„Myndi ekki mæla með þessu við nokkurn mann“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2025 10:12 Edda Elísabet Magnúsdóttir hvalasérfræðingur varar við sundi með hvölum. Vísir/oliverhoesch Hvalasérfræðingur ráðleggur fólki ekki að stinga sér til sunds með háhyrningum eða öðrum hvölum, það geti verið mjög áhættusamt. Myndskeið af sjóbrettamanni á Snæfellsnesi að synda með torfu háhyrninga vakti athygli í vikunni. Edda Elísabet Magnúsdóttir er hvalasérfræðingur og lektor í líffræði við Háskóla Íslands. Hún ræddi við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis í gær um myndbandið. Jákob Csongor Losonc frá Ungverjalandi starfar sem kokkur á Fosshóteli á Hellnum en í frítíma sínum rær hann um á sjóbretti og syndir með háhyrningum. „Þetta er auðvitað ævintýralegt, það eru kannski helstu viðbrögðin. Þið talið um hvort þetta sé ráðlagt, nei, það er það náttúrlega alls ekki. Þetta eru stærðarinnar villt dýr sem tróna á toppnum í fæðukeðju sjávar.“ Vissulega séu ekki þekkt dæmi um að háhyrningar ráðist á mannfólk en allur sé varinn góður. „Þetta er að sjálfsögðu bara áhætta sem maðurinn tekur og hvort sem það eru smærri hvalir eða stærri þá þarf maður að fara mjög varlega í þeirra umhverfi, við erum aðskotahlutur í þeirra umhverfi.“ Jákob lýsir því að háhyrningarnir séu orðnir vinir hans, hann þekki þá að minnsta kosti. Edda segir trúverðugt að háhyrningagjörðin sem hann hittir geti verið sú sama þegar hann rær út. Háhyrningar geti lært að þekkja einstaklinga og það séu mörg dæmi um það. „En þetta er mjög áhættusamt og ég myndi ekki mæla með þessu við nokkurn mann.“ Ef sjósundfólk lendir í aðstæðum eins og þessum, hver eru réttu viðbrögðin? „Réttu viðbrögðin eru að synda bara rólega í land, halda rónni eins og hægt er og taka stímið í land. Ég myndi alltaf mæla með því til að hafa varann á. Ég skil þegar fólk er forvitið og tilbúið að taka áhættu að það vilji virða þessar stórfenglegu skepnur fyrir sér. En hvort sem það eru selir eða hvalir mæli ég með að taka rólega, nokkuð beina stefnu í land.“ Hvalir Sjósund Dýr Brimbretti Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Edda Elísabet Magnúsdóttir er hvalasérfræðingur og lektor í líffræði við Háskóla Íslands. Hún ræddi við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis í gær um myndbandið. Jákob Csongor Losonc frá Ungverjalandi starfar sem kokkur á Fosshóteli á Hellnum en í frítíma sínum rær hann um á sjóbretti og syndir með háhyrningum. „Þetta er auðvitað ævintýralegt, það eru kannski helstu viðbrögðin. Þið talið um hvort þetta sé ráðlagt, nei, það er það náttúrlega alls ekki. Þetta eru stærðarinnar villt dýr sem tróna á toppnum í fæðukeðju sjávar.“ Vissulega séu ekki þekkt dæmi um að háhyrningar ráðist á mannfólk en allur sé varinn góður. „Þetta er að sjálfsögðu bara áhætta sem maðurinn tekur og hvort sem það eru smærri hvalir eða stærri þá þarf maður að fara mjög varlega í þeirra umhverfi, við erum aðskotahlutur í þeirra umhverfi.“ Jákob lýsir því að háhyrningarnir séu orðnir vinir hans, hann þekki þá að minnsta kosti. Edda segir trúverðugt að háhyrningagjörðin sem hann hittir geti verið sú sama þegar hann rær út. Háhyrningar geti lært að þekkja einstaklinga og það séu mörg dæmi um það. „En þetta er mjög áhættusamt og ég myndi ekki mæla með þessu við nokkurn mann.“ Ef sjósundfólk lendir í aðstæðum eins og þessum, hver eru réttu viðbrögðin? „Réttu viðbrögðin eru að synda bara rólega í land, halda rónni eins og hægt er og taka stímið í land. Ég myndi alltaf mæla með því til að hafa varann á. Ég skil þegar fólk er forvitið og tilbúið að taka áhættu að það vilji virða þessar stórfenglegu skepnur fyrir sér. En hvort sem það eru selir eða hvalir mæli ég með að taka rólega, nokkuð beina stefnu í land.“
Hvalir Sjósund Dýr Brimbretti Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira