Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2024 09:29 Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu. Vísir Framkvæmdastjóri markaðsrannsóknafyrirtækisins Maskínu segist ekki sammála því að skoðanakannanir séu ónákvæmar. Könnunum sé ekki ætlað að vera spá um úrslit kosninga heldur að mæla stöðuna á hverjum tíma. Vinsælt hefur verið að gagnrýna skoðanakannanir í kjölfar nokkuð óvæntra kosningaúrslita beggja vegna Atlantsála undanfarin ár, þar á meðal í þjóðaratkvæðagreiðslunni um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, segir að óvissa um kosningaúrslit sé alltaf mest þegar mjótt sé á munum. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagðist hún ósammála fullyrðingum um að skoðanakannanir væru ekki nákvæmar. Nefndi hún sem dæmi að fyrir forsetakosningarnar í sumar hafi að meðaltali munað 1,7 prósentustigi á atkvæðum frambjóðenda og fylgi í síðustu könnun Maskínu. Fyrir síðustu alþingiskosningar hafi munurinn verið 1,6 prósentustig. Fólk þurfi að átta sig á að skoðanakannanir séu ekki spá um úrslit kosninga heldur fyrst og fremst mæling á punktstöðu. „Könnunin sem við birtum á fimmtudaginn, það er ekki það sem mun koma upp úr kjörkössunum 30. nóvember. Fólk verður að átta sig á þessu. Það er engin spá um það,“ sagði Þóra. Á miðju kjörtímabili geti alls konar flokkar þannig mælst stórir og það endurspegli óánægjufylgi á þeim tima. „Píratar fóru einu sinni í þrjátíu prósent. Þeir hafa auðvitað aldrei fengið það upp úr kjörkössunum,“ sagði framkvæmdastjórinn. Kannanir hluti af upplýsingasamfélaginu Þóra gaf lítið fyrir tal spekúlanta sem efuðust um gildi skoðanakannana. Þær væru einfaldlega hluti af nútímaupplýsingasamfélagi. Einnig vísaði hún á bug gagnrýni á að skoðanakannanir væru sjálfar skoðanamyndandi. „Það eru ekki til margar rannsóknir sem styðja það.“ Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Bítið Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Vinsælt hefur verið að gagnrýna skoðanakannanir í kjölfar nokkuð óvæntra kosningaúrslita beggja vegna Atlantsála undanfarin ár, þar á meðal í þjóðaratkvæðagreiðslunni um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, segir að óvissa um kosningaúrslit sé alltaf mest þegar mjótt sé á munum. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagðist hún ósammála fullyrðingum um að skoðanakannanir væru ekki nákvæmar. Nefndi hún sem dæmi að fyrir forsetakosningarnar í sumar hafi að meðaltali munað 1,7 prósentustigi á atkvæðum frambjóðenda og fylgi í síðustu könnun Maskínu. Fyrir síðustu alþingiskosningar hafi munurinn verið 1,6 prósentustig. Fólk þurfi að átta sig á að skoðanakannanir séu ekki spá um úrslit kosninga heldur fyrst og fremst mæling á punktstöðu. „Könnunin sem við birtum á fimmtudaginn, það er ekki það sem mun koma upp úr kjörkössunum 30. nóvember. Fólk verður að átta sig á þessu. Það er engin spá um það,“ sagði Þóra. Á miðju kjörtímabili geti alls konar flokkar þannig mælst stórir og það endurspegli óánægjufylgi á þeim tima. „Píratar fóru einu sinni í þrjátíu prósent. Þeir hafa auðvitað aldrei fengið það upp úr kjörkössunum,“ sagði framkvæmdastjórinn. Kannanir hluti af upplýsingasamfélaginu Þóra gaf lítið fyrir tal spekúlanta sem efuðust um gildi skoðanakannana. Þær væru einfaldlega hluti af nútímaupplýsingasamfélagi. Einnig vísaði hún á bug gagnrýni á að skoðanakannanir væru sjálfar skoðanamyndandi. „Það eru ekki til margar rannsóknir sem styðja það.“
Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Bítið Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira