Rekja rafmagnsleysið á Íberíuskaga til mistaka orkufyrirtækja Kjartan Kjartansson skrifar 18. júní 2025 12:44 Strætisvagni ekið eftir dimmu stræti í Madrid í rafmagnsleysinu 28. apríl. AP/Manu Fernández Rafmagnsleysið sem lamaði Íberíuskaga í apríl má rekja til mistaka sem gerðu það að verkum að flutningskerfið réði ekki við skyndilegan spennuhnykk. Í opinberri skýrslu stjórnvalda er útilokað að tölvuárás hafi valdið rafmagnsleysinu. Samgöngur og fjarskipti lömuðust með gríðarlegum röskunum fyrir daglegt líf á bæði Spáni og í Portúgal 28. apríl. Raforkukerfið hrundi þegar um fimmtán gígavött raforku duttu skyndilega út, um sextíu prósent af heildarframleiðslunni. Rafmagn komst ekki aftur á fyrr en snemma daginn eftir. Í skýrslu sem spænsk stjórnvöld létu vinna og var birt í gær kemur fram að tæknilega og skipulagsleg mistök hjá opinbera landsnetinu Red Eléctrica hafi leitt til þess að flutningskerfið var ekki í stakk búið að takast á við skyndilega spennuaukningu. Fyrirtækið hefði misreiknað hversu mikla orkuframleiðslu þyrfti þann daginn. Ábyrgðin lægi einnig hjá einkareknum orkuverum sem gerðu ekki sitt í að jafna út sveifluna. Spennuaukningin sló út flutningskerfinu á Suður-Spáni fyrst en síðan hafi það haft keðjuverkunaráhrif í för með sér sem enduðu með því að allur Íberíuskaginn var án rafmagns. Á meðal mistaka Red Eléctrica sagði Sara Aagesen, umskiptaráðherra Spánar, að hafa ekki fundið staðgengil fyrir orkuver sem átti að jafna út sveiflur í raforkukerfinu. Þá hefði verið slökkt á einkareknum orkuverum þegar sveiflurnar hófust sem hefðu getað nýst til þess að jafna þær út. Hafna því að hafa gert mistök Red Eléctrica vísar niðurstöðum úttektarinnar á bug. Concha Sánchez, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að innanhússrannsókn þess hafi leitt í ljós frávik í því þegar orkuver voru aftengd kerfinu jafnvel þótt að spenna á því væri innan löglegra marka. Þá hefði eftirspurn eftir orku frá samgöngukerfinu aukist óvanalega. Sánchez sagði að gert hefði verið ráð fyrir nægilegu svigrúmi til þess að jafna út sveiflur í kerfinu. Hefðu orkuverin staðið sína plikt hefði rafmagnsleysið aldrei orðið. Fyrirtækið ætlar að birta sína eigin úttekt á því á næstunni, að því er segir í frétt Reuters. Engar vísbendingar fundust um að tölvuárás hefði verið gerð á raforkukerfi landanna tveggja. Spánn Portúgal Orkumál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30 Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Níutíu og níu prósent allra heimila á Spáni eru komin með rafmagn og svipaða sögu er að segja frá Portúgal að sögn yfirvalda. 29. apríl 2025 06:37 Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Samgöngur hafa lamast víða á Spáni og í Portúgal vegna rafmagnsleysis sem er sagt „fordæmalaust“. Spænsk yfirvöld segja að það gæti tekið fram á nótt að koma rafmagni á aftur alls staðar. Portúgalir segja ekkert benda til að um tölvuárás hafi verið að ræða. 28. apríl 2025 14:12 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Samgöngur og fjarskipti lömuðust með gríðarlegum röskunum fyrir daglegt líf á bæði Spáni og í Portúgal 28. apríl. Raforkukerfið hrundi þegar um fimmtán gígavött raforku duttu skyndilega út, um sextíu prósent af heildarframleiðslunni. Rafmagn komst ekki aftur á fyrr en snemma daginn eftir. Í skýrslu sem spænsk stjórnvöld létu vinna og var birt í gær kemur fram að tæknilega og skipulagsleg mistök hjá opinbera landsnetinu Red Eléctrica hafi leitt til þess að flutningskerfið var ekki í stakk búið að takast á við skyndilega spennuaukningu. Fyrirtækið hefði misreiknað hversu mikla orkuframleiðslu þyrfti þann daginn. Ábyrgðin lægi einnig hjá einkareknum orkuverum sem gerðu ekki sitt í að jafna út sveifluna. Spennuaukningin sló út flutningskerfinu á Suður-Spáni fyrst en síðan hafi það haft keðjuverkunaráhrif í för með sér sem enduðu með því að allur Íberíuskaginn var án rafmagns. Á meðal mistaka Red Eléctrica sagði Sara Aagesen, umskiptaráðherra Spánar, að hafa ekki fundið staðgengil fyrir orkuver sem átti að jafna út sveiflur í raforkukerfinu. Þá hefði verið slökkt á einkareknum orkuverum þegar sveiflurnar hófust sem hefðu getað nýst til þess að jafna þær út. Hafna því að hafa gert mistök Red Eléctrica vísar niðurstöðum úttektarinnar á bug. Concha Sánchez, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að innanhússrannsókn þess hafi leitt í ljós frávik í því þegar orkuver voru aftengd kerfinu jafnvel þótt að spenna á því væri innan löglegra marka. Þá hefði eftirspurn eftir orku frá samgöngukerfinu aukist óvanalega. Sánchez sagði að gert hefði verið ráð fyrir nægilegu svigrúmi til þess að jafna út sveiflur í kerfinu. Hefðu orkuverin staðið sína plikt hefði rafmagnsleysið aldrei orðið. Fyrirtækið ætlar að birta sína eigin úttekt á því á næstunni, að því er segir í frétt Reuters. Engar vísbendingar fundust um að tölvuárás hefði verið gerð á raforkukerfi landanna tveggja.
Spánn Portúgal Orkumál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30 Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Níutíu og níu prósent allra heimila á Spáni eru komin með rafmagn og svipaða sögu er að segja frá Portúgal að sögn yfirvalda. 29. apríl 2025 06:37 Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Samgöngur hafa lamast víða á Spáni og í Portúgal vegna rafmagnsleysis sem er sagt „fordæmalaust“. Spænsk yfirvöld segja að það gæti tekið fram á nótt að koma rafmagni á aftur alls staðar. Portúgalir segja ekkert benda til að um tölvuárás hafi verið að ræða. 28. apríl 2025 14:12 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30
Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Níutíu og níu prósent allra heimila á Spáni eru komin með rafmagn og svipaða sögu er að segja frá Portúgal að sögn yfirvalda. 29. apríl 2025 06:37
Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Samgöngur hafa lamast víða á Spáni og í Portúgal vegna rafmagnsleysis sem er sagt „fordæmalaust“. Spænsk yfirvöld segja að það gæti tekið fram á nótt að koma rafmagni á aftur alls staðar. Portúgalir segja ekkert benda til að um tölvuárás hafi verið að ræða. 28. apríl 2025 14:12