Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. júní 2025 12:19 Marius Borg Høiby er í klandri. EPA/VEGARD WIVESTAD GROTT Sonur norsku krónprinsessunnar er grunaður um nauðganir, ofbeldi og líkamsárásir auk fjölda annarra brota. Málið fer nú til ríkissaksóknara en konungsfjölskyldan hefur ekki viljað tjá sig um málið Marius Borg Høiby er sonur Mette-Marit, norsku krónprinsessunnar, úr fyrra sambandi og þar af leiðandi stjúpsonur Hákonar krónprins af Noregi. Á blaðamannafundi lögreglu í dag greindi lögfræðingur lögreglu frá öllum brotum Høiby sem hann er grunaður um. Høiby hefur áður verið sakaður um tvær nauðganir en nú er hann grunaður um mun fleiri brot. Rannsókn lögreglu er lokið en er málið nú á borði ríkissaksóknara. Hann er nú grunaður um eina nauðgun þar sem samfarir áttu sér stað og tvær nauðganir án samfara. Þá er hann talinn hafa fjórum sinnum hagað sér á óviðeigandi kynferðislegan hátt, beitt ofbeldi í nánu sambandi, framið tvær líkamsárásir og skemmdarverk. Høiby er einnig grunaður um að hafa brotið fimm sinnum gegn nálgunarbanni, fimm umferðarlagabrot og fyrir að hafa áreitt lögreglu. Samkvæmt umfjöllun NRK eru fórnarlömbin í málinu á milli fimmtán og tuttugu manns. Þeirra á meðal eru fyrrverandi kærustur Høiby. Málið er nú komið á borð ríkissaksóknara í Osló. Ríkissaksóknari tekur síðan ákvörðun hvort Høiby verði kærður í málunum. Hann hefur neitað sök í flestum málunum en játar að hafa framkvæmt eignaspjöll og beitt konu ofbeldi á meðan hann var undir áhrif áfengis og kókaíns. Hann hefur verið yfirheyrður fjórtán sinnum af lögreglu. „Hann tekur þessu mjög alvarlega og hefur unnið vel með lögreglunni,“ segir Petar Sekulic, einn lögmanna Høiby. Í ágúst var Høiby handtekinn þrisvar sinnum, fyrir ýmis konar brot, þar á meðal grunaður um nauðgun og ofbeldi gegn konu. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í nóvember vegna rannsóknar á ofbeldisbrotum sem hann á að hafa framið. Nokkur mál felld niður Ákveðið hefur verið að ákæra ekki í nokkrum málum, þar á meðal máli Julianne Snekkestad, fyrirsætu og fyrrverandi kærustu Høiby. Það sé vegna þess að ekki liggi fyrir næg sönnunargögn. Þá segir Helga Salomon, lögfræðingur fjögurra fórnarlambanna, að mál þriggja þeirra voru felld niður. Þar á meðal eru tvær nauðganir og óviðeigandi kynferðisleg hegðun. Eitt þeirra ætlar að áfrýja ákvörðuninni. Málin voru felld niður annars vegar vegna fyrningar og hins vegar vegna skorts á sönnunargögnum. Mikill fjöldi hefur verið yfirheyrður í tengslum við málið en enginn úr konungsfjölskyldunni. „Málið er í farvegi í dómskerfinu og fylgir venjulegum verklagsreglum. Við höfum engu við að bæta,“ segir í yfirlýsingu konungsfjölskyldunnar. Mál Mariusar Borg Høiby Noregur Kóngafólk Erlend sakamál Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Marius Borg Høiby er sonur Mette-Marit, norsku krónprinsessunnar, úr fyrra sambandi og þar af leiðandi stjúpsonur Hákonar krónprins af Noregi. Á blaðamannafundi lögreglu í dag greindi lögfræðingur lögreglu frá öllum brotum Høiby sem hann er grunaður um. Høiby hefur áður verið sakaður um tvær nauðganir en nú er hann grunaður um mun fleiri brot. Rannsókn lögreglu er lokið en er málið nú á borði ríkissaksóknara. Hann er nú grunaður um eina nauðgun þar sem samfarir áttu sér stað og tvær nauðganir án samfara. Þá er hann talinn hafa fjórum sinnum hagað sér á óviðeigandi kynferðislegan hátt, beitt ofbeldi í nánu sambandi, framið tvær líkamsárásir og skemmdarverk. Høiby er einnig grunaður um að hafa brotið fimm sinnum gegn nálgunarbanni, fimm umferðarlagabrot og fyrir að hafa áreitt lögreglu. Samkvæmt umfjöllun NRK eru fórnarlömbin í málinu á milli fimmtán og tuttugu manns. Þeirra á meðal eru fyrrverandi kærustur Høiby. Málið er nú komið á borð ríkissaksóknara í Osló. Ríkissaksóknari tekur síðan ákvörðun hvort Høiby verði kærður í málunum. Hann hefur neitað sök í flestum málunum en játar að hafa framkvæmt eignaspjöll og beitt konu ofbeldi á meðan hann var undir áhrif áfengis og kókaíns. Hann hefur verið yfirheyrður fjórtán sinnum af lögreglu. „Hann tekur þessu mjög alvarlega og hefur unnið vel með lögreglunni,“ segir Petar Sekulic, einn lögmanna Høiby. Í ágúst var Høiby handtekinn þrisvar sinnum, fyrir ýmis konar brot, þar á meðal grunaður um nauðgun og ofbeldi gegn konu. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í nóvember vegna rannsóknar á ofbeldisbrotum sem hann á að hafa framið. Nokkur mál felld niður Ákveðið hefur verið að ákæra ekki í nokkrum málum, þar á meðal máli Julianne Snekkestad, fyrirsætu og fyrrverandi kærustu Høiby. Það sé vegna þess að ekki liggi fyrir næg sönnunargögn. Þá segir Helga Salomon, lögfræðingur fjögurra fórnarlambanna, að mál þriggja þeirra voru felld niður. Þar á meðal eru tvær nauðganir og óviðeigandi kynferðisleg hegðun. Eitt þeirra ætlar að áfrýja ákvörðuninni. Málin voru felld niður annars vegar vegna fyrningar og hins vegar vegna skorts á sönnunargögnum. Mikill fjöldi hefur verið yfirheyrður í tengslum við málið en enginn úr konungsfjölskyldunni. „Málið er í farvegi í dómskerfinu og fylgir venjulegum verklagsreglum. Við höfum engu við að bæta,“ segir í yfirlýsingu konungsfjölskyldunnar.
Mál Mariusar Borg Høiby Noregur Kóngafólk Erlend sakamál Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira