Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Jón Þór Stefánsson skrifar 15. janúar 2025 10:39 Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Najeb Mohammad Alhaj Husin. Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, sem hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku í unglingadeild skólans árin 2021 til 2022. Najeb var ákærður fyrir nokkur brot gagnvart stúlkunni. Honum var gefið að sök kynferðisleg áreitni gegn barni með því að hafa í tvígang í húsnæði grunnskólans kysst hana og káfað á brjóstum hennar og kynfærum. Þá var hann ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa haft ítrekað samræði og önnur kynferðismök við stúlkuna án hennar samþykkis. Brotin áttu sér sum stað í bíl sem hann hafði afnot af, á heimili hans, og á heimili hennar. Einnig var Najeb ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni, en í síma hans mátti finna mynd sem sýndi stúlkuna á kynferðislegan hátt. Sjá einnig: Starfsmaður grunnskóla dæmdur fyrir ítrekað samræði við stúlku Í nóvember 2023 dæmdi Héraðsdómur Norðurlands eystra Najeb í þriggja og hálfs árs fangelsi í málinu. Dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu að brot hans, þar sem hann var ákærður fyrir nauðgun, félli undir ákvæði hegningarlaga sem leggur bann við samræði við barn yngra en fimmtán ára, en það hefði ekki verið nauðgun. Landsréttur þyngdi dóm Najeb í október á þessu ári og dæmdi hann í fimm ára fangelsi. Það var mat Landsréttar að umrætt brot hans væri nauðgun eftir allt saman. Landsrétti og héraðsdómi greindi á um hvort Najeb hefði beitt stúlkuna ólögmætri nauðung. Najeb óskaði í kjölfarið eftir leyfi til áfrýjunar til Hæstaréttar. Á meðal þess sem hann byggði þá ósk sína á var að úrslit málsins hefði fordæmisgildi og verulega almenna þýðingu um það hvort barn undir fimmtán ára aldri gæti gefið samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum. Hæstiréttur hefur samþykkt að taka málið fyrir þar sem úrlausn þess gæti haft verulega almenna þýðingu. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Najeb var ákærður fyrir nokkur brot gagnvart stúlkunni. Honum var gefið að sök kynferðisleg áreitni gegn barni með því að hafa í tvígang í húsnæði grunnskólans kysst hana og káfað á brjóstum hennar og kynfærum. Þá var hann ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa haft ítrekað samræði og önnur kynferðismök við stúlkuna án hennar samþykkis. Brotin áttu sér sum stað í bíl sem hann hafði afnot af, á heimili hans, og á heimili hennar. Einnig var Najeb ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni, en í síma hans mátti finna mynd sem sýndi stúlkuna á kynferðislegan hátt. Sjá einnig: Starfsmaður grunnskóla dæmdur fyrir ítrekað samræði við stúlku Í nóvember 2023 dæmdi Héraðsdómur Norðurlands eystra Najeb í þriggja og hálfs árs fangelsi í málinu. Dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu að brot hans, þar sem hann var ákærður fyrir nauðgun, félli undir ákvæði hegningarlaga sem leggur bann við samræði við barn yngra en fimmtán ára, en það hefði ekki verið nauðgun. Landsréttur þyngdi dóm Najeb í október á þessu ári og dæmdi hann í fimm ára fangelsi. Það var mat Landsréttar að umrætt brot hans væri nauðgun eftir allt saman. Landsrétti og héraðsdómi greindi á um hvort Najeb hefði beitt stúlkuna ólögmætri nauðung. Najeb óskaði í kjölfarið eftir leyfi til áfrýjunar til Hæstaréttar. Á meðal þess sem hann byggði þá ósk sína á var að úrslit málsins hefði fordæmisgildi og verulega almenna þýðingu um það hvort barn undir fimmtán ára aldri gæti gefið samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum. Hæstiréttur hefur samþykkt að taka málið fyrir þar sem úrlausn þess gæti haft verulega almenna þýðingu.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira