Funduðu á eyju um kaup Arsenal á Gyökeres Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2025 18:46 Viktor Gyökeres varð tvöfaldur meistari með Sporting í Portúgal á nýafstaðinni leiktíð og markakóngur annað árið í röð, með 39 mörk. Getty/Valter Gouveia Stærsti fótboltamiðill Portúgals, Record, fullyrti í dag að Arsenal væri búið að leggja fram fyrsta tilboð í sænska framherjann Viktor Gyökeres hjá Sporting Lissabon, eftir að forráðamenn félaganna hittust á spænsku eyjunni Menorca í gær. Samkvæmt Record hljómaði fyrsta boð Arsenal upp á 55 milljónir evra auk 10 milljóna evra í aukagreiðslu. Síðar hafði miðillinn þó eftir heimildamanni innan Sporting að í raun væri ekki um tilboð að ræða heldur fyrstu uppástungu, ef svo má segja, frá Arsenal. Ekkert formlegt tilboð hafi verið lagt fram að svo stöddu. Miðillinn bendir á að ljóst sé að Sporting muni fara fram á hærri upphæð enda sagði forseti félagsins, Frederico Varandas, það opinberlega í viðtali að Sporting myndi fara fram á meira en 60 + 10 milljónir evra. Það er upphæð sem að umboðsmaður Gyökeres er sagður hafa talið að heiðursmannasamkomulag ríkti um að yrði nóg til að kaupa Svíann í sumar en Varandas blés á það og sagðist eingöngu hafa lofað því að fara ekki fram á allar 100 milljónirnar sem losa myndu Gyökeres samkvæmt klásúlu í samningi hans. „Mikið talað og mest ósatt“ Portúgalskir miðlar hafa lýst því þannig að nú hafi myndast gjá á milli Gyökeres og Varandas, og að Svíinn telji sig svikinn. „Það er mikið talað í augnablikinu og mest af því er ósatt. Ég mun tala þegar rétti tímapunkturinn kemur,“ skrifaði Gyökeres hins vegar í Instastory hjá sér. Eins og fyrr segir fullyrðir Record að Bernardo Palmeiro, yfirmaður fótboltamála hjá Sporting, og Andrea Berta kollegi hans hjá Arsenal, ásamt lögfræðingi, hafi hist í gær á Menorca til að ræða um Gyökeres. Viðræður félaganna gætu því verið rétt að hefjast. Samkvæmt Record hefur Sporting komið þeim skilaboðum til félaga sem vilja Gyökeres að hann kosti 80 milljónir evra. Gyökeres varð tvöfaldur meistari með Sporting í Portúgal á nýafstaðinni leiktíð og markakóngur annað árið í röð, með 39 mörk. Enski boltinn Portúgalski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira
Samkvæmt Record hljómaði fyrsta boð Arsenal upp á 55 milljónir evra auk 10 milljóna evra í aukagreiðslu. Síðar hafði miðillinn þó eftir heimildamanni innan Sporting að í raun væri ekki um tilboð að ræða heldur fyrstu uppástungu, ef svo má segja, frá Arsenal. Ekkert formlegt tilboð hafi verið lagt fram að svo stöddu. Miðillinn bendir á að ljóst sé að Sporting muni fara fram á hærri upphæð enda sagði forseti félagsins, Frederico Varandas, það opinberlega í viðtali að Sporting myndi fara fram á meira en 60 + 10 milljónir evra. Það er upphæð sem að umboðsmaður Gyökeres er sagður hafa talið að heiðursmannasamkomulag ríkti um að yrði nóg til að kaupa Svíann í sumar en Varandas blés á það og sagðist eingöngu hafa lofað því að fara ekki fram á allar 100 milljónirnar sem losa myndu Gyökeres samkvæmt klásúlu í samningi hans. „Mikið talað og mest ósatt“ Portúgalskir miðlar hafa lýst því þannig að nú hafi myndast gjá á milli Gyökeres og Varandas, og að Svíinn telji sig svikinn. „Það er mikið talað í augnablikinu og mest af því er ósatt. Ég mun tala þegar rétti tímapunkturinn kemur,“ skrifaði Gyökeres hins vegar í Instastory hjá sér. Eins og fyrr segir fullyrðir Record að Bernardo Palmeiro, yfirmaður fótboltamála hjá Sporting, og Andrea Berta kollegi hans hjá Arsenal, ásamt lögfræðingi, hafi hist í gær á Menorca til að ræða um Gyökeres. Viðræður félaganna gætu því verið rétt að hefjast. Samkvæmt Record hefur Sporting komið þeim skilaboðum til félaga sem vilja Gyökeres að hann kosti 80 milljónir evra. Gyökeres varð tvöfaldur meistari með Sporting í Portúgal á nýafstaðinni leiktíð og markakóngur annað árið í röð, með 39 mörk.
Enski boltinn Portúgalski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira