„Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. júní 2025 16:52 Stefán Hrafn Jónsson er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Kristinn Ingvarsson Prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir margar skoðanakannanir ágætar en samt sem áður sé auðvelt að gera mistök við framkvæmd þeirra. Málið snúist um hversu nákvæmt svar rannsakendurnir vilji. Skoðanakannanir birtast oft á fjölmiðlum og segja til um allt frá fylgi stjórnmálaflokka til hver uppáhalds jólasveinn landsmanna sé. Eflaust eru einhverjir sem velta fyrir sér hversu áreiðanlegar kannanirnar séu í raun. „Þær eru í grunninn alveg ágætar,“ segir Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. „Það eru tvær leiðir til að fá villu. Hvort þeir sem svara endurspegli þjóðina og hvort hún mæli það sem hún á að mæla. Það eru feykilega mörg tækifæri til að klúðra þessum þáttum.“ Það vakti athygli blaðamanns að í könnun framkvæmdri af Gallup sem fjallað var um á Viðskiptablaðinu voru einungis 399 manns sem svöruðu spurningu um veiðigjöld. Stefán Hrafn segir að ekki sé til nákvæm tala fyrir hversu marga þarf að spyrja til að niðurstaðan endurspegli skoðanir íslensku þjóðarinnar. „Það er ekki til ein tala, það fer eftir því hversu nákvæmt svarið er en mér finnst miklu stærri spurning hvernig voru þessir fjögur hundruð manns valdir,“ segir hann. Stefán Hrafn tekur sem dæmi kannanir framkvæmdar á vefsíðu Bylgjunnar en þar velja þeir sem sjá könnunina sjálfir hvort þeir taki þátt eða ekki. „Þar eru einstaklingar sem eru viljugir og hlusta á Bylgjunna og það er ekki víst að þeir endurspegli alla Íslendinga.“ Fer eftir hversu mikla óvissu fólk sættir sig við Málið snúist um hversu nákvæm svör sá sem rannsakar vill fá. „Það er almennt í þessum bransa þá setur þú fram niðurstöður með 95 prósent vissu. Algengast er að fjölmiðlar birti bara prósentuna, fimmtíu prósent en ekki 45 til 55 prósent með 95 prósenta vissu. Það fer ekki eins vel í lesendur þessi óvissa en allar kannanir eru með einhverja óvissu,“ segir Stefán Hrafn. Hann tekur sem dæmi að ef fjögur hundruð manns taki þátt í könnun og helmingur þeirra segist ósammála en hinn helmingurinn sammála sé skoðun Íslendinga á bilinu 45 til 55 prósent. „Skiptir það máli hvort það sé 45 eða 55 prósent? Jú þetta er sitthvoru megin við helming og við viljum vita hvort þetta sé helmingur þjóðarinnar.“ Hins vegar ef að fjögur þúsund manns taki þátt minnkar bilið niður í 48,4 til 51,5 prósent. „Til að svara hversu marga þarf til að lýsa ákveðnum hóp svara ég oft; hversu mikla óvissu sættir þú þig við?“ Fólk vandi sig við framkvæmdina Stefán Hrafn tekur einnig fram að oft eru framkvæmdar athuganir innanhúss hjá fyrirtækum sem framkvæma skoðanakannanir til að athuga hversu áreiðanlegar þær eru. „En það er ekki oft sem það eru birtar fréttir um það. Þær tæknilegu aðferðir eru svo leiðinlegar, þær eru ekkert til að bæta í fréttirnar,“ segir Stefán. „Fólk vandar sig á bak við og afhendir svo vöru og þannig byggir þú upp traust og orðspor.“ Erfiðara að fá fólk til að taka þátt Stefán Hrafn segir það sífellt erfiðara að fá nógu hátt svarhlutfall í skoðanakönnunum. „Það hefur verið erfiðara að fá gott svarhlutfall. Fólk er orðið svo þreytt á skoðanakönnunum,“ segir hann. „Unga fólkið skráir oft ekki símanúmerið sitt svo segjum að þú sért með 25 ára karlmann í úrtakinu gæti verið engin leið að finna hann af því hann skráir ekki símanúmerið sitt.“ Að auki eru oft margir sem svari ekki símanum þrátt fyrir ítrekuð símtöl. Skoðanakannanir Vísindi Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Skoðanakannanir birtast oft á fjölmiðlum og segja til um allt frá fylgi stjórnmálaflokka til hver uppáhalds jólasveinn landsmanna sé. Eflaust eru einhverjir sem velta fyrir sér hversu áreiðanlegar kannanirnar séu í raun. „Þær eru í grunninn alveg ágætar,“ segir Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. „Það eru tvær leiðir til að fá villu. Hvort þeir sem svara endurspegli þjóðina og hvort hún mæli það sem hún á að mæla. Það eru feykilega mörg tækifæri til að klúðra þessum þáttum.“ Það vakti athygli blaðamanns að í könnun framkvæmdri af Gallup sem fjallað var um á Viðskiptablaðinu voru einungis 399 manns sem svöruðu spurningu um veiðigjöld. Stefán Hrafn segir að ekki sé til nákvæm tala fyrir hversu marga þarf að spyrja til að niðurstaðan endurspegli skoðanir íslensku þjóðarinnar. „Það er ekki til ein tala, það fer eftir því hversu nákvæmt svarið er en mér finnst miklu stærri spurning hvernig voru þessir fjögur hundruð manns valdir,“ segir hann. Stefán Hrafn tekur sem dæmi kannanir framkvæmdar á vefsíðu Bylgjunnar en þar velja þeir sem sjá könnunina sjálfir hvort þeir taki þátt eða ekki. „Þar eru einstaklingar sem eru viljugir og hlusta á Bylgjunna og það er ekki víst að þeir endurspegli alla Íslendinga.“ Fer eftir hversu mikla óvissu fólk sættir sig við Málið snúist um hversu nákvæm svör sá sem rannsakar vill fá. „Það er almennt í þessum bransa þá setur þú fram niðurstöður með 95 prósent vissu. Algengast er að fjölmiðlar birti bara prósentuna, fimmtíu prósent en ekki 45 til 55 prósent með 95 prósenta vissu. Það fer ekki eins vel í lesendur þessi óvissa en allar kannanir eru með einhverja óvissu,“ segir Stefán Hrafn. Hann tekur sem dæmi að ef fjögur hundruð manns taki þátt í könnun og helmingur þeirra segist ósammála en hinn helmingurinn sammála sé skoðun Íslendinga á bilinu 45 til 55 prósent. „Skiptir það máli hvort það sé 45 eða 55 prósent? Jú þetta er sitthvoru megin við helming og við viljum vita hvort þetta sé helmingur þjóðarinnar.“ Hins vegar ef að fjögur þúsund manns taki þátt minnkar bilið niður í 48,4 til 51,5 prósent. „Til að svara hversu marga þarf til að lýsa ákveðnum hóp svara ég oft; hversu mikla óvissu sættir þú þig við?“ Fólk vandi sig við framkvæmdina Stefán Hrafn tekur einnig fram að oft eru framkvæmdar athuganir innanhúss hjá fyrirtækum sem framkvæma skoðanakannanir til að athuga hversu áreiðanlegar þær eru. „En það er ekki oft sem það eru birtar fréttir um það. Þær tæknilegu aðferðir eru svo leiðinlegar, þær eru ekkert til að bæta í fréttirnar,“ segir Stefán. „Fólk vandar sig á bak við og afhendir svo vöru og þannig byggir þú upp traust og orðspor.“ Erfiðara að fá fólk til að taka þátt Stefán Hrafn segir það sífellt erfiðara að fá nógu hátt svarhlutfall í skoðanakönnunum. „Það hefur verið erfiðara að fá gott svarhlutfall. Fólk er orðið svo þreytt á skoðanakönnunum,“ segir hann. „Unga fólkið skráir oft ekki símanúmerið sitt svo segjum að þú sért með 25 ára karlmann í úrtakinu gæti verið engin leið að finna hann af því hann skráir ekki símanúmerið sitt.“ Að auki eru oft margir sem svari ekki símanum þrátt fyrir ítrekuð símtöl.
Skoðanakannanir Vísindi Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira