Tökum höndum saman áður en það er of seint Karólína Helga Símonardóttir skrifar 12. júní 2025 12:16 Á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar þann 28. maí 2025 lagði ég fram fyrirspurn um stöðu barna og ungmenna í Hafnarfirði með áherslu á forvarnir. Áhyggjur hafa komið fram í samfélaginu vegna aukins ofbeldis, áfengisneyslu og notkunar annarra vímu- og hugbreytandi efna meðal ungmenna. Því miður eru hvorki Hafnarfjörður né hafnfirsk ungmenni undanskilin þessari þróun. Ég, undirrituð, fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði Hafnarfjarðar, hef ítrekað kallað eftir því að bærinn leggi meiri og markvissari stuðning í þennan mikilvæga málaflokk. Þar má meðal annars nefna tillögu mína um að auka stöðugildi forvarnarfulltrúa bæjarins – tillögu sem var samþykkt. Við getum gert betur í forvörnum sem sveitarfélag. Viðreisn hefur ítrekað lagt fram tillögur um úrbætur. Þar á meðal hefur verið lögð áhersla á að í innleiðingu nýrrar menntastefnu Hafnarfjarðar verði unnið sérstaklega með sjálfsmynd barna og ungmenna. Að styrkja einstaklingana er eitt stærsta forvarnarverkefnið sem við getum ráðist í. Þegar börn og ungmenni hafa meiri trú á sér, öðlast þau betri færni til að takast á við andlegar og félagslegar áskoranir. Þau byggja upp seiglu og verða sterkari einstaklingar. Við erum að horfa upp á vaxandi vandamál sem þarf að bregðast við nú þegar. Hér er um að ræða börn og ungmenni sem mörg hver þrífast ekki í hefðbundnum tómstundum og finna sig ekki í hinu hefðbundna samfélagi. Nauðsynlegt er að finna lausnir sem ná til þessa hóps. Þetta áhyggjuefni er þó ekki nýtt. Ég byrjaði strax að vekja athygli á því eftir að Covid-faraldurinn fór að réna. Strax í kjölfarið komu fram vaxandi áhyggjur meðal skólastjórnenda og kennara um að ýmis hættumerki væru á lofti. Ég bókaði strax þá í fræðsluráði Hafnarfjarðar: „Við viljum ekki bíða eftir því að hér gjósi upp stórkostleg vandamál – aukin eiturlyfjaneysla og ofbeldi. Hér þarf að stíga niður fæti og bregðast hratt og skipulega við vandanum.“ Því miður hafa þær aðgerðir sem ráðist var í ekki skilað nægjanlegum árangri. En hvað á þá að gera næst? Þegar kallað var eftir auknu stöðugildi í Ungmennahúsinu Hamrinum var svar meirihlutans að loka húsinu. Ástæðan? Breytingar og að verið væri að mæta þörfum ungmenna. En hvernig var það gert og hefur þörfum þessara ungmenna sannarlega verið mætt? Við í Viðreisn teljum einnig mikilvægt að minna á að besta forvörnin er að hjálpa börnum og ungmennum að finna að þau tilheyri. Að vera hluti af heild – hvort sem er í tómstundum eða annarri skipulagðri samveru. Við megum ekki gleyma því að boltaíþróttir, afreksíþróttir og keppnisíþróttir eru ekki einu tómstundirnar sem standa til boða. Við þurfum fjölbreyttari úrræði fyrir ungmennin okkar – rými þar sem öll upplifa sig sem virka þátttakendur og hluta af hópi. Allur Hafnarfjörður þarf að taka höndum saman. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Hafnarfjörður Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar þann 28. maí 2025 lagði ég fram fyrirspurn um stöðu barna og ungmenna í Hafnarfirði með áherslu á forvarnir. Áhyggjur hafa komið fram í samfélaginu vegna aukins ofbeldis, áfengisneyslu og notkunar annarra vímu- og hugbreytandi efna meðal ungmenna. Því miður eru hvorki Hafnarfjörður né hafnfirsk ungmenni undanskilin þessari þróun. Ég, undirrituð, fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði Hafnarfjarðar, hef ítrekað kallað eftir því að bærinn leggi meiri og markvissari stuðning í þennan mikilvæga málaflokk. Þar má meðal annars nefna tillögu mína um að auka stöðugildi forvarnarfulltrúa bæjarins – tillögu sem var samþykkt. Við getum gert betur í forvörnum sem sveitarfélag. Viðreisn hefur ítrekað lagt fram tillögur um úrbætur. Þar á meðal hefur verið lögð áhersla á að í innleiðingu nýrrar menntastefnu Hafnarfjarðar verði unnið sérstaklega með sjálfsmynd barna og ungmenna. Að styrkja einstaklingana er eitt stærsta forvarnarverkefnið sem við getum ráðist í. Þegar börn og ungmenni hafa meiri trú á sér, öðlast þau betri færni til að takast á við andlegar og félagslegar áskoranir. Þau byggja upp seiglu og verða sterkari einstaklingar. Við erum að horfa upp á vaxandi vandamál sem þarf að bregðast við nú þegar. Hér er um að ræða börn og ungmenni sem mörg hver þrífast ekki í hefðbundnum tómstundum og finna sig ekki í hinu hefðbundna samfélagi. Nauðsynlegt er að finna lausnir sem ná til þessa hóps. Þetta áhyggjuefni er þó ekki nýtt. Ég byrjaði strax að vekja athygli á því eftir að Covid-faraldurinn fór að réna. Strax í kjölfarið komu fram vaxandi áhyggjur meðal skólastjórnenda og kennara um að ýmis hættumerki væru á lofti. Ég bókaði strax þá í fræðsluráði Hafnarfjarðar: „Við viljum ekki bíða eftir því að hér gjósi upp stórkostleg vandamál – aukin eiturlyfjaneysla og ofbeldi. Hér þarf að stíga niður fæti og bregðast hratt og skipulega við vandanum.“ Því miður hafa þær aðgerðir sem ráðist var í ekki skilað nægjanlegum árangri. En hvað á þá að gera næst? Þegar kallað var eftir auknu stöðugildi í Ungmennahúsinu Hamrinum var svar meirihlutans að loka húsinu. Ástæðan? Breytingar og að verið væri að mæta þörfum ungmenna. En hvernig var það gert og hefur þörfum þessara ungmenna sannarlega verið mætt? Við í Viðreisn teljum einnig mikilvægt að minna á að besta forvörnin er að hjálpa börnum og ungmennum að finna að þau tilheyri. Að vera hluti af heild – hvort sem er í tómstundum eða annarri skipulagðri samveru. Við megum ekki gleyma því að boltaíþróttir, afreksíþróttir og keppnisíþróttir eru ekki einu tómstundirnar sem standa til boða. Við þurfum fjölbreyttari úrræði fyrir ungmennin okkar – rými þar sem öll upplifa sig sem virka þátttakendur og hluta af hópi. Allur Hafnarfjörður þarf að taka höndum saman. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun