Hæstiréttur staðfestir nauðgunardóm Najeb Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júní 2025 16:57 Hæstiréttur staðfesti fimm ára nauðgunardóm Najeb Mohammad Alhaj Husin í dag. Vísir Hæstiréttur hefur staðfest fimm ára fangelsisdóm Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, fyrir brot, þar á meðal nauðgun, gegn stúlku í unglingadeild skólans. Brot hans áttu sér stað í nóvember 2021 til mars ári síðar, en þá var hann 29 ára og hún fjórtán ára. Najeb var ákærður fyrir nokkur brot gagnvart stúlkunni. Honum var gefin að sök kynferðisleg áreitni gegn barni með því að hafa í tvígang í húsnæði grunnskólans kysst hana og káfað á brjóstum hennar og kynfærum. Þá var hann ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa haft ítrekað samræði og önnur kynferðismök við stúlkuna án hennar samþykkis. Brotin áttu sér sum stað í bíl sem hann hafði afnot af, á heimili hans, og á heimili hennar. Einnig var Najeb ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni, en í síma hans mátti finna mynd sem sýndi stúlkuna á kynferðislegan hátt. Beitti stúlkuna nauðung Najeb var fyrst dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í héraðsdómi Norðurlands eystra. Dómurinn taldi sannað að Najeb hefði ítrekað haft samræði við stúlku undir fimmtán ára aldri, og var hann sakfelldur fyrir brot gegn ákvæði gegningarlaga sem leggur bann við samræði við barn yngra en fimmtán ára. Í héraðsdómi var hann sýknaður af ákærunni fyrir nauðgun. Ekki var fallist á þann skilning ákæruvaldsins á lögunum að fjórtán ára gamalt barn gæti ekki veitt gilt samþykki fyrir samræði eða öðrum kynmökum með þrítugum manni. Landsréttur þyngdi dóminn í fimm ára fangelsi og sakfelldi hann fyrir nauðgun. Í dómi Landsréttar segir að af samskiptum stúlkunnar og mannsins megi rekja að fljótlega eftir að þau kynntust hafi hann leitast eftir kynferðislegu samneyti við hana. Hann hafi þrýst á að hitta hana í því skyni að stofna til slíkra kynna, og hann hafi legið henni á hálsi fyrir að tjá honum ekki nægilega ást sína og vakið hjá henni sektarkennd með því. Meðal annars þess vegna komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að hann hefði beitt stúlkuna ólögmætri nauðung og var hann því sakfelldur fyrir nauðgun. Hæstiréttur staðfesti dóm Landsréttar og var Husin gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins fyrir Hæstarétti, samtals 1,696,218 krónur, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola. Farið var ítarlega yfir málsatvik í frétt Vísis um dóm héraðsdóms, sem hægt er að lesa hér. Kynferðisofbeldi Grunnskólar Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Tengdar fréttir Starfsmaður grunnskóla dæmdur fyrir ítrekað samræði við stúlku Fyrrverandi starfsmaður grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa á nokkurra mánaða tímabili fyrir um tveimur árum ítrekað haft samræði við stúlku í níunda bekk skólans. Hann var sýknaður af ákæru fyrir nauðgun. 13. desember 2023 16:43 Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, sem hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku í unglingadeild skólans árin 2021 til 2022. 15. janúar 2025 10:39 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Brot hans áttu sér stað í nóvember 2021 til mars ári síðar, en þá var hann 29 ára og hún fjórtán ára. Najeb var ákærður fyrir nokkur brot gagnvart stúlkunni. Honum var gefin að sök kynferðisleg áreitni gegn barni með því að hafa í tvígang í húsnæði grunnskólans kysst hana og káfað á brjóstum hennar og kynfærum. Þá var hann ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa haft ítrekað samræði og önnur kynferðismök við stúlkuna án hennar samþykkis. Brotin áttu sér sum stað í bíl sem hann hafði afnot af, á heimili hans, og á heimili hennar. Einnig var Najeb ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni, en í síma hans mátti finna mynd sem sýndi stúlkuna á kynferðislegan hátt. Beitti stúlkuna nauðung Najeb var fyrst dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í héraðsdómi Norðurlands eystra. Dómurinn taldi sannað að Najeb hefði ítrekað haft samræði við stúlku undir fimmtán ára aldri, og var hann sakfelldur fyrir brot gegn ákvæði gegningarlaga sem leggur bann við samræði við barn yngra en fimmtán ára. Í héraðsdómi var hann sýknaður af ákærunni fyrir nauðgun. Ekki var fallist á þann skilning ákæruvaldsins á lögunum að fjórtán ára gamalt barn gæti ekki veitt gilt samþykki fyrir samræði eða öðrum kynmökum með þrítugum manni. Landsréttur þyngdi dóminn í fimm ára fangelsi og sakfelldi hann fyrir nauðgun. Í dómi Landsréttar segir að af samskiptum stúlkunnar og mannsins megi rekja að fljótlega eftir að þau kynntust hafi hann leitast eftir kynferðislegu samneyti við hana. Hann hafi þrýst á að hitta hana í því skyni að stofna til slíkra kynna, og hann hafi legið henni á hálsi fyrir að tjá honum ekki nægilega ást sína og vakið hjá henni sektarkennd með því. Meðal annars þess vegna komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að hann hefði beitt stúlkuna ólögmætri nauðung og var hann því sakfelldur fyrir nauðgun. Hæstiréttur staðfesti dóm Landsréttar og var Husin gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins fyrir Hæstarétti, samtals 1,696,218 krónur, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola. Farið var ítarlega yfir málsatvik í frétt Vísis um dóm héraðsdóms, sem hægt er að lesa hér.
Kynferðisofbeldi Grunnskólar Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Tengdar fréttir Starfsmaður grunnskóla dæmdur fyrir ítrekað samræði við stúlku Fyrrverandi starfsmaður grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa á nokkurra mánaða tímabili fyrir um tveimur árum ítrekað haft samræði við stúlku í níunda bekk skólans. Hann var sýknaður af ákæru fyrir nauðgun. 13. desember 2023 16:43 Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, sem hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku í unglingadeild skólans árin 2021 til 2022. 15. janúar 2025 10:39 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Starfsmaður grunnskóla dæmdur fyrir ítrekað samræði við stúlku Fyrrverandi starfsmaður grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa á nokkurra mánaða tímabili fyrir um tveimur árum ítrekað haft samræði við stúlku í níunda bekk skólans. Hann var sýknaður af ákæru fyrir nauðgun. 13. desember 2023 16:43
Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, sem hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku í unglingadeild skólans árin 2021 til 2022. 15. janúar 2025 10:39