar að undirritun lokinni. Helga Dögg Reynisdóttir Samkomulag sem undirritað var í dag felur í sér þreföldun hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ. Reist verður nýtt hjúkrunarheimili í bænum með 66 hjúkrunarrýmum en þar eru í dag 33 rými. Í fréttatilkynningu segir að Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, hafi undirritað samkomulagið í sól og blíðu utan við hjúkrunarheimilið Hamra við Langatanga. Áætlað sé að nýja heimilið verði reist sem tengibygging við Hamra. „Það gleður mig að sjá mikilvæga uppbyggingu hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ verða að veruleika. Á landsvísu er brýn þörf fyrir fleiri hjúkrunarrými og með þessum áfanga stígum við raunveruleg skref í rétta átt. Uppbygging hjúkrunarheimila er nú hafin af festu hér á landi og framtíðarsýnin er skýr,“ er haft eftir Ingu. Skaffa lóðina „Ég er mjög ánægð með þetta nýja samkomulag um fjölgun hjúkrunarrýma og þann samning sem við vorum að undirrita. Viðbyggingin er staðsett á einstaklega fallegri lóð og hér vonum við að íbúar fá notið gæðaþjónustu,“ er haft eftir Regínu. Mosfellsbær muni útvega ríkinu lóðina og á næstunni verði auglýst eftir uppbyggingaraðila, sem muni sjá um eignarhald og framkvæmdir gegn langtímaleigusamningi við ríkið. Miðað sé við að framkvæmdir hefjist árið 2026 þannig að taka megi hjúkrunarrýmin í notkun árið 2028. Öll herbergin verði einbýli með baðherbergi. Hlynur mun vaxa með byggingunni Loks segir að að lokinni undirritun samningsins hafi ráðherra og bæjarstjóri gróðursett broddhlyn, sem muni vaxa samhliða uppbyggingunni á framkvæmdasvæðinu við Hamra. Gróðursæll reitur verði við hjúkrunarheimilið. Hlynurinn er litríkur.Helga Dögg Reynisdóttir Í máli bæjarstjóra hafi komið fram að hlynurinn hefði verið valinn því hann væri litríkur, líkt og Inga, auk þess sem hann væri harðgerður og yxi hratt í rétta jarðveginum. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Eldri borgarar Mosfellsbær Heilbrigðismál Húsnæðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, hafi undirritað samkomulagið í sól og blíðu utan við hjúkrunarheimilið Hamra við Langatanga. Áætlað sé að nýja heimilið verði reist sem tengibygging við Hamra. „Það gleður mig að sjá mikilvæga uppbyggingu hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ verða að veruleika. Á landsvísu er brýn þörf fyrir fleiri hjúkrunarrými og með þessum áfanga stígum við raunveruleg skref í rétta átt. Uppbygging hjúkrunarheimila er nú hafin af festu hér á landi og framtíðarsýnin er skýr,“ er haft eftir Ingu. Skaffa lóðina „Ég er mjög ánægð með þetta nýja samkomulag um fjölgun hjúkrunarrýma og þann samning sem við vorum að undirrita. Viðbyggingin er staðsett á einstaklega fallegri lóð og hér vonum við að íbúar fá notið gæðaþjónustu,“ er haft eftir Regínu. Mosfellsbær muni útvega ríkinu lóðina og á næstunni verði auglýst eftir uppbyggingaraðila, sem muni sjá um eignarhald og framkvæmdir gegn langtímaleigusamningi við ríkið. Miðað sé við að framkvæmdir hefjist árið 2026 þannig að taka megi hjúkrunarrýmin í notkun árið 2028. Öll herbergin verði einbýli með baðherbergi. Hlynur mun vaxa með byggingunni Loks segir að að lokinni undirritun samningsins hafi ráðherra og bæjarstjóri gróðursett broddhlyn, sem muni vaxa samhliða uppbyggingunni á framkvæmdasvæðinu við Hamra. Gróðursæll reitur verði við hjúkrunarheimilið. Hlynurinn er litríkur.Helga Dögg Reynisdóttir Í máli bæjarstjóra hafi komið fram að hlynurinn hefði verið valinn því hann væri litríkur, líkt og Inga, auk þess sem hann væri harðgerður og yxi hratt í rétta jarðveginum.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Eldri borgarar Mosfellsbær Heilbrigðismál Húsnæðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira