Tomasz tekur við formennsku í innflytjendaráði Atli Ísleifsson skrifar 20. júní 2025 11:34 Tomasz Chaprek. Stjr Tomasz Chrapek hefur verið skipaður nýr formaður innflytjendaráðs og tekur hann við af Paolu Cardenas. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að Tomasz hafi fæðst í Częstochowa í Póllandi árið 1981 og búið í Reykjavík frá árinu 2007. „Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, skipar innflytjendaráð og er hlutverk þess að: vera ráðherra til ráðgjafar við faglega stefnumótun í málefnum innflytjenda og hafa eftirlit með framkvæmd hennar, stuðla að samhæfingu og samráði milli ráðuneyta, sveitarfélaga og innan stjórnsýslunnar, stuðla að opnum umræðum um málefni innflytjenda með ráðstefnum og fundum með hagsmunaaðilum, gera árlega tillögu til ráðherra um hverjar áherslur þróunarsjóðs innflytjendamála skulu vera, gera árlega tillögu til ráðherra um veitingu styrkja úr þróunarsjóði innflytjendamála, skila ráðherra árlega skýrslu um störf sín og vinna önnur verkefni í samræmi við markmið laganna samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra. Tomasz Chrapek er með meistaragráðu í tölvunarverkfræði frá Tækniháskólanum í Częstochowa og meistaragráðu í félagsfræði frá Jan Długosz-akademíunni. Tomasz hefur brennandi áhuga á samfélagsmálum og var meðstofnandi bæði ProjektPolska.is og Pólska ljósmyndafélagsins á Íslandi (Pozytywni.is). Hann sat í Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur (ÍTR) frá 2014 til 2018 og var formaður Fjölmenningarráðs Reykjavíkur frá 2015 til 2018. Árið 2019 kom hann á fót vinnuhópnum sem stofnaði Veru, regnhlífarsamtök innflytjendafélaga á Íslandi, og árið 2023 stofnaði hann félagasamtök Circa til að efla félagslega og umhverfislega sjálfbærni. Tomasz hefur verið virkur í stjórnmálum og starfar í dag sem sem kerfissérfræðingur í netöryggisfyrirtæki Varist. Aðalfulltrúar í innflytjendaráði eru: Tomasz Paweł Chrapek formaður, án tilnefningar Hanna Guðmundsdóttir varaformaður, án tilnefningar Arnar Sigurður Hauksson, tilnefndur af dómsmálaráðuneyti Pétur Örn Pálmarsson, tilnefndur af heilbrigðisráðuneyti Donata Honkowicz Bukowska, tilnefnd af mennta- og barnamálaráðuneyti Helena N. Wolimbwa, tilnefnd af Reykjavíkurborg María Ingibjörg Kristjánsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga Varafulltrúar eru: Sigurður H. Ingimarsson, án tilnefningar Grace Achieng, án tilnefningar Ása Dagmar Jónsdóttir, tilnefnd af dómsmálaráðuneyti Drífa Jónasdóttir, tilnefnd af heilbrigðisráðuneyti Óttarr Ólafur Proppé, tilnefndur af mennta- og barnamálaráðuneyti Dagbjört Ásbjörnsdóttir, tilnefnd af Reykjavíkurborg Ingimar Guðmundsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga Starfsmaður innflytjendaráðs er Áshildur Linnet, sérfræðingur í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. Fyrri formaður innflytjendaráðs var Paola Cardenas og þar áður gegndi Tatjana Latinovic formennsku,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Stjórnsýsla Innflytjendamál Vistaskipti Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að Tomasz hafi fæðst í Częstochowa í Póllandi árið 1981 og búið í Reykjavík frá árinu 2007. „Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, skipar innflytjendaráð og er hlutverk þess að: vera ráðherra til ráðgjafar við faglega stefnumótun í málefnum innflytjenda og hafa eftirlit með framkvæmd hennar, stuðla að samhæfingu og samráði milli ráðuneyta, sveitarfélaga og innan stjórnsýslunnar, stuðla að opnum umræðum um málefni innflytjenda með ráðstefnum og fundum með hagsmunaaðilum, gera árlega tillögu til ráðherra um hverjar áherslur þróunarsjóðs innflytjendamála skulu vera, gera árlega tillögu til ráðherra um veitingu styrkja úr þróunarsjóði innflytjendamála, skila ráðherra árlega skýrslu um störf sín og vinna önnur verkefni í samræmi við markmið laganna samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra. Tomasz Chrapek er með meistaragráðu í tölvunarverkfræði frá Tækniháskólanum í Częstochowa og meistaragráðu í félagsfræði frá Jan Długosz-akademíunni. Tomasz hefur brennandi áhuga á samfélagsmálum og var meðstofnandi bæði ProjektPolska.is og Pólska ljósmyndafélagsins á Íslandi (Pozytywni.is). Hann sat í Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur (ÍTR) frá 2014 til 2018 og var formaður Fjölmenningarráðs Reykjavíkur frá 2015 til 2018. Árið 2019 kom hann á fót vinnuhópnum sem stofnaði Veru, regnhlífarsamtök innflytjendafélaga á Íslandi, og árið 2023 stofnaði hann félagasamtök Circa til að efla félagslega og umhverfislega sjálfbærni. Tomasz hefur verið virkur í stjórnmálum og starfar í dag sem sem kerfissérfræðingur í netöryggisfyrirtæki Varist. Aðalfulltrúar í innflytjendaráði eru: Tomasz Paweł Chrapek formaður, án tilnefningar Hanna Guðmundsdóttir varaformaður, án tilnefningar Arnar Sigurður Hauksson, tilnefndur af dómsmálaráðuneyti Pétur Örn Pálmarsson, tilnefndur af heilbrigðisráðuneyti Donata Honkowicz Bukowska, tilnefnd af mennta- og barnamálaráðuneyti Helena N. Wolimbwa, tilnefnd af Reykjavíkurborg María Ingibjörg Kristjánsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga Varafulltrúar eru: Sigurður H. Ingimarsson, án tilnefningar Grace Achieng, án tilnefningar Ása Dagmar Jónsdóttir, tilnefnd af dómsmálaráðuneyti Drífa Jónasdóttir, tilnefnd af heilbrigðisráðuneyti Óttarr Ólafur Proppé, tilnefndur af mennta- og barnamálaráðuneyti Dagbjört Ásbjörnsdóttir, tilnefnd af Reykjavíkurborg Ingimar Guðmundsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga Starfsmaður innflytjendaráðs er Áshildur Linnet, sérfræðingur í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. Fyrri formaður innflytjendaráðs var Paola Cardenas og þar áður gegndi Tatjana Latinovic formennsku,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.
Stjórnsýsla Innflytjendamál Vistaskipti Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira