Hyggst eftirláta á annað hundrað börnum sínum Telegram-auðinn Atli Ísleifsson skrifar 20. júní 2025 14:56 Pavel Durov á ráðstefnu árið 2016. Hann stofnaði Telegram árið 2013. Getty Pavel Durov, stofnandi samskiptaforritsins Telegram, segir að öll þau rúmlega hundrað börn sem hann hafi feðrað í gegnum árin muni skipta jafnt með sér auðæfum hans að honum gengnum. Auður Durovs er nú metinn á tæplega 14 milljarða bandaríkjadala, rúmlega 1.700 milljarða króna. „Þau eru öll börnin mín og verða með sömu réttindi! Ég vil ekki að þau tæti hvert annað í sundur þegar ég dey,“ segir Durov í samtali við franska blaðið Le Point. Durov segir að hann sé skráður faðir sex barna með þremur mismunandi konum. Þessu til viðbótar segir hann að sæði úr sér – sem hann hafi gefið frjósemisstofu fyrir einhverjum árum síðan til að hjálpa félaga sínum – hafi verið nýtt til að frjóvga egg á annað hundrað kvenna í tólf mismunandi löndum. Í frétt BBC segir að hinn rússneski Durov, sem er í sjálfskipaðri útlegð í Dúbaí, muni þó ekki veita börnum sínum aðgang að arfi sínum næstu þrjátíu árin. „Ég vil að þau lifi venjulegu lífi, byggi sig sjálf upp, læri að treysta sjálfum sér, læri að skapa og verði ekki háð bankareikningi,“ segir Durov. Hinn fertugi Durov segir að hann hafi gengið frá erfðaskrá núna þar sem vinna hans feli í sér áhættu og að hann eigi marga óvini. Samskiptaforritið Telegram var stofnað árið 2013 og er sérstaklega vinsælt í Rússlandi. Forritið er þekkt fyrir dulkóðum skilaboða, en skráðir notendur Telegram eru nú um milljarður manna. Durov hefur verið ákærður í Frakklandi þar sem hann var handtekinn á síðasta ári. Hann er sakaður um að hafa ekki gert nægar breytingar á forritinu til að draga úr skipulagðri glæpastarfsemi. Hann neitar sök í málinu og segir ásakanirnar „fráleitar“. Durav býr nú í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem höfuðstöðvar Telegram er að finna. Rússland Sameinuðu arabísku furstadæmin Frakkland Samfélagsmiðlar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Sjá meira
„Þau eru öll börnin mín og verða með sömu réttindi! Ég vil ekki að þau tæti hvert annað í sundur þegar ég dey,“ segir Durov í samtali við franska blaðið Le Point. Durov segir að hann sé skráður faðir sex barna með þremur mismunandi konum. Þessu til viðbótar segir hann að sæði úr sér – sem hann hafi gefið frjósemisstofu fyrir einhverjum árum síðan til að hjálpa félaga sínum – hafi verið nýtt til að frjóvga egg á annað hundrað kvenna í tólf mismunandi löndum. Í frétt BBC segir að hinn rússneski Durov, sem er í sjálfskipaðri útlegð í Dúbaí, muni þó ekki veita börnum sínum aðgang að arfi sínum næstu þrjátíu árin. „Ég vil að þau lifi venjulegu lífi, byggi sig sjálf upp, læri að treysta sjálfum sér, læri að skapa og verði ekki háð bankareikningi,“ segir Durov. Hinn fertugi Durov segir að hann hafi gengið frá erfðaskrá núna þar sem vinna hans feli í sér áhættu og að hann eigi marga óvini. Samskiptaforritið Telegram var stofnað árið 2013 og er sérstaklega vinsælt í Rússlandi. Forritið er þekkt fyrir dulkóðum skilaboða, en skráðir notendur Telegram eru nú um milljarður manna. Durov hefur verið ákærður í Frakklandi þar sem hann var handtekinn á síðasta ári. Hann er sakaður um að hafa ekki gert nægar breytingar á forritinu til að draga úr skipulagðri glæpastarfsemi. Hann neitar sök í málinu og segir ásakanirnar „fráleitar“. Durav býr nú í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem höfuðstöðvar Telegram er að finna.
Rússland Sameinuðu arabísku furstadæmin Frakkland Samfélagsmiðlar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Sjá meira