Metfjöldi með doktorspróf úr HR Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. júní 2025 14:55 Útskriftarnemendur tæknisviðs ásamt rektor, sviðsforsetum og deildarforsetum. HR Tæplega sjö hundruð nemendur útskrifuðust úr Háskólanum í Reykjavík á laugardag. Útskriftin fór fram í Eldborg í Hörpu og metfjöldi lauk doktorsprófi. Af 697 útskriftarnemum Háskólans í Reykjavík voru 312 konur og 385 karlar. Flestir voru að ljúka í verkfræðideild skólans eða 143 nemendur, þar af 95 sem luku grunnnámi og 43 úr meistaranámi. Alls nítján manns luku doktorsprófi, þar á meðal var fyrsti nemandinn til að ljúka doktorsprófi úr íþróttafræði, Dr. Katrín Ýr Friðgeirsdóttir. Hinir nemendurnir luku doktorsprófi frá tölvunarfræðideild, verkfræðideild og viðskipta- og hagfræðideild. Dr. Katrín Ýr Friðgeirsdóttir er fyrst til að ljúka doktorsprófi frá íþróttafræðideild HR. Hún tekur hér við skírteini sínu frá dr. Hafrúnu Kristjánsdóttur deildarforseta.HR „Réttindi sem einn nýtur minnka ekki þó annar njóti þess sama, þekking minnkar ekki þó fleiri hafi hana, velferð er þeim mun sterkari þegar hún nær til stærri hluta samfélagsins og öll vitum við að vinátta og gleði eru smitandi en ekki auðlind sem klárast. Og í jafn litlu þjóðfélagi og okkar, er reyndin sú – líka í atvinnulífi og pólitík – að aldan lyftir öllum! Svo sannarlega er enginn annars bróðir í leik – en samfélagið okkar verður því sterkara sem fleirum gengur vel í því sem þeir leggja áherslu á,“ sagði Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, í ræðu sinni. „Auðvitað keppa háskólarnir hér á landi sín á milli, en í stóra samhenginu gera allir sér grein fyrir því að það er lykilatriði fyrir Ísland að háskólastarf hér – menntun fólks eins og ykkar, sköpun nýrrar þekkingar, nýsköpunarstarfsemi og miðlun þekkingar út í opinbera umræðu – gangi sem allra best alls staðar.“ Útskriftarnemendur með skírteini sín.HR Útskriftarnemarnir Eva Rut Bernhöft Reynisdóttir og Sveinn Sær Vattnes Ingólfsson héldu ræður fyrir hönd nemenda. Háskólakórinn tók einnig lagið auk þess sem Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festis og stjórnarmaður í Viðskiptaráði Íslands sagði nokkur orð. Viðskiptaráð er einn af eigendum og stofnendum skólans. Í tilkynningu frá skólanum kemur fram eftirfarandi: 326 nemendur útskrifuðust frá tæknisviði, 225 karlar og 101 kona. Af öllum deildum skólans útskrifuðust flestir frá verkfræðideild, eða alls 143. 95 luku grunnnámi frá deildinni og 43 útskrifuðust úr meistaranámi. 142 nemendur útskrifuðust frá tölvunarfræðideild. 119 útskrifuðust úr grunnnámi og 12 úr meistaranámi. Frá tæknifræðideild útskrifaðist 41 nemandi og luku þeir allir grunnnámi. 371 nemandi útskrifaðist frá samfélagssviði, 160 karlar og 211 konur. Alls útskrifuðust 48 frá íþróttafræðideild. 27 luku grunnnámi og 20 meistaranámi. Frá lagadeild útskrifuðust 90 nemendur. 47 nemendur útskrifuðust úr grunnnámi frá deildinni og 43 úr meistaranámi. Frá sálfræðideild útskrifuðust 100 nemendur. 67 útskrifuðust úr grunnnámi og 33 luku meistaranámi. 133 nemendur útskrifuðust frá viðskipta- og hagfræðideild. 82 útskrifuðust úr grunnnámi og 16 úr meistaranámi. Háskólar Dúxar Skóla- og menntamál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Af 697 útskriftarnemum Háskólans í Reykjavík voru 312 konur og 385 karlar. Flestir voru að ljúka í verkfræðideild skólans eða 143 nemendur, þar af 95 sem luku grunnnámi og 43 úr meistaranámi. Alls nítján manns luku doktorsprófi, þar á meðal var fyrsti nemandinn til að ljúka doktorsprófi úr íþróttafræði, Dr. Katrín Ýr Friðgeirsdóttir. Hinir nemendurnir luku doktorsprófi frá tölvunarfræðideild, verkfræðideild og viðskipta- og hagfræðideild. Dr. Katrín Ýr Friðgeirsdóttir er fyrst til að ljúka doktorsprófi frá íþróttafræðideild HR. Hún tekur hér við skírteini sínu frá dr. Hafrúnu Kristjánsdóttur deildarforseta.HR „Réttindi sem einn nýtur minnka ekki þó annar njóti þess sama, þekking minnkar ekki þó fleiri hafi hana, velferð er þeim mun sterkari þegar hún nær til stærri hluta samfélagsins og öll vitum við að vinátta og gleði eru smitandi en ekki auðlind sem klárast. Og í jafn litlu þjóðfélagi og okkar, er reyndin sú – líka í atvinnulífi og pólitík – að aldan lyftir öllum! Svo sannarlega er enginn annars bróðir í leik – en samfélagið okkar verður því sterkara sem fleirum gengur vel í því sem þeir leggja áherslu á,“ sagði Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, í ræðu sinni. „Auðvitað keppa háskólarnir hér á landi sín á milli, en í stóra samhenginu gera allir sér grein fyrir því að það er lykilatriði fyrir Ísland að háskólastarf hér – menntun fólks eins og ykkar, sköpun nýrrar þekkingar, nýsköpunarstarfsemi og miðlun þekkingar út í opinbera umræðu – gangi sem allra best alls staðar.“ Útskriftarnemendur með skírteini sín.HR Útskriftarnemarnir Eva Rut Bernhöft Reynisdóttir og Sveinn Sær Vattnes Ingólfsson héldu ræður fyrir hönd nemenda. Háskólakórinn tók einnig lagið auk þess sem Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festis og stjórnarmaður í Viðskiptaráði Íslands sagði nokkur orð. Viðskiptaráð er einn af eigendum og stofnendum skólans. Í tilkynningu frá skólanum kemur fram eftirfarandi: 326 nemendur útskrifuðust frá tæknisviði, 225 karlar og 101 kona. Af öllum deildum skólans útskrifuðust flestir frá verkfræðideild, eða alls 143. 95 luku grunnnámi frá deildinni og 43 útskrifuðust úr meistaranámi. 142 nemendur útskrifuðust frá tölvunarfræðideild. 119 útskrifuðust úr grunnnámi og 12 úr meistaranámi. Frá tæknifræðideild útskrifaðist 41 nemandi og luku þeir allir grunnnámi. 371 nemandi útskrifaðist frá samfélagssviði, 160 karlar og 211 konur. Alls útskrifuðust 48 frá íþróttafræðideild. 27 luku grunnnámi og 20 meistaranámi. Frá lagadeild útskrifuðust 90 nemendur. 47 nemendur útskrifuðust úr grunnnámi frá deildinni og 43 úr meistaranámi. Frá sálfræðideild útskrifuðust 100 nemendur. 67 útskrifuðust úr grunnnámi og 33 luku meistaranámi. 133 nemendur útskrifuðust frá viðskipta- og hagfræðideild. 82 útskrifuðust úr grunnnámi og 16 úr meistaranámi.
Í tilkynningu frá skólanum kemur fram eftirfarandi: 326 nemendur útskrifuðust frá tæknisviði, 225 karlar og 101 kona. Af öllum deildum skólans útskrifuðust flestir frá verkfræðideild, eða alls 143. 95 luku grunnnámi frá deildinni og 43 útskrifuðust úr meistaranámi. 142 nemendur útskrifuðust frá tölvunarfræðideild. 119 útskrifuðust úr grunnnámi og 12 úr meistaranámi. Frá tæknifræðideild útskrifaðist 41 nemandi og luku þeir allir grunnnámi. 371 nemandi útskrifaðist frá samfélagssviði, 160 karlar og 211 konur. Alls útskrifuðust 48 frá íþróttafræðideild. 27 luku grunnnámi og 20 meistaranámi. Frá lagadeild útskrifuðust 90 nemendur. 47 nemendur útskrifuðust úr grunnnámi frá deildinni og 43 úr meistaranámi. Frá sálfræðideild útskrifuðust 100 nemendur. 67 útskrifuðust úr grunnnámi og 33 luku meistaranámi. 133 nemendur útskrifuðust frá viðskipta- og hagfræðideild. 82 útskrifuðust úr grunnnámi og 16 úr meistaranámi.
Háskólar Dúxar Skóla- og menntamál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira