Engar stórvirkjanir í Skagafirði en opið að fara í Kjalölduveitu Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2025 22:26 Austari-Jökulsá í Austurdal í Skagafirði. Neðar sameinast áin Vestari-Jökulsá og saman verða þær að Héraðsvötnum. KMU Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi vill að Héraðsvötn í Skagafirði verði friðuð gagnvart virkjunum og fari í verndarflokk rammaáætlunar. Þá vill meirihlutinn halda þeim möguleika opnum að Kjalölduveita neðan Þjórsárvera verði leyfð. Í fréttum Sýnar var fjallað um virkjanamálin sem oft hafa verið heitustu deilumál samfélagsins en hafa núna fallið í skuggann af öðrum. Þarna er engu að síður verið að boða stórar ákvarðanir. Að þessu sinni er verið að flokka fimm virkjunarkosti í vatnsafli. Niðurstaða stjórnarmeirihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins ber skýr merki mikillar málamiðlunar milli þess hvort eigi að vernda eða virkja. Tillaga stjórnarmeirihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um flokkun fimm virkjanakosta í vatnsafli.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Þannig er lagt til að Héraðsvötn í Skagafirði fari í verndarflokk, Skrokköldvirkjun við Hágöngulón verði í nýtingarflokki, Kjalölduveita í Efri-Þjórsá fari ekki í vernd heldur í biðflokk, Holtavirkjun í Neðri-Þjórsá verði í nýtingarflokki og loks vill stjórnarmeirihlutinn falla frá því að setja Urriðafossvirkjun í nýtingarflokk en setja hana í staðinn í biðflokk. Meirihlutinn vill bíða með ákvörðun um Urriðafossvirkjun þar til fengin er reynsla af því hvaða áhrif Hvammsvirkjun og Holtavirkjun hafa á laxastofninn í Þjórsá. Frá Urriðafossi í Þjórsá. Stjórnarmeirihlutinn vill núna að virkjun þar fari í biðflokk en upphafleg tillaga gerði ráð fyrir að hún færi í nýtingarflokk.Vísir/Vilhelm Ein stærstu tíðindin eru samt þau að stjórnarmeirihlutinn stefnir að endanlegri ákvörðun um það að engar stórvirkjanir verði leyfðar í Skagafirði. Vill að fjórir virkjanakostir í Héraðsvötnum fari allir í verndarflokk, þar á meðal Skatastaðavirkjun en áhrifasvæði hennar er vinsælt til flúðasiglinga. Stjórnarandstæðingar og Landsvirkjun eru þegar farin að gagnrýna þessi áform stjórnarmeirihlutans enda telja þau Héraðsvötn einn mikilvægasta virkjunarkostinn utan eldvirkra svæða. Horft í átt til Skatastaða í Austurdal í Skagafirði.KMU Úr hinni áttinni er svo Landvernd þegar farin að skamma stjórnarliðið fyrir að halda þeim möguleika opnum að Kjalölduveita verði leyfð með því að setja hana í biðflokk. Landvernd spyrðir hana við Þjórsárver og telur Kjalölduveitu lítt breytta útgáfu af Norðlingaölduveitu. Stjórnarmeirihlutinn telur hins vegar að Kjalölduveita eigi að metast sem sjálfstæður virkjunarkostur. Hún er fjær Þjórsárverum en eftir sem áður er ætlunin að veita meira vatni af fossaröðinni í Efri-Þjórsá yfir í Þórisvatn og auka þannig framleiðslugetu virkjana sem þegar eru til staðar. Kjalölduveita hefur verið metin sem hagkvæmasti virkjunarkostur landsins. Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsvirkjun Umhverfismál Loftslagsmál Skagafjörður Alþingi Tengdar fréttir Sex vatnsaflsvirkjanir á leið í nýtingarflokk Sex nýjar vatnsaflsvirkjanir eru á grænu ljósi og á leiðinni í nýtingarflokk, samkvæmt tillögum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Hún leggur hins vegar til að þrjár virkjanir verði ekki leyfðar og fari í verndarflokk. 18. júní 2024 23:40 Ómar með gagnsókn; Dynkur fái vatnið aftur Nýjar hugmyndir um að virkja orku efri Þjórsár með Norðlingaölduveitu mæta harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka sem og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 14. ágúst 2013 19:18 Fjallmenn Gnúpverja skiptast í afstöðu til Norðlingaölduveitu Sumir vilja virkja sem mest meðan aðrir segja nóg komið. Svo ólíkar eru skoðanir fjallmanna Gnúpverja um Norðlingaölduveitu en fáir þekkja Þjórsárver betur en þeir. 24. september 2013 23:31 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Í fréttum Sýnar var fjallað um virkjanamálin sem oft hafa verið heitustu deilumál samfélagsins en hafa núna fallið í skuggann af öðrum. Þarna er engu að síður verið að boða stórar ákvarðanir. Að þessu sinni er verið að flokka fimm virkjunarkosti í vatnsafli. Niðurstaða stjórnarmeirihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins ber skýr merki mikillar málamiðlunar milli þess hvort eigi að vernda eða virkja. Tillaga stjórnarmeirihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um flokkun fimm virkjanakosta í vatnsafli.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Þannig er lagt til að Héraðsvötn í Skagafirði fari í verndarflokk, Skrokköldvirkjun við Hágöngulón verði í nýtingarflokki, Kjalölduveita í Efri-Þjórsá fari ekki í vernd heldur í biðflokk, Holtavirkjun í Neðri-Þjórsá verði í nýtingarflokki og loks vill stjórnarmeirihlutinn falla frá því að setja Urriðafossvirkjun í nýtingarflokk en setja hana í staðinn í biðflokk. Meirihlutinn vill bíða með ákvörðun um Urriðafossvirkjun þar til fengin er reynsla af því hvaða áhrif Hvammsvirkjun og Holtavirkjun hafa á laxastofninn í Þjórsá. Frá Urriðafossi í Þjórsá. Stjórnarmeirihlutinn vill núna að virkjun þar fari í biðflokk en upphafleg tillaga gerði ráð fyrir að hún færi í nýtingarflokk.Vísir/Vilhelm Ein stærstu tíðindin eru samt þau að stjórnarmeirihlutinn stefnir að endanlegri ákvörðun um það að engar stórvirkjanir verði leyfðar í Skagafirði. Vill að fjórir virkjanakostir í Héraðsvötnum fari allir í verndarflokk, þar á meðal Skatastaðavirkjun en áhrifasvæði hennar er vinsælt til flúðasiglinga. Stjórnarandstæðingar og Landsvirkjun eru þegar farin að gagnrýna þessi áform stjórnarmeirihlutans enda telja þau Héraðsvötn einn mikilvægasta virkjunarkostinn utan eldvirkra svæða. Horft í átt til Skatastaða í Austurdal í Skagafirði.KMU Úr hinni áttinni er svo Landvernd þegar farin að skamma stjórnarliðið fyrir að halda þeim möguleika opnum að Kjalölduveita verði leyfð með því að setja hana í biðflokk. Landvernd spyrðir hana við Þjórsárver og telur Kjalölduveitu lítt breytta útgáfu af Norðlingaölduveitu. Stjórnarmeirihlutinn telur hins vegar að Kjalölduveita eigi að metast sem sjálfstæður virkjunarkostur. Hún er fjær Þjórsárverum en eftir sem áður er ætlunin að veita meira vatni af fossaröðinni í Efri-Þjórsá yfir í Þórisvatn og auka þannig framleiðslugetu virkjana sem þegar eru til staðar. Kjalölduveita hefur verið metin sem hagkvæmasti virkjunarkostur landsins.
Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsvirkjun Umhverfismál Loftslagsmál Skagafjörður Alþingi Tengdar fréttir Sex vatnsaflsvirkjanir á leið í nýtingarflokk Sex nýjar vatnsaflsvirkjanir eru á grænu ljósi og á leiðinni í nýtingarflokk, samkvæmt tillögum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Hún leggur hins vegar til að þrjár virkjanir verði ekki leyfðar og fari í verndarflokk. 18. júní 2024 23:40 Ómar með gagnsókn; Dynkur fái vatnið aftur Nýjar hugmyndir um að virkja orku efri Þjórsár með Norðlingaölduveitu mæta harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka sem og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 14. ágúst 2013 19:18 Fjallmenn Gnúpverja skiptast í afstöðu til Norðlingaölduveitu Sumir vilja virkja sem mest meðan aðrir segja nóg komið. Svo ólíkar eru skoðanir fjallmanna Gnúpverja um Norðlingaölduveitu en fáir þekkja Þjórsárver betur en þeir. 24. september 2013 23:31 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Sex vatnsaflsvirkjanir á leið í nýtingarflokk Sex nýjar vatnsaflsvirkjanir eru á grænu ljósi og á leiðinni í nýtingarflokk, samkvæmt tillögum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Hún leggur hins vegar til að þrjár virkjanir verði ekki leyfðar og fari í verndarflokk. 18. júní 2024 23:40
Ómar með gagnsókn; Dynkur fái vatnið aftur Nýjar hugmyndir um að virkja orku efri Þjórsár með Norðlingaölduveitu mæta harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka sem og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 14. ágúst 2013 19:18
Fjallmenn Gnúpverja skiptast í afstöðu til Norðlingaölduveitu Sumir vilja virkja sem mest meðan aðrir segja nóg komið. Svo ólíkar eru skoðanir fjallmanna Gnúpverja um Norðlingaölduveitu en fáir þekkja Þjórsárver betur en þeir. 24. september 2013 23:31