„Myndi ekki mæla með þessu við nokkurn mann“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2025 10:12 Edda Elísabet Magnúsdóttir hvalasérfræðingur varar við sundi með hvölum. Vísir/oliverhoesch Hvalasérfræðingur ráðleggur fólki ekki að stinga sér til sunds með háhyrningum eða öðrum hvölum, það geti verið mjög áhættusamt. Myndskeið af sjóbrettamanni á Snæfellsnesi að synda með torfu háhyrninga vakti athygli í vikunni. Edda Elísabet Magnúsdóttir er hvalasérfræðingur og lektor í líffræði við Háskóla Íslands. Hún ræddi við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis í gær um myndbandið. Jákob Csongor Losonc frá Ungverjalandi starfar sem kokkur á Fosshóteli á Hellnum en í frítíma sínum rær hann um á sjóbretti og syndir með háhyrningum. „Þetta er auðvitað ævintýralegt, það eru kannski helstu viðbrögðin. Þið talið um hvort þetta sé ráðlagt, nei, það er það náttúrlega alls ekki. Þetta eru stærðarinnar villt dýr sem tróna á toppnum í fæðukeðju sjávar.“ Vissulega séu ekki þekkt dæmi um að háhyrningar ráðist á mannfólk en allur sé varinn góður. „Þetta er að sjálfsögðu bara áhætta sem maðurinn tekur og hvort sem það eru smærri hvalir eða stærri þá þarf maður að fara mjög varlega í þeirra umhverfi, við erum aðskotahlutur í þeirra umhverfi.“ Jákob lýsir því að háhyrningarnir séu orðnir vinir hans, hann þekki þá að minnsta kosti. Edda segir trúverðugt að háhyrningagjörðin sem hann hittir geti verið sú sama þegar hann rær út. Háhyrningar geti lært að þekkja einstaklinga og það séu mörg dæmi um það. „En þetta er mjög áhættusamt og ég myndi ekki mæla með þessu við nokkurn mann.“ Ef sjósundfólk lendir í aðstæðum eins og þessum, hver eru réttu viðbrögðin? „Réttu viðbrögðin eru að synda bara rólega í land, halda rónni eins og hægt er og taka stímið í land. Ég myndi alltaf mæla með því til að hafa varann á. Ég skil þegar fólk er forvitið og tilbúið að taka áhættu að það vilji virða þessar stórfenglegu skepnur fyrir sér. En hvort sem það eru selir eða hvalir mæli ég með að taka rólega, nokkuð beina stefnu í land.“ Hvalir Sjósund Dýr Brimbretti Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Fleiri fréttir Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum Sjá meira
Edda Elísabet Magnúsdóttir er hvalasérfræðingur og lektor í líffræði við Háskóla Íslands. Hún ræddi við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis í gær um myndbandið. Jákob Csongor Losonc frá Ungverjalandi starfar sem kokkur á Fosshóteli á Hellnum en í frítíma sínum rær hann um á sjóbretti og syndir með háhyrningum. „Þetta er auðvitað ævintýralegt, það eru kannski helstu viðbrögðin. Þið talið um hvort þetta sé ráðlagt, nei, það er það náttúrlega alls ekki. Þetta eru stærðarinnar villt dýr sem tróna á toppnum í fæðukeðju sjávar.“ Vissulega séu ekki þekkt dæmi um að háhyrningar ráðist á mannfólk en allur sé varinn góður. „Þetta er að sjálfsögðu bara áhætta sem maðurinn tekur og hvort sem það eru smærri hvalir eða stærri þá þarf maður að fara mjög varlega í þeirra umhverfi, við erum aðskotahlutur í þeirra umhverfi.“ Jákob lýsir því að háhyrningarnir séu orðnir vinir hans, hann þekki þá að minnsta kosti. Edda segir trúverðugt að háhyrningagjörðin sem hann hittir geti verið sú sama þegar hann rær út. Háhyrningar geti lært að þekkja einstaklinga og það séu mörg dæmi um það. „En þetta er mjög áhættusamt og ég myndi ekki mæla með þessu við nokkurn mann.“ Ef sjósundfólk lendir í aðstæðum eins og þessum, hver eru réttu viðbrögðin? „Réttu viðbrögðin eru að synda bara rólega í land, halda rónni eins og hægt er og taka stímið í land. Ég myndi alltaf mæla með því til að hafa varann á. Ég skil þegar fólk er forvitið og tilbúið að taka áhættu að það vilji virða þessar stórfenglegu skepnur fyrir sér. En hvort sem það eru selir eða hvalir mæli ég með að taka rólega, nokkuð beina stefnu í land.“
Hvalir Sjósund Dýr Brimbretti Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Fleiri fréttir Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum Sjá meira