Leiðinlegir og slappir: Heimir fékk afmæliskort en enga veislu Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2025 11:32 Heimir Hallgrímsson fær afhent afmæliskort frá stuðningsmönnum írska landsliðsins sem gert höfðu sér ferð til Lúxemborgar og voru í miklu stuði fyrir leik. Getty/Stephen McCarthy Afmælisbarnið Heimir Hallgrímsson var síður en svo ánægt með lærisveina sína í írska landsliðinu í fótbolta, eftir markalausa jafnteflið á útivelli gegn Lúxemborg í gærkvöld, í vináttulandsleik. Írar gerðu 1-1 jafntefli við sterkt lið Senegal í Dublin á föstudaginn en vonir stóðu til þess að liðið myndi sigra Lúxemborg sem er 31 sæti neðar en Írland á heimslista FIFA. Þetta voru síðustu leikirnir áður en undankeppni HM hefst í haust en það var ekki að sjá að leikmenn írska liðsins væru komnir í HM-gír í gær, þó að þeir ættu vissulega tvö skot í marksúlurnar. Á samfélagsmiðlum grínuðust menn með að hápunktur kvöldsins hefði verið þegar Heimir fékk afhent afmæliskort fyrir leik, frá írskum stuðningsmönnum sem ferðast höfðu til Lúxemborgar, en Eyjamaðurinn fagnaði 58 ára afmæli í gær. Irish fans giving Heimir Hallgrímsson a card for his birthday has been the highlight vs Luxembourg 😂🇮🇪pic.twitter.com/23L3bv4ujG— IrishPropaganda🇮🇪⚽️ (@IrishPropaganda) June 10, 2025 „Við skulum vera hreinskilin, við erum ekki ánægðir með þessa frammistöðu,“ sagði Heimir við RTE. „Það er gott að hafa haldið markinu hreinu, það er í fyrsta sinn síðan ég kom hingað [í fyrrasumar], en okkur fannst öllum að í fyrri hálfleik værum við slappir og leikurinn leiðinlegur,“ sagði Heimir. „Það vantaði allt það góða sem við gerðum á móti Senegal. Allar kviku hreyfingarnar, pressuna og boltahraðann. Ákefðin var svo mikið minni en á móti Senegal,“ bætti hann við. Verða að spila eins gegn öllum Í grein BBC segir að Heimir hafi eftir erfiða byrjun með írska liðið, meðal annars 5-0 skell gegn Englandi á Wembley, verið á uppleið með liðið. Írