Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2025 11:01 Ísland lék tíunda leikinn í röð án sigurs þegar liðið tapaði gegn Frökkum í byrjun júní. Glódís Perla fyrirliði var með en missti af landsleikjum og leikjum með Bayern í vor vegna beinmars í lærbeini, við hnéð. vísir/Anton Nú eru aðeins tveir dagar í að Ísland hefji keppni á EM kvenna í fótbolta. Væntingar manna varðandi árangur á mótinu eru eflaust misjafnar en fyrir þá svartsýnu eru hér ástæður sem gætu valdið því að Ísland komist ekki upp úr sínum riðli. Stelpurnar okkar eru í riðli með Finnum, heimakonum í Sviss og Norðmönnum. Þær eru sjálfar með skýrt markmið um að verða annað tveggja liða sem komast upp úr þessum riðli og spila í 8-liða úrslitum við lið úr B-riðli (Spánn, Portúgal, Ítalía eða belgíska sveitin hennar Elísabetar Gunnarsdóttur). Ísland byrjar á leik við Finnland á miðvikudag, mætir svo Sviss á sunnudaginn og Noregi 10. júlí. Ef gamanið endar þann dag þá gætu þetta verið ástæðurnar: Þær léku tíu leiki í röð án sigurs. Já, þó að sigurinn gegn Serbum á föstudaginn hafi vissulega verið kærkominn þá kom hann gegn liði sem náði ekki inn á EM og er í 22. sæti á styrkleikalista Evrópu. Áður hafði Ísland spilað tíu leiki í röð án sigurs; gert fimm jafntefli en tapað fimm. Það hlýtur að hafa áhrif á sjálfstraustið og gæti látið leikmenn gleyma öllu því góða sem skilaði sigrunum frábæru gegn stórliði Þýskalands, Austurríki og Póllandi í fyrra, þegar liðið tryggði sig með stæl inn á EM. Of háðar Karólínu og Sveindísi. Þó að það megi færa rök fyrir því að Glódís Perla sé besti leikmaður liðsins þá er hún ekki endilega mikilvægust. Breiddin er frábær þegar kemur að miðvörðum í íslenska hópnum en fram á við snýst allt um að Karólína teikni eitthvað upp, sem hún er stórkostleg í að gera, eða Sveindís nýti hraðann sinn. Þrír leikir á níu dögum fram undan og mikið álag á þessar tvær sem fengu eiginlega aldrei að spila 90 mínútna leiki með sínum liðum í Þýskalandi í vetur. Staðan á Glódísi. Besti leikmaður liðsins meiddist í vetur, í fyrsta sinn á ferlinum. Píndi sig á verkjalyfjum í gegnum lykilleiki með Bayern en varð á endanum að hvíla sig og missti til að mynda af leikjum við Noreg og Sviss í apríl. Hún er vissulega byrjuð að spila aftur, búin að taka fullan þátt í síðustu landsleikjum en skoraði sjálfsmark gegn Noregi og leit ekki vel út í markinu sem Serbar skoruðu á föstudaginn. Ísland hefur einu sinni unnið leik á EM. Hvaða kröfur er hægt að gera til liðs sem að hefur samtals unnið einn leik á fjórum Evrópumótum? Þó að Ísland hafi verið fastagestur á EM frá og með 2009 hefur liðið nefnilega bara einu sinni fagnað sigri, 1-0 gegn Hollandi árið 2013 með marki Dagnýjar Brynjarsdóttur. Það er sömuleiðis eina skiptið þar sem Ísland hefur komist upp úr sínum riðli og í 8-liða úrslit. Hitinn hentar öllum öðrum betur. Það er ógeðslega heitt hér í Thun þessa dagana. Fólk er beinlínis varað við hitanum sem spáð er að verði yfir þrjátíu gráðum á fyrsta leikdegi. Heimakonur í Sviss hljóta að þekkja það að spila við svona aðstæður, og þó að Noregur og Finnland séu engin hitabeltislönd þá sker Ísland sig úr sem land sem bókstaflega þekkir ekki hitabylgjur. Fimm dagar í Serbíu hjálpa kannski til en stelpurnar okkar gætu átt erfitt með að fóta sig þegar tuttugu gráðum er bætt ofan á sumarhitann sem þær ólust upp við. Á morgun málum við myndina svo bjartari litum og færum rök fyrir því að Ísland falli alls ekki úr keppni 10. júlí. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir Stelpurnar okkar mættar í paradísina Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta ferðaðist í gær frá Serbíu til Sviss þar sem þær spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni á miðvikudagskvöldið. 29. júní 2025 09:03 54 prósent líkur á að stelpurnar okkar komist í átta liða úrslitin á EM Opta tölfræðiþjónustan hefur nú reiknað sigurlíkur liðanna á Evrópumóti kvenna í fótbolta en mótið hefst í næstu viku. 28. júní 2025 13:00 Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Sjá meira
Stelpurnar okkar eru í riðli með Finnum, heimakonum í Sviss og Norðmönnum. Þær eru sjálfar með skýrt markmið um að verða annað tveggja liða sem komast upp úr þessum riðli og spila í 8-liða úrslitum við lið úr B-riðli (Spánn, Portúgal, Ítalía eða belgíska sveitin hennar Elísabetar Gunnarsdóttur). Ísland byrjar á leik við Finnland á miðvikudag, mætir svo Sviss á sunnudaginn og Noregi 10. júlí. Ef gamanið endar þann dag þá gætu þetta verið ástæðurnar: Þær léku tíu leiki í röð án sigurs. Já, þó að sigurinn gegn Serbum á föstudaginn hafi vissulega verið kærkominn þá kom hann gegn liði sem náði ekki inn á EM og er í 22. sæti á styrkleikalista Evrópu. Áður hafði Ísland spilað tíu leiki í röð án sigurs; gert fimm jafntefli en tapað fimm. Það hlýtur að hafa áhrif á sjálfstraustið og gæti látið leikmenn gleyma öllu því góða sem skilaði sigrunum frábæru gegn stórliði Þýskalands, Austurríki og Póllandi í fyrra, þegar liðið tryggði sig með stæl inn á EM. Of háðar Karólínu og Sveindísi. Þó að það megi færa rök fyrir því að Glódís Perla sé besti leikmaður liðsins þá er hún ekki endilega mikilvægust. Breiddin er frábær þegar kemur að miðvörðum í íslenska hópnum en fram á við snýst allt um að Karólína teikni eitthvað upp, sem hún er stórkostleg í að gera, eða Sveindís nýti hraðann sinn. Þrír leikir á níu dögum fram undan og mikið álag á þessar tvær sem fengu eiginlega aldrei að spila 90 mínútna leiki með sínum liðum í Þýskalandi í vetur. Staðan á Glódísi. Besti leikmaður liðsins meiddist í vetur, í fyrsta sinn á ferlinum. Píndi sig á verkjalyfjum í gegnum lykilleiki með Bayern en varð á endanum að hvíla sig og missti til að mynda af leikjum við Noreg og Sviss í apríl. Hún er vissulega byrjuð að spila aftur, búin að taka fullan þátt í síðustu landsleikjum en skoraði sjálfsmark gegn Noregi og leit ekki vel út í markinu sem Serbar skoruðu á föstudaginn. Ísland hefur einu sinni unnið leik á EM. Hvaða kröfur er hægt að gera til liðs sem að hefur samtals unnið einn leik á fjórum Evrópumótum? Þó að Ísland hafi verið fastagestur á EM frá og með 2009 hefur liðið nefnilega bara einu sinni fagnað sigri, 1-0 gegn Hollandi árið 2013 með marki Dagnýjar Brynjarsdóttur. Það er sömuleiðis eina skiptið þar sem Ísland hefur komist upp úr sínum riðli og í 8-liða úrslit. Hitinn hentar öllum öðrum betur. Það er ógeðslega heitt hér í Thun þessa dagana. Fólk er beinlínis varað við hitanum sem spáð er að verði yfir þrjátíu gráðum á fyrsta leikdegi. Heimakonur í Sviss hljóta að þekkja það að spila við svona aðstæður, og þó að Noregur og Finnland séu engin hitabeltislönd þá sker Ísland sig úr sem land sem bókstaflega þekkir ekki hitabylgjur. Fimm dagar í Serbíu hjálpa kannski til en stelpurnar okkar gætu átt erfitt með að fóta sig þegar tuttugu gráðum er bætt ofan á sumarhitann sem þær ólust upp við. Á morgun málum við myndina svo bjartari litum og færum rök fyrir því að Ísland falli alls ekki úr keppni 10. júlí.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir Stelpurnar okkar mættar í paradísina Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta ferðaðist í gær frá Serbíu til Sviss þar sem þær spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni á miðvikudagskvöldið. 29. júní 2025 09:03 54 prósent líkur á að stelpurnar okkar komist í átta liða úrslitin á EM Opta tölfræðiþjónustan hefur nú reiknað sigurlíkur liðanna á Evrópumóti kvenna í fótbolta en mótið hefst í næstu viku. 28. júní 2025 13:00 Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Sjá meira
Stelpurnar okkar mættar í paradísina Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta ferðaðist í gær frá Serbíu til Sviss þar sem þær spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni á miðvikudagskvöldið. 29. júní 2025 09:03
54 prósent líkur á að stelpurnar okkar komist í átta liða úrslitin á EM Opta tölfræðiþjónustan hefur nú reiknað sigurlíkur liðanna á Evrópumóti kvenna í fótbolta en mótið hefst í næstu viku. 28. júní 2025 13:00
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn