„Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júlí 2025 11:53 Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. vísir/samsett Málþóf um veiðigjaldafrumvarpið er komið út fyrir öll mörk, segir prófessor við Háskólann á Akureyri, sem tengir óánægju með stjórnarandstöðuna við stöðuna á Alþingi. Það yrði heiftarlegt áfall fyrir ríkisstjórnina ef ekki tekst að afgreiða veiðigjaldafrumvarpið. Rætt var um veiðigjöld á Alþingi til klukkan hálf þrjú í nótt og umræða hófst um málið að nýju í morgun. Alls hefur málið verið rætt í yfir hundrað klukkustundir og er umræðan orðin sú þriðja lengsta frá því að Alþingi var sameinað í eina málstofu fyrir þrjátíu og fjórum árum, á eftir Icesave og þriðja orkupakkanum. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu mælist ekki mikil ánægja með frammistöðu stjórnarandstöðunnar. Um tveir þriðju sverenda, eða á bilinu 62 til 64 prósent, telja Sjálfstæðisflokkinn, Miðflokkinn og Framsókn hafa staðið sig illa. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, telur nærtækast að tengja óánægjuna við það sem hann lýsir sem málþóf á Alþingi. „Það verður ekki séð að það sé neitt sérstakt annað sem ætti að hafa komið til sem hefur áhrif á þessa skoðun kjósenda. Þetta er ansi hátt hlutfall sem finnst stjórnarandstaðan hafa staðið sig illa.“ Í síðustu viku birti Maskína könnun sem benti einmitt til þess að svarendum mislíkaði málþóf. Um sextíu prósent sögðust vilja að þingið tæki upp reglur sem komi í veg fyrir það. „Ég held að það sé alveg vert að skoða hvort það sé hægt að taka upp skýrara regluverk sem takmarkar svona lagað. Þetta er komið út fyrir öll mörk,“ segir Grétar. Hann bendir á að í þingskaparlögum sé þó heimild til þess að takmarka ræðutíma en þeirri grein hefur ekki verið beitt í yfir sextíu ár. Grétar segir skiljanlegt að ekki sé gripið til slíkra örþrifaráða fyrr en allt um þrýtur. Hann telur þó ekki útilokað að það verði gert nú ef ekki fer að nást samkomulag um þinglok. „Það gæti auðvitað þýtt að andrúmsloftið yrði mjög rafmagnað næsta vetur og í framhaldinu ef það yrði gert núna, ég held að það megi alveg búast við því. Svo má ekki gleyma því að þau sem eru í stjórn núna gætu verið í stjórnarandstöðu síðar.“ Heiftarlegt áfall Stjórnarþingmenn hafa ítrekað lýst því yfir að veiðigjaldafrumvarpið verði afgreitt á vorþingi og Grétar telur ekkert annað í stöðunni fyrir ríkisstjórnina. „Ég held að það yrði heiftarlegt áfall fyrir ríkisstjórnina ef hún gerði það ekki. Þannig ég held að þau freisti þess til hins ítrasta að ná þessu fram þó þau kannski gefi eitthvað annað eftir,“ segir Grétar Þór. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Rætt var um veiðigjöld á Alþingi til klukkan hálf þrjú í nótt og umræða hófst um málið að nýju í morgun. Alls hefur málið verið rætt í yfir hundrað klukkustundir og er umræðan orðin sú þriðja lengsta frá því að Alþingi var sameinað í eina málstofu fyrir þrjátíu og fjórum árum, á eftir Icesave og þriðja orkupakkanum. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu mælist ekki mikil ánægja með frammistöðu stjórnarandstöðunnar. Um tveir þriðju sverenda, eða á bilinu 62 til 64 prósent, telja Sjálfstæðisflokkinn, Miðflokkinn og Framsókn hafa staðið sig illa. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, telur nærtækast að tengja óánægjuna við það sem hann lýsir sem málþóf á Alþingi. „Það verður ekki séð að það sé neitt sérstakt annað sem ætti að hafa komið til sem hefur áhrif á þessa skoðun kjósenda. Þetta er ansi hátt hlutfall sem finnst stjórnarandstaðan hafa staðið sig illa.“ Í síðustu viku birti Maskína könnun sem benti einmitt til þess að svarendum mislíkaði málþóf. Um sextíu prósent sögðust vilja að þingið tæki upp reglur sem komi í veg fyrir það. „Ég held að það sé alveg vert að skoða hvort það sé hægt að taka upp skýrara regluverk sem takmarkar svona lagað. Þetta er komið út fyrir öll mörk,“ segir Grétar. Hann bendir á að í þingskaparlögum sé þó heimild til þess að takmarka ræðutíma en þeirri grein hefur ekki verið beitt í yfir sextíu ár. Grétar segir skiljanlegt að ekki sé gripið til slíkra örþrifaráða fyrr en allt um þrýtur. Hann telur þó ekki útilokað að það verði gert nú ef ekki fer að nást samkomulag um þinglok. „Það gæti auðvitað þýtt að andrúmsloftið yrði mjög rafmagnað næsta vetur og í framhaldinu ef það yrði gert núna, ég held að það megi alveg búast við því. Svo má ekki gleyma því að þau sem eru í stjórn núna gætu verið í stjórnarandstöðu síðar.“ Heiftarlegt áfall Stjórnarþingmenn hafa ítrekað lýst því yfir að veiðigjaldafrumvarpið verði afgreitt á vorþingi og Grétar telur ekkert annað í stöðunni fyrir ríkisstjórnina. „Ég held að það yrði heiftarlegt áfall fyrir ríkisstjórnina ef hún gerði það ekki. Þannig ég held að þau freisti þess til hins ítrasta að ná þessu fram þó þau kannski gefi eitthvað annað eftir,“ segir Grétar Þór.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?