„Fyrir vikið er flokkurinn á hverfandi hveli“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. júní 2025 20:24 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. vísir/einar Formaður Miðflokksins segir nýjustu könnun Maskínu sýna að Flokkur fólksins sé á hverfandi hveli. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir niðurstöðuna skýra stuðningsyfirlýsingu við ríkisstjórnina. Miðflokkurinn er hástökkvari nýjustu könnunar Maskínu og bætir við sig rúmlega þremur prósentustigum. Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig og hefur aldrei mælst með hærra fylgi í Maskínukönnun. Á sama tíma heldur fylgi Sjálfstæðisflokksins áfram að dala og er nú 17,3 prósent. Flokkur fólksins tapar 0,6 prósenta fylgi og fylgi Viðreisnar dalar einnig. Lítil sem engin breyting er á fylgi Framsóknar, Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna. Ekki verið að ræða málin til gamans Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir innihaldsríka umræðu á þingi vera að skila sér. „Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt þó að maður passi sig að gleyma sér ekki í könnunum. Þetta er sterk vísbending um það sem við höfum fundið mjög sterkt. Það er aukinn meðbyr með okkur.“ Umræður langt fram á nótt og málflutningurinn hefur verið að borga sig? „Hugsanlega en það er vegna þess að fólk gerir sér grein fyrir að við erum ekki að ræða málin af gamni okkar. Þetta eru stórmál sem við höfum sterkar skoðanir á og mál sem varða til dæmis fullveldi landsins.“ Vísar orðum Ólafs til föðurhúsanna Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur minnihlutanum gjörsamlega hafa mistekist að bæta við sig fylgi heilt yfir og sakaði flokkana um tafarleika og málþóf. Sigmundur vísar því til föðurhúsanna. „Ólafur Þ. Harðarson er farinn að hafa mjög mikið fyrir því að gefa þær skýringar sem hann telur best henta sínum skjólstæðingum. Hann er farinn að teygja sig mjög langt eins og hann gerði í áhugaverðu viðtali á Bylgjunni í dag. Hann segir meira hvað honum langar að sjá en það sem blasir við.“ „Hann vill reyndar líka bera í bætiflokka fyrir Flokk fólksins. Segja þeim að vera rólegir, hafið ekki áhyggjur. Nú er flokkurinn í ríkisstjórn og fólk er farið að sjá hvað það er lítið á bak við allar fullyrðingarnar. Fyrir vikið er flokkurinn á hverfandi hveli sýnist mér,“ bætir Sigmundur við. Fólk sem er ánægt með málþóf laðist að Miðflokki Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir könnuna merki um að ríkisstjórnin standi styrkum fótum þrátt fyrir slæmt gengi Flokk fólksins. „Ég tel þetta vera mikla stuðningsyfirlýsingu við ríkisstjórnina, mér skilst að þetta sé í fyrsta skipti frá hruni sem að ríkisstjórn mælist svona sterk sjö mánuðum eftir kosningar. Ef maður rýnir í gögn Maskínu þá hefur Flokkur fólksins oft mælst undir kjörfylgi og Samfylkingin reyndar oft mælst yfir kjörfylgi svo það eru oft alls konar hreyfingar í þessum könnunum.“ Spurður hvort það sé ástæða fyrir stjórnarflokkanna til að hafa áhyggjur af fylgisaukningu Miðflokksins svarar Guðmundur því neitandi. „Þetta er frekar tilfærsla á fylgi innan stjórnarandstöðunnar. Það virðist vera að Miðflokkurinn hafi verið í forystu þegar það kemur að þeim vinnubrögðum sem stjórnarandstaðan er í. Það er kannski eðlilegt að fólk sem er ánægt með málþóf og annað gefi sig upp á flokk sem hefur leitt þau vinnubrögð í þinginu. Fólk sem er kannski óánægt með ríkisstjórnina eða ánægt með stjórnarandstöðuna eru að gefa sig upp á flokk sem hefur tekið mesta forystu í stjórnarandstöðunni.“ Alþingi Skoðanakannanir Miðflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Sjá meira
