Segir stefna í menningarslys á Birkimel Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. júní 2025 19:23 Örn Þór Halldórsson, arkitekt og íbúi á Grenimel. vísir/ívar Stjórnendur fjögurra stofnana gagnrýna áform Reykjavíkur og lýsa blokk sem stendur til að byggja í Vesturbæ sem aðskotahlut. Arkitekt á svæðinu segir að um menningarslys sé að ræða. Stjórnendur Háskóla Íslands, Landsbókasafnsins, Árnastofnunar og Félagsstofnunar stúdenta gagnrýna harðlega áform um Birkimel 1 í sameiginlegri umsögn. Samkvæmt deiliskipulaginu sem er nú í samráðsgátt mun þar rísa 42 íbúða fjölbýlishús. Núverandi tillaga rími illa við þróunaráætlun fyrir háskólasvæðið. Fyrirhuguð bygging sé líkt og aðskotahlutur og er gagnrýnt að aðeins sé gert ráð fyrir sex bílastæðum fyrir alla tilvonandi nýja íbúa. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá lóðina þar sem að fyrirhugað er að reisa blokkina á. Fjölmargir íbúar hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa. Íbúar í Birkimel átta og tíu hafa einnig skilað inn umsögn þar sem að áformin eru fordæmd. Þar er byggingin sögð of há eða að minnsta kosti 19,1 metri og ósamræmanleg íbúðabyggð. Byggingin muni skyggja á íbúðir og lóð hinum megin við götuna. Þá telja íbúar að fjölbýlishúsið muni koma til með að rýra verðmæti eigna þeirra. Það sé óásættanlegt að lúxusíbúðir rísi á skipulagssvæði mennta- og menningarstofnana. Fleiri íbúar í grennd við svæðið hafa einnig gagnrýnt fyrirhugaða framkvæmd. Þar á meðal er Örn Þór Halldórsson, arkitekt og fyrrverandi starfsmaður skipulagssviðs Reykjavíkur. Orkan við Birkimel þar sem að fjölbýlishúsið mun rísa. vísir/viktor „Mér finnst þetta alveg herfilegt. Ég hef notað hugtakið lágkúra meira að segja. Þetta er ekki í anda hverfisins eða svæðisins. Þetta er að stórskemma fyrir íbúum á Birkimel. Þetta varpar skugga yfir á lóðirnar þeirra.“ Hann bendir á að mörg kennileiti séu í nágrenninu sem muni ekki njóta sín með sama hætti að framkvæmdum loknum. Hönnun byggingarinnar sé fín en eigi ekki heima í hverfinu sem hafi verið hannað með heildarhugsjón. Því sé nú fórnað á altari hagnaðar og gróða. „Þessi blokk mun bara koma í staðinn og verða nýtt kennileiti og þess vegna segi ég lágkúra. Því við erum að tala um mjög merkilegan arkitektúr. Þetta er svona nútíma arkitektúr í bland við rómantík en nú er því rústað. Þessi blokk er að rústa þeirri hugsun og að því leyti er hún sko menningarslys. Síðan skemmir hún auðvitað lífsgæði fyrir íbúa á Birkimel. Ég bý á Grenimel og á dimmustu vetrarmánuðum nær skugginn langt inn til mín á Grenimel.“ Reykjavík Skipulag Arkitektúr Háskólar Menning Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Stjórnendur Háskóla Íslands, Landsbókasafnsins, Árnastofnunar og Félagsstofnunar stúdenta gagnrýna harðlega áform um Birkimel 1 í sameiginlegri umsögn. Samkvæmt deiliskipulaginu sem er nú í samráðsgátt mun þar rísa 42 íbúða fjölbýlishús. Núverandi tillaga rími illa við þróunaráætlun fyrir háskólasvæðið. Fyrirhuguð bygging sé líkt og aðskotahlutur og er gagnrýnt að aðeins sé gert ráð fyrir sex bílastæðum fyrir alla tilvonandi nýja íbúa. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá lóðina þar sem að fyrirhugað er að reisa blokkina á. Fjölmargir íbúar hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa. Íbúar í Birkimel átta og tíu hafa einnig skilað inn umsögn þar sem að áformin eru fordæmd. Þar er byggingin sögð of há eða að minnsta kosti 19,1 metri og ósamræmanleg íbúðabyggð. Byggingin muni skyggja á íbúðir og lóð hinum megin við götuna. Þá telja íbúar að fjölbýlishúsið muni koma til með að rýra verðmæti eigna þeirra. Það sé óásættanlegt að lúxusíbúðir rísi á skipulagssvæði mennta- og menningarstofnana. Fleiri íbúar í grennd við svæðið hafa einnig gagnrýnt fyrirhugaða framkvæmd. Þar á meðal er Örn Þór Halldórsson, arkitekt og fyrrverandi starfsmaður skipulagssviðs Reykjavíkur. Orkan við Birkimel þar sem að fjölbýlishúsið mun rísa. vísir/viktor „Mér finnst þetta alveg herfilegt. Ég hef notað hugtakið lágkúra meira að segja. Þetta er ekki í anda hverfisins eða svæðisins. Þetta er að stórskemma fyrir íbúum á Birkimel. Þetta varpar skugga yfir á lóðirnar þeirra.“ Hann bendir á að mörg kennileiti séu í nágrenninu sem muni ekki njóta sín með sama hætti að framkvæmdum loknum. Hönnun byggingarinnar sé fín en eigi ekki heima í hverfinu sem hafi verið hannað með heildarhugsjón. Því sé nú fórnað á altari hagnaðar og gróða. „Þessi blokk mun bara koma í staðinn og verða nýtt kennileiti og þess vegna segi ég lágkúra. Því við erum að tala um mjög merkilegan arkitektúr. Þetta er svona nútíma arkitektúr í bland við rómantík en nú er því rústað. Þessi blokk er að rústa þeirri hugsun og að því leyti er hún sko menningarslys. Síðan skemmir hún auðvitað lífsgæði fyrir íbúa á Birkimel. Ég bý á Grenimel og á dimmustu vetrarmánuðum nær skugginn langt inn til mín á Grenimel.“
Reykjavík Skipulag Arkitektúr Háskólar Menning Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira