Rekja rafmagnsleysið á Íberíuskaga til mistaka orkufyrirtækja Kjartan Kjartansson skrifar 18. júní 2025 12:44 Strætisvagni ekið eftir dimmu stræti í Madrid í rafmagnsleysinu 28. apríl. AP/Manu Fernández Rafmagnsleysið sem lamaði Íberíuskaga í apríl má rekja til mistaka sem gerðu það að verkum að flutningskerfið réði ekki við skyndilegan spennuhnykk. Í opinberri skýrslu stjórnvalda er útilokað að tölvuárás hafi valdið rafmagnsleysinu. Samgöngur og fjarskipti lömuðust með gríðarlegum röskunum fyrir daglegt líf á bæði Spáni og í Portúgal 28. apríl. Raforkukerfið hrundi þegar um fimmtán gígavött raforku duttu skyndilega út, um sextíu prósent af heildarframleiðslunni. Rafmagn komst ekki aftur á fyrr en snemma daginn eftir. Í skýrslu sem spænsk stjórnvöld létu vinna og var birt í gær kemur fram að tæknilega og skipulagsleg mistök hjá opinbera landsnetinu Red Eléctrica hafi leitt til þess að flutningskerfið var ekki í stakk búið að takast á við skyndilega spennuaukningu. Fyrirtækið hefði misreiknað hversu mikla orkuframleiðslu þyrfti þann daginn. Ábyrgðin lægi einnig hjá einkareknum orkuverum sem gerðu ekki sitt í að jafna út sveifluna. Spennuaukningin sló út flutningskerfinu á Suður-Spáni fyrst en síðan hafi það haft keðjuverkunaráhrif í för með sér sem enduðu með því að allur Íberíuskaginn var án rafmagns. Á meðal mistaka Red Eléctrica sagði Sara Aagesen, umskiptaráðherra Spánar, að hafa ekki fundið staðgengil fyrir orkuver sem átti að jafna út sveiflur í raforkukerfinu. Þá hefði verið slökkt á einkareknum orkuverum þegar sveiflurnar hófust sem hefðu getað nýst til þess að jafna þær út. Hafna því að hafa gert mistök Red Eléctrica vísar niðurstöðum úttektarinnar á bug. Concha Sánchez, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að innanhússrannsókn þess hafi leitt í ljós frávik í því þegar orkuver voru aftengd kerfinu jafnvel þótt að spenna á því væri innan löglegra marka. Þá hefði eftirspurn eftir orku frá samgöngukerfinu aukist óvanalega. Sánchez sagði að gert hefði verið ráð fyrir nægilegu svigrúmi til þess að jafna út sveiflur í kerfinu. Hefðu orkuverin staðið sína plikt hefði rafmagnsleysið aldrei orðið. Fyrirtækið ætlar að birta sína eigin úttekt á því á næstunni, að því er segir í frétt Reuters. Engar vísbendingar fundust um að tölvuárás hefði verið gerð á raforkukerfi landanna tveggja. Spánn Portúgal Orkumál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30 Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Níutíu og níu prósent allra heimila á Spáni eru komin með rafmagn og svipaða sögu er að segja frá Portúgal að sögn yfirvalda. 29. apríl 2025 06:37 Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Samgöngur hafa lamast víða á Spáni og í Portúgal vegna rafmagnsleysis sem er sagt „fordæmalaust“. Spænsk yfirvöld segja að það gæti tekið fram á nótt að koma rafmagni á aftur alls staðar. Portúgalir segja ekkert benda til að um tölvuárás hafi verið að ræða. 28. apríl 2025 14:12 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Samgöngur og fjarskipti lömuðust með gríðarlegum röskunum fyrir daglegt líf á bæði Spáni og í Portúgal 28. apríl. Raforkukerfið hrundi þegar um fimmtán gígavött raforku duttu skyndilega út, um sextíu prósent af heildarframleiðslunni. Rafmagn komst ekki aftur á fyrr en snemma daginn eftir. Í skýrslu sem spænsk stjórnvöld létu vinna og var birt í gær kemur fram að tæknilega og skipulagsleg mistök hjá opinbera landsnetinu Red Eléctrica hafi leitt til þess að flutningskerfið var ekki í stakk búið að takast á við skyndilega spennuaukningu. Fyrirtækið hefði misreiknað hversu mikla orkuframleiðslu þyrfti þann daginn. Ábyrgðin lægi einnig hjá einkareknum orkuverum sem gerðu ekki sitt í að jafna út sveifluna. Spennuaukningin sló út flutningskerfinu á Suður-Spáni fyrst en síðan hafi það haft keðjuverkunaráhrif í för með sér sem enduðu með því að allur Íberíuskaginn var án rafmagns. Á meðal mistaka Red Eléctrica sagði Sara Aagesen, umskiptaráðherra Spánar, að hafa ekki fundið staðgengil fyrir orkuver sem átti að jafna út sveiflur í raforkukerfinu. Þá hefði verið slökkt á einkareknum orkuverum þegar sveiflurnar hófust sem hefðu getað nýst til þess að jafna þær út. Hafna því að hafa gert mistök Red Eléctrica vísar niðurstöðum úttektarinnar á bug. Concha Sánchez, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að innanhússrannsókn þess hafi leitt í ljós frávik í því þegar orkuver voru aftengd kerfinu jafnvel þótt að spenna á því væri innan löglegra marka. Þá hefði eftirspurn eftir orku frá samgöngukerfinu aukist óvanalega. Sánchez sagði að gert hefði verið ráð fyrir nægilegu svigrúmi til þess að jafna út sveiflur í kerfinu. Hefðu orkuverin staðið sína plikt hefði rafmagnsleysið aldrei orðið. Fyrirtækið ætlar að birta sína eigin úttekt á því á næstunni, að því er segir í frétt Reuters. Engar vísbendingar fundust um að tölvuárás hefði verið gerð á raforkukerfi landanna tveggja.
Spánn Portúgal Orkumál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30 Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Níutíu og níu prósent allra heimila á Spáni eru komin með rafmagn og svipaða sögu er að segja frá Portúgal að sögn yfirvalda. 29. apríl 2025 06:37 Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Samgöngur hafa lamast víða á Spáni og í Portúgal vegna rafmagnsleysis sem er sagt „fordæmalaust“. Spænsk yfirvöld segja að það gæti tekið fram á nótt að koma rafmagni á aftur alls staðar. Portúgalir segja ekkert benda til að um tölvuárás hafi verið að ræða. 28. apríl 2025 14:12 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30
Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Níutíu og níu prósent allra heimila á Spáni eru komin með rafmagn og svipaða sögu er að segja frá Portúgal að sögn yfirvalda. 29. apríl 2025 06:37
Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Samgöngur hafa lamast víða á Spáni og í Portúgal vegna rafmagnsleysis sem er sagt „fordæmalaust“. Spænsk yfirvöld segja að það gæti tekið fram á nótt að koma rafmagni á aftur alls staðar. Portúgalir segja ekkert benda til að um tölvuárás hafi verið að ræða. 28. apríl 2025 14:12
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“