Miðflokkurinn er hástökkvari nýjustu könnunar Maskínu og bætir við sig rúmlega þremur prósentustigum. Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig og hefur aldrei mælst með hærra fylgi í Maskínukönnun. Á sama tíma heldur fylgi Sjálfstæðisflokksins áfram að dala og er nú 17,3 prósent. Flokkur fólksins tapar 0,6 prósenta fylgi og fylgi Viðreisnar dalar einnig. Lítil sem engin breyting er á fylgi Framsóknar, Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna. Ekki verið að ræða málin til gamans Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir innihaldsríka umræðu á þingi vera að skila sér. „Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt þó að maður passi sig að gleyma sér ekki í könnunum. Þetta er sterk vísbending um það sem við höfum fundið mjög sterkt. Það er aukinn meðbyr með okkur.“ Umræður langt fram á nótt og málflutningurinn hefur verið að borga sig? „Hugsanlega en það er vegna þess að fólk gerir sér grein fyrir að við erum ekki að ræða málin af gamni okkar. Þetta eru stórmál sem við höfum sterkar skoðanir á og mál sem varða til dæmis fullveldi landsins.“ Vísar orðum Ólafs til föðurhúsanna Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur minnihlutanum gjörsamlega hafa mistekist að bæta við sig fylgi heilt yfir og sakaði flokkana um tafarleika og málþóf. Sigmundur vísar því til föðurhúsanna. „Ólafur Þ. Harðarson er farinn að hafa mjög mikið fyrir því að gefa þær skýringar sem hann telur best henta sínum skjólstæðingum. Hann er farinn að teygja sig mjög langt eins og hann gerði í áhugaverðu viðtali á Bylgjunni í dag. Hann segir meira hvað honum langar að sjá en það sem blasir við.“ „Hann vill reyndar líka bera í bætiflokka fyrir Flokk fólksins. Segja þeim að vera rólegir, hafið ekki áhyggjur. Nú er flokkurinn í ríkisstjórn og fólk er farið að sjá hvað það er lítið á bak við allar fullyrðingarnar. Fyrir vikið er flokkurinn á hverfandi hveli sýnist mér,“ bætir Sigmundur við. Fólk sem er ánægt með málþóf laðist að Miðflokki Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir könnuna merki um að ríkisstjórnin standi styrkum fótum þrátt fyrir slæmt gengi Flokk fólksins. „Ég tel þetta vera mikla stuðningsyfirlýsingu við ríkisstjórnina, mér skilst að þetta sé í fyrsta skipti frá hruni sem að ríkisstjórn mælist svona sterk sjö mánuðum eftir kosningar. Ef maður rýnir í gögn Maskínu þá hefur Flokkur fólksins oft mælst undir kjörfylgi og Samfylkingin reyndar oft mælst yfir kjörfylgi svo það eru oft alls konar hreyfingar í þessum könnunum.“ Spurður hvort það sé ástæða fyrir stjórnarflokkanna til að hafa áhyggjur af fylgisaukningu Miðflokksins svarar Guðmundur því neitandi. „Þetta er frekar tilfærsla á fylgi innan stjórnarandstöðunnar. Það virðist vera að Miðflokkurinn hafi verið í forystu þegar það kemur að þeim vinnubrögðum sem stjórnarandstaðan er í. Það er kannski eðlilegt að fólk sem er ánægt með málþóf og annað gefi sig upp á flokk sem hefur leitt þau vinnubrögð í þinginu. Fólk sem er kannski óánægt með ríkisstjórnina eða ánægt með stjórnarandstöðuna eru að gefa sig upp á flokk sem hefur tekið mesta forystu í stjórnarandstöðunni.“
Alþingi Skoðanakannanir Miðflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Sjá meira