„Þetta er svona hús sem er alltaf verið að flytja í og úr“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. júní 2025 17:26 Ráðist var í húsleit í Þórólfsgötu 5 í Borgarnesi í síðustu viku í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á fíkniefnaframleiðslu. Ja.is Íbúar í Borgarnesi vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar sérsveit réðst í húsleit þar á bæ í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Enginn sem fréttastofa ræddi við vissi hverjir bjuggu í húsinu. Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra réðust í umfangsmiklar aðgerðir gegn fíkniefnaframleiðslu víða um landið í síðustu viku. Ráðist var í húsleit meðal annars á Raufarhöfn og í Borgarnesi. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn. Húsleit stóð yfir í Borgarnesi á sama tíma og í Raufarhöfn að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Vesturlandi. Húsið þar sem ráðist var í húsleit í Borgarnesi er að Þórólfsgötu 5, en nágrannar í hverfinu segjast flestir lítið vita um íbúa hússins. Það hafi skipt um eigendur á undanförnum árum og að miklu leyti staðið tómt. „Ég hélt það byggi enginn þarna, en það hafa núna allavega síðastliðið ár eða eitthvað komið fólk bara öðru hverju. Það er þá yfirleitt þarna í einhvern smá tíma og síðan fer það bara. Við vissum ekki að það væri eitthvað svona í gangi,“ segir einn íbúi. Hann hafi haldið að húsið væri stundum á Airbnb leigu eða annarri skammtímaleigu. „Stundum komu margir bílar og voru þarna í einhverja klukkutíma, það komu kannski alveg þrír til fjórir bílar, og það var alltaf dregið fyrir allt, þannig það sást ekki inn um neina glugga,“ segir íbúinn. Rosalegur fjöldi lögreglumanna Íbúinn segir að gríðarlega margir lögreglumenn hafi tekið þátt í húsleitinni. „Jájá alveg allavega tuttugu. Lögreglan sem er í Borgarnesi, ég býst við að löggan hafi komið frá Akranesi líka, og svo var sérsveitin. Þannig já þetta var rosalegur fjöldi,“ segir hann. Annar íbúi sem fréttastofa ræddi við segir að húsið hafi verið „svona hús sem er alltaf verið að flytja í og úr.“ „Það var vinafólk okkar sem bjó þarna, en þau seldu fyrir einhverjum árum. Það hefur alveg einhver verið þarna að slá garðinn og svona. Við sáum lögguna í síðustu viku en vorum ekkert að spá í þessu,“ segir hann. Annar íbúi sagði að tveir albanskir menn hefðu verið handteknir í aðgerðum lögreglunnar í Borgarnesi, en lögreglan hefur ekki staðfest það. Tilkynning fljótlega Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, segir að von sé á tilkynningu frá lögreglunni fljótlega. Hann segir að rannsókn miði vel áfram. „Það eru yfirheyrslur í gangi eins og hefðbundið er í þessum málum. Það er verið að ná utan um þetta,“ segir hann. Lögreglumál Borgarbyggð Fíkniefnabrot Tengdar fréttir „Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið“ Íbúar á Raufarhöfn eru furðu lostnir eftir að sérsveit réðst í umfangsmikla húsleit þar á bæ í gær. Húsleitin tengist rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Erlendur maður er sagður búa í húsinu en íbúar segja hann hafa búið þar í skamman tíma. 19. júní 2025 12:04 Fimm í haldi vegna fíkniefnamálsins Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað fimm einstaklinga í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að fíkniefnaframleiðslu. Þeir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu víða um land, meðal annars á Raufarhöfn, á miðvikudag. 20. júní 2025 13:18 Umfangsmikil lögregluaðgerð víða um landið Lögreglan og sérsveitin réðust í umfangsmiklar aðgerðir gegn fíkniefnaframleiðslu víða um landið í gær. Ráðist var í húsleit á Raufarhöfn í gær. 19. júní 2025 09:04 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra réðust í umfangsmiklar aðgerðir gegn fíkniefnaframleiðslu víða um landið í síðustu viku. Ráðist var í húsleit meðal annars á Raufarhöfn og í Borgarnesi. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn. Húsleit stóð yfir í Borgarnesi á sama tíma og í Raufarhöfn að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Vesturlandi. Húsið þar sem ráðist var í húsleit í Borgarnesi er að Þórólfsgötu 5, en nágrannar í hverfinu segjast flestir lítið vita um íbúa hússins. Það hafi skipt um eigendur á undanförnum árum og að miklu leyti staðið tómt. „Ég hélt það byggi enginn þarna, en það hafa núna allavega síðastliðið ár eða eitthvað komið fólk bara öðru hverju. Það er þá yfirleitt þarna í einhvern smá tíma og síðan fer það bara. Við vissum ekki að það væri eitthvað svona í gangi,“ segir einn íbúi. Hann hafi haldið að húsið væri stundum á Airbnb leigu eða annarri skammtímaleigu. „Stundum komu margir bílar og voru þarna í einhverja klukkutíma, það komu kannski alveg þrír til fjórir bílar, og það var alltaf dregið fyrir allt, þannig það sást ekki inn um neina glugga,“ segir íbúinn. Rosalegur fjöldi lögreglumanna Íbúinn segir að gríðarlega margir lögreglumenn hafi tekið þátt í húsleitinni. „Jájá alveg allavega tuttugu. Lögreglan sem er í Borgarnesi, ég býst við að löggan hafi komið frá Akranesi líka, og svo var sérsveitin. Þannig já þetta var rosalegur fjöldi,“ segir hann. Annar íbúi sem fréttastofa ræddi við segir að húsið hafi verið „svona hús sem er alltaf verið að flytja í og úr.“ „Það var vinafólk okkar sem bjó þarna, en þau seldu fyrir einhverjum árum. Það hefur alveg einhver verið þarna að slá garðinn og svona. Við sáum lögguna í síðustu viku en vorum ekkert að spá í þessu,“ segir hann. Annar íbúi sagði að tveir albanskir menn hefðu verið handteknir í aðgerðum lögreglunnar í Borgarnesi, en lögreglan hefur ekki staðfest það. Tilkynning fljótlega Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, segir að von sé á tilkynningu frá lögreglunni fljótlega. Hann segir að rannsókn miði vel áfram. „Það eru yfirheyrslur í gangi eins og hefðbundið er í þessum málum. Það er verið að ná utan um þetta,“ segir hann.
Lögreglumál Borgarbyggð Fíkniefnabrot Tengdar fréttir „Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið“ Íbúar á Raufarhöfn eru furðu lostnir eftir að sérsveit réðst í umfangsmikla húsleit þar á bæ í gær. Húsleitin tengist rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Erlendur maður er sagður búa í húsinu en íbúar segja hann hafa búið þar í skamman tíma. 19. júní 2025 12:04 Fimm í haldi vegna fíkniefnamálsins Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað fimm einstaklinga í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að fíkniefnaframleiðslu. Þeir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu víða um land, meðal annars á Raufarhöfn, á miðvikudag. 20. júní 2025 13:18 Umfangsmikil lögregluaðgerð víða um landið Lögreglan og sérsveitin réðust í umfangsmiklar aðgerðir gegn fíkniefnaframleiðslu víða um landið í gær. Ráðist var í húsleit á Raufarhöfn í gær. 19. júní 2025 09:04 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
„Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið“ Íbúar á Raufarhöfn eru furðu lostnir eftir að sérsveit réðst í umfangsmikla húsleit þar á bæ í gær. Húsleitin tengist rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Erlendur maður er sagður búa í húsinu en íbúar segja hann hafa búið þar í skamman tíma. 19. júní 2025 12:04
Fimm í haldi vegna fíkniefnamálsins Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað fimm einstaklinga í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að fíkniefnaframleiðslu. Þeir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu víða um land, meðal annars á Raufarhöfn, á miðvikudag. 20. júní 2025 13:18
Umfangsmikil lögregluaðgerð víða um landið Lögreglan og sérsveitin réðust í umfangsmiklar aðgerðir gegn fíkniefnaframleiðslu víða um landið í gær. Ráðist var í húsleit á Raufarhöfn í gær. 19. júní 2025 09:04