Teikn á lofti þegar kemur að áfengisneyslu unglinga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. júní 2025 12:52 Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir teikn á lofti um að áfengisneysla unglinga sé að aukast. Vísir/Vilhelm Teikn á lofti eru um að áfengisneysla meðal unglinga sé að aukast. Þetta segir formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum en hann furðar sig á að fimm árum eftir að netsala áfengis var kærð til lögreglu sé enn engin niðurstaða komin í málið. Eftir hádegi standa samtökin Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum fyrir málþingi um áfengi og lýðheilsu. Dagurinn í dag var valinn þar sem hálfur áratugur er nú síðan að ÁTVR kærði netsöluaðila áfengis en enn hefur engin niðurstaða fengist í málið. Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum er einn þeirra sem heldur erindi á málþinginu. „Við erum að glíma við það að það eru engin viðbrögð við ólöglegri áfengissölu á Íslandi og það náttúrulega setur allt á endann í öllu sem kallast íslenskt forvarnarstarf og ógn við til dæmis það sem við köllum íslenska módelið í forvörnum. Þannig við erum að brýna bæði fyrir almenningi og yfirvöldum að við þurfum að láta okkur þessi mál varða. Auðvitað þurfa opinberir aðilar eins og lögreglan að taka á málum og ekki láta fólk bíða í hálfan áratug eftir niðurstöðu í einföldu máli um ólöglega áfengissölu.“ Árni segir áhyggjuefni að vísbendingar séu um að áfengisneysla unglinga sé að aukast á ný. „Ég er sjálfur tengdur æskulýðsbransanum og félagsmiðstöðvunum og því yndislega umhverfi öllu saman og þar heyrir maður raddir meðal fólks að til dæmis áfengisneysla unglinga að það eru svona teikn á lofti um það að hún sé að aukast mikið og jafnvel verulega.“ Hann segir skýringar á aukningunni geta verið ýmsar. „Það er þannig að ungt fólk, börn og ungmenni, fá engan frið fyrir áfengisiðnaðinum. Nú er byrjað að selja áfengi á íþróttakappleikjum og það eru lausatök á ýmsu og það þarf auðvitað að brýna okkur öll bæði foreldrasamfélagið og yfirvöld og aðrar til þess að halda utan um þennan málaflokk af einhverri reisn þannig að þetta fari ekki tóma vitleysu.“ Aðgangur að málþinginu er ókeypis en það fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins milli eitt og þrjú í dag. Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Tökum höndum saman áður en það er of seint Á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar þann 28. maí 2025 lagði ég fram fyrirspurn um stöðu barna og ungmenna í Hafnarfirði með áherslu á forvarnir. Áhyggjur hafa komið fram í samfélaginu vegna aukins ofbeldis, áfengisneyslu og notkunar annarra vímu- og hugbreytandi efna meðal ungmenna. 12. júní 2025 12:16 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Eftir hádegi standa samtökin Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum fyrir málþingi um áfengi og lýðheilsu. Dagurinn í dag var valinn þar sem hálfur áratugur er nú síðan að ÁTVR kærði netsöluaðila áfengis en enn hefur engin niðurstaða fengist í málið. Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum er einn þeirra sem heldur erindi á málþinginu. „Við erum að glíma við það að það eru engin viðbrögð við ólöglegri áfengissölu á Íslandi og það náttúrulega setur allt á endann í öllu sem kallast íslenskt forvarnarstarf og ógn við til dæmis það sem við köllum íslenska módelið í forvörnum. Þannig við erum að brýna bæði fyrir almenningi og yfirvöldum að við þurfum að láta okkur þessi mál varða. Auðvitað þurfa opinberir aðilar eins og lögreglan að taka á málum og ekki láta fólk bíða í hálfan áratug eftir niðurstöðu í einföldu máli um ólöglega áfengissölu.“ Árni segir áhyggjuefni að vísbendingar séu um að áfengisneysla unglinga sé að aukast á ný. „Ég er sjálfur tengdur æskulýðsbransanum og félagsmiðstöðvunum og því yndislega umhverfi öllu saman og þar heyrir maður raddir meðal fólks að til dæmis áfengisneysla unglinga að það eru svona teikn á lofti um það að hún sé að aukast mikið og jafnvel verulega.“ Hann segir skýringar á aukningunni geta verið ýmsar. „Það er þannig að ungt fólk, börn og ungmenni, fá engan frið fyrir áfengisiðnaðinum. Nú er byrjað að selja áfengi á íþróttakappleikjum og það eru lausatök á ýmsu og það þarf auðvitað að brýna okkur öll bæði foreldrasamfélagið og yfirvöld og aðrar til þess að halda utan um þennan málaflokk af einhverri reisn þannig að þetta fari ekki tóma vitleysu.“ Aðgangur að málþinginu er ókeypis en það fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins milli eitt og þrjú í dag.
Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Tökum höndum saman áður en það er of seint Á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar þann 28. maí 2025 lagði ég fram fyrirspurn um stöðu barna og ungmenna í Hafnarfirði með áherslu á forvarnir. Áhyggjur hafa komið fram í samfélaginu vegna aukins ofbeldis, áfengisneyslu og notkunar annarra vímu- og hugbreytandi efna meðal ungmenna. 12. júní 2025 12:16 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Tökum höndum saman áður en það er of seint Á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar þann 28. maí 2025 lagði ég fram fyrirspurn um stöðu barna og ungmenna í Hafnarfirði með áherslu á forvarnir. Áhyggjur hafa komið fram í samfélaginu vegna aukins ofbeldis, áfengisneyslu og notkunar annarra vímu- og hugbreytandi efna meðal ungmenna. 12. júní 2025 12:16