Meirihlutinn spari mínútur til að kasta klukkutímum á glæ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 14. júní 2025 11:55 Bergþór Ólason mætti á fund atvinnuveganefndar eftir allt saman. vísir/vilhelm Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var afgreitt úr þingnefnd í morgun. Þingmaður Miðflokksins segir meirihlutann spara mínútur til þess eins að kasta klukkutímum á glæ á komandi þingfundum með því að flýta meðferð frumvarpsins í nefndinni. Allir tali fyrir daufum eyrum meirihlutans. Formaður nefndarinnar fagnar því að minnihlutinn hafi mætt í vinnuna. Fullmannað var á fundi atvinnuveganefndar í morgun þrátt fyrir að Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður, hafi hótað því að minnihlutinn myndi sniðganga fundinn. Hann sakaði ríkisstjórnina jafnframt um ráðherraræði í gærkvöldi. Frumvarp um veiðigjald var afgreitt úr nefndinni en það var eina málið á dagskrá. Önnur umræða frumvarpsins hefjist á allra næstu dögum. Menn mættu í vinnuna og breytingar gerðar á frumvarpi Sigurjón Þórðarson, formaður nefndarinnar, segir fundinn hafa gengið óvenju vel. Hvernig blasa orð Jóns frá því í gær um að minnihlutinn ætlaði ekki að mæta við þér? Ég held að það hafi bara verið eitthvað upphlaup til að skapa einhverja umræðu en síðan held ég að menn hafi bara séð að sér. Þetta eru nú ekki góð skilaboð út í samfélagið. Að ef menn fá ekki að ráða öllu eins og áður þá ætli menn bara ekkert að mæta í vinnuna. Ekki var tekið tillit til breytingatillagna minnihlutans en Sigurjón segir þó nokkrar breytingar hafa orðið á frumvarpinu við meðferð í nefnd. „Þeir settu fram bókun á fundinum sem var nokkuð harðorð en við erum bara ánægðir með þá vinnu sem fram fór. Það var komið til móts við í enn frekara mæli við smærri útgerðir til að þetta frumvarp verði ekki tilefni til samþjöppunar. Síðan var komið til móts við gjald vegna makríls,“ sagði Sigurjón og mun því veiðigjald af makríl hækka minn en var lagt upp með. Jafnframt var afsláttur fyrir þorsk og ýsu af fyrstu veiddu tonnum aukinn fyrir útgerðirnar. Spenna í loftinu og dauf eyru Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og nefndarmaður, segir dálitla spennu hafa einkennt andrúmsloftið í morgun. „Þarna auðvitað kom á daginn það sem ráðherra flokksins hafði flaggað að málamiðlanir á milli meirihluta og minnihluta væru ekki í boði. Málið var rifið út úr nefndinni og ljóst að það á að koma því til umræðu sem allra fyrst.“ Minnihlutinn hafi ákveðið að mæta þegar þeir höfðu haft færi til að kynna sér nefndarálitið. Hann segir það ámælisvert að ljúka málinu í nefnd án þess að fá fullnægjandi álit frá Skattinum og Byggðastofnun. „Ég held að allir tali meira en minna fyrir daufum eyrum fyrir stjórnarliðum. Það til dæmis að verða ekki við þessum einföldu óskum um gestakomur lykilaðila. Það auðvitað lengir umræðuna í þingsal. Ég held að þarna hafi stjórnarmeirihlutinn sparað mínútur en kastað klukkustundum.“ Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Sjá meira
Fullmannað var á fundi atvinnuveganefndar í morgun þrátt fyrir að Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður, hafi hótað því að minnihlutinn myndi sniðganga fundinn. Hann sakaði ríkisstjórnina jafnframt um ráðherraræði í gærkvöldi. Frumvarp um veiðigjald var afgreitt úr nefndinni en það var eina málið á dagskrá. Önnur umræða frumvarpsins hefjist á allra næstu dögum. Menn mættu í vinnuna og breytingar gerðar á frumvarpi Sigurjón Þórðarson, formaður nefndarinnar, segir fundinn hafa gengið óvenju vel. Hvernig blasa orð Jóns frá því í gær um að minnihlutinn ætlaði ekki að mæta við þér? Ég held að það hafi bara verið eitthvað upphlaup til að skapa einhverja umræðu en síðan held ég að menn hafi bara séð að sér. Þetta eru nú ekki góð skilaboð út í samfélagið. Að ef menn fá ekki að ráða öllu eins og áður þá ætli menn bara ekkert að mæta í vinnuna. Ekki var tekið tillit til breytingatillagna minnihlutans en Sigurjón segir þó nokkrar breytingar hafa orðið á frumvarpinu við meðferð í nefnd. „Þeir settu fram bókun á fundinum sem var nokkuð harðorð en við erum bara ánægðir með þá vinnu sem fram fór. Það var komið til móts við í enn frekara mæli við smærri útgerðir til að þetta frumvarp verði ekki tilefni til samþjöppunar. Síðan var komið til móts við gjald vegna makríls,“ sagði Sigurjón og mun því veiðigjald af makríl hækka minn en var lagt upp með. Jafnframt var afsláttur fyrir þorsk og ýsu af fyrstu veiddu tonnum aukinn fyrir útgerðirnar. Spenna í loftinu og dauf eyru Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og nefndarmaður, segir dálitla spennu hafa einkennt andrúmsloftið í morgun. „Þarna auðvitað kom á daginn það sem ráðherra flokksins hafði flaggað að málamiðlanir á milli meirihluta og minnihluta væru ekki í boði. Málið var rifið út úr nefndinni og ljóst að það á að koma því til umræðu sem allra fyrst.“ Minnihlutinn hafi ákveðið að mæta þegar þeir höfðu haft færi til að kynna sér nefndarálitið. Hann segir það ámælisvert að ljúka málinu í nefnd án þess að fá fullnægjandi álit frá Skattinum og Byggðastofnun. „Ég held að allir tali meira en minna fyrir daufum eyrum fyrir stjórnarliðum. Það til dæmis að verða ekki við þessum einföldu óskum um gestakomur lykilaðila. Það auðvitað lengir umræðuna í þingsal. Ég held að þarna hafi stjórnarmeirihlutinn sparað mínútur en kastað klukkustundum.“
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Sjá meira