Húseigandinn Jón dansari segist koma af fjöllum Agnar Már Másson skrifar 19. júní 2025 15:19 Lögregla og sérsveit réðust í umfangsmikla húsleit á Aðalbraut 37 á Raufarhöfn en húsnæðið er í eigu Jóns Gotts ehf., sem er nefnt í höfuð á eiganda sínum Jóni Eyþór Gottskálkssyni, sem er betur þekktur sem Jón dansari. Vísir/Samsett Jón Eyþór Gottskálksson, eða Jón dansari, er eigandi húsnæðisins á Raufarhöfn þar sem sérsveit réðst í húsleit í gær í tengslum við umfangsmikla rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi og fíkniefnaframleiðslu. Hann segist ekki kannast við málið. Lögreglan á Norðurlandi réðst í gærmorgun í aðgerð í samstarfi við fleiri lögreglumbætti víða á landinu í tengslum við rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi sem er sögð tengjast fíkniefnaframleiðslu. Lögreglan sagði í tilkynningu að húsleit hafi verið framkvæmd á nokkrum stöðum. Vísir greindi frá því í morgun að húsleit hafi meðal annras verið gerð í húsi að Raufarhöfn, nánar tiltekið Aðalbraut 37. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra tóku um 40 lögreglumenn víða um landið þátt í aðgerðinni, en lögregla vill ekki gefa ekki upp hversu margir hafi verið handteknir. Íbúðahúsnæðið liggur að Aðalbraut 37 en þar var áður leikskóli. Skjáskot/Ja.is „Ég kem af fjöllum“ Húsnæðið er í eigu fyrirtækis er nefnist Jón Gott ehf., sem er í eigu Jóns Eyþórs Gottskálkssonar dansara, sem gerði garðinn frægan í þáttunum Allir geta dansað árið 2018. Fyrirtækið er skráð til húsa á lögheimili föður Jóns í Kópavogi en Jón er búsettur á Seltjarnarnesi. Samkvæmt heimildum Vísis keypti Jón húsnæðið í mars 2024. Tilgangur félagsins er samkvæmt ársreikningi frá 2023 „akstur sendibíla, farþegaflutningar í ferðaþjónustu, smíðavinna, danskennsla, lánastarfsemi, rekstur húsnæðis og annar skyldur rekstur.“ Blaðamaður kom Jóni dansara í opna skjöldu þegar hann sló á þráðinn hjá honum í dag. Jón hváði og blaðamaður útskýrði þá tildrög símtalsins. „Ég kem alveg af fjöllum,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu um klukkan 13 í dag og bað um að fá að heyra í blaðamanni síðar. Jón hefur ekki svarað símtölum blaðamanns síðan þá. Íbúar á Raufarhöfn sem fréttastofa hefur rætt við lýsa því að erlendur maður hafi búið í húsinu síðasta árið, líklega austurevrópskur. Einhverjir heimamenn segja það hafa komið sér á óvart að þarna hafi maður yfir höfuð búið, svo lítið hafi farið fyrir honum. Löggan vill lítið segja Lögregluaðgerðin fór varla fram hjá neinum í bænum, hvað þá nágrönnunum. Lögregla heldur spilunum þétt að sér og hefur lítið viljað tjá sig um málið. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum í dag en fjöldi sakborninga liggur ekki fyrir. Skarphéðinn Aðalsteinsson hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vildi ekkert tjá sig þegar fréttastofa hafði samband, en nefndi þó að eitthvað hafi verið haldlagt í gær. Athygli vekur að sjö mál hafi verið á dagskrá á heimasíðu héraðsdóms Norðurlands eystra í dag, í öllum tilfellum er lögreglan stefnandi, þar af sex mál á borði sama saksóknarans. Veistu meira? Áttu myndir? Þú getur sent okkur ábendingar á ritstjorn@visir.is. Frétt hefur verið leiðrétt: Fyrirtækið Jón Gott ehf. er skráð til húsa við lögheimili föður Jóns Eyþórs í Kópavogi, ekki við lögheimili Jóns á Seltjarnarnesi. Lögreglumál Norðurþing Fíkniefnabrot Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi réðst í gærmorgun í aðgerð í samstarfi við fleiri lögreglumbætti víða á landinu í tengslum við rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi sem er sögð tengjast fíkniefnaframleiðslu. Lögreglan sagði í tilkynningu að húsleit hafi verið framkvæmd á nokkrum stöðum. Vísir greindi frá því í morgun að húsleit hafi meðal annras verið gerð í húsi að Raufarhöfn, nánar tiltekið Aðalbraut 37. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra tóku um 40 lögreglumenn víða um landið þátt í aðgerðinni, en lögregla vill ekki gefa ekki upp hversu margir hafi verið handteknir. Íbúðahúsnæðið liggur að Aðalbraut 37 en þar var áður leikskóli. Skjáskot/Ja.is „Ég kem af fjöllum“ Húsnæðið er í eigu fyrirtækis er nefnist Jón Gott ehf., sem er í eigu Jóns Eyþórs Gottskálkssonar dansara, sem gerði garðinn frægan í þáttunum Allir geta dansað árið 2018. Fyrirtækið er skráð til húsa á lögheimili föður Jóns í Kópavogi en Jón er búsettur á Seltjarnarnesi. Samkvæmt heimildum Vísis keypti Jón húsnæðið í mars 2024. Tilgangur félagsins er samkvæmt ársreikningi frá 2023 „akstur sendibíla, farþegaflutningar í ferðaþjónustu, smíðavinna, danskennsla, lánastarfsemi, rekstur húsnæðis og annar skyldur rekstur.“ Blaðamaður kom Jóni dansara í opna skjöldu þegar hann sló á þráðinn hjá honum í dag. Jón hváði og blaðamaður útskýrði þá tildrög símtalsins. „Ég kem alveg af fjöllum,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu um klukkan 13 í dag og bað um að fá að heyra í blaðamanni síðar. Jón hefur ekki svarað símtölum blaðamanns síðan þá. Íbúar á Raufarhöfn sem fréttastofa hefur rætt við lýsa því að erlendur maður hafi búið í húsinu síðasta árið, líklega austurevrópskur. Einhverjir heimamenn segja það hafa komið sér á óvart að þarna hafi maður yfir höfuð búið, svo lítið hafi farið fyrir honum. Löggan vill lítið segja Lögregluaðgerðin fór varla fram hjá neinum í bænum, hvað þá nágrönnunum. Lögregla heldur spilunum þétt að sér og hefur lítið viljað tjá sig um málið. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum í dag en fjöldi sakborninga liggur ekki fyrir. Skarphéðinn Aðalsteinsson hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vildi ekkert tjá sig þegar fréttastofa hafði samband, en nefndi þó að eitthvað hafi verið haldlagt í gær. Athygli vekur að sjö mál hafi verið á dagskrá á heimasíðu héraðsdóms Norðurlands eystra í dag, í öllum tilfellum er lögreglan stefnandi, þar af sex mál á borði sama saksóknarans. Veistu meira? Áttu myndir? Þú getur sent okkur ábendingar á ritstjorn@visir.is. Frétt hefur verið leiðrétt: Fyrirtækið Jón Gott ehf. er skráð til húsa við lögheimili föður Jóns Eyþórs í Kópavogi, ekki við lögheimili Jóns á Seltjarnarnesi.
Lögreglumál Norðurþing Fíkniefnabrot Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira