„Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júlí 2025 11:53 Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. vísir/samsett Málþóf um veiðigjaldafrumvarpið er komið út fyrir öll mörk, segir prófessor við Háskólann á Akureyri, sem tengir óánægju með stjórnarandstöðuna við stöðuna á Alþingi. Það yrði heiftarlegt áfall fyrir ríkisstjórnina ef ekki tekst að afgreiða veiðigjaldafrumvarpið. Rætt var um veiðigjöld á Alþingi til klukkan hálf þrjú í nótt og umræða hófst um málið að nýju í morgun. Alls hefur málið verið rætt í yfir hundrað klukkustundir og er umræðan orðin sú þriðja lengsta frá því að Alþingi var sameinað í eina málstofu fyrir þrjátíu og fjórum árum, á eftir Icesave og þriðja orkupakkanum. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu mælist ekki mikil ánægja með frammistöðu stjórnarandstöðunnar. Um tveir þriðju sverenda, eða á bilinu 62 til 64 prósent, telja Sjálfstæðisflokkinn, Miðflokkinn og Framsókn hafa staðið sig illa. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, telur nærtækast að tengja óánægjuna við það sem hann lýsir sem málþóf á Alþingi. „Það verður ekki séð að það sé neitt sérstakt annað sem ætti að hafa komið til sem hefur áhrif á þessa skoðun kjósenda. Þetta er ansi hátt hlutfall sem finnst stjórnarandstaðan hafa staðið sig illa.“ Í síðustu viku birti Maskína könnun sem benti einmitt til þess að svarendum mislíkaði málþóf. Um sextíu prósent sögðust vilja að þingið tæki upp reglur sem komi í veg fyrir það. „Ég held að það sé alveg vert að skoða hvort það sé hægt að taka upp skýrara regluverk sem takmarkar svona lagað. Þetta er komið út fyrir öll mörk,“ segir Grétar. Hann bendir á að í þingskaparlögum sé þó heimild til þess að takmarka ræðutíma en þeirri grein hefur ekki verið beitt í yfir sextíu ár. Grétar segir skiljanlegt að ekki sé gripið til slíkra örþrifaráða fyrr en allt um þrýtur. Hann telur þó ekki útilokað að það verði gert nú ef ekki fer að nást samkomulag um þinglok. „Það gæti auðvitað þýtt að andrúmsloftið yrði mjög rafmagnað næsta vetur og í framhaldinu ef það yrði gert núna, ég held að það megi alveg búast við því. Svo má ekki gleyma því að þau sem eru í stjórn núna gætu verið í stjórnarandstöðu síðar.“ Heiftarlegt áfall Stjórnarþingmenn hafa ítrekað lýst því yfir að veiðigjaldafrumvarpið verði afgreitt á vorþingi og Grétar telur ekkert annað í stöðunni fyrir ríkisstjórnina. „Ég held að það yrði heiftarlegt áfall fyrir ríkisstjórnina ef hún gerði það ekki. Þannig ég held að þau freisti þess til hins ítrasta að ná þessu fram þó þau kannski gefi eitthvað annað eftir,“ segir Grétar Þór. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Rætt var um veiðigjöld á Alþingi til klukkan hálf þrjú í nótt og umræða hófst um málið að nýju í morgun. Alls hefur málið verið rætt í yfir hundrað klukkustundir og er umræðan orðin sú þriðja lengsta frá því að Alþingi var sameinað í eina málstofu fyrir þrjátíu og fjórum árum, á eftir Icesave og þriðja orkupakkanum. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu mælist ekki mikil ánægja með frammistöðu stjórnarandstöðunnar. Um tveir þriðju sverenda, eða á bilinu 62 til 64 prósent, telja Sjálfstæðisflokkinn, Miðflokkinn og Framsókn hafa staðið sig illa. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, telur nærtækast að tengja óánægjuna við það sem hann lýsir sem málþóf á Alþingi. „Það verður ekki séð að það sé neitt sérstakt annað sem ætti að hafa komið til sem hefur áhrif á þessa skoðun kjósenda. Þetta er ansi hátt hlutfall sem finnst stjórnarandstaðan hafa staðið sig illa.“ Í síðustu viku birti Maskína könnun sem benti einmitt til þess að svarendum mislíkaði málþóf. Um sextíu prósent sögðust vilja að þingið tæki upp reglur sem komi í veg fyrir það. „Ég held að það sé alveg vert að skoða hvort það sé hægt að taka upp skýrara regluverk sem takmarkar svona lagað. Þetta er komið út fyrir öll mörk,“ segir Grétar. Hann bendir á að í þingskaparlögum sé þó heimild til þess að takmarka ræðutíma en þeirri grein hefur ekki verið beitt í yfir sextíu ár. Grétar segir skiljanlegt að ekki sé gripið til slíkra örþrifaráða fyrr en allt um þrýtur. Hann telur þó ekki útilokað að það verði gert nú ef ekki fer að nást samkomulag um þinglok. „Það gæti auðvitað þýtt að andrúmsloftið yrði mjög rafmagnað næsta vetur og í framhaldinu ef það yrði gert núna, ég held að það megi alveg búast við því. Svo má ekki gleyma því að þau sem eru í stjórn núna gætu verið í stjórnarandstöðu síðar.“ Heiftarlegt áfall Stjórnarþingmenn hafa ítrekað lýst því yfir að veiðigjaldafrumvarpið verði afgreitt á vorþingi og Grétar telur ekkert annað í stöðunni fyrir ríkisstjórnina. „Ég held að það yrði heiftarlegt áfall fyrir ríkisstjórnina ef hún gerði það ekki. Þannig ég held að þau freisti þess til hins ítrasta að ná þessu fram þó þau kannski gefi eitthvað annað eftir,“ segir Grétar Þór.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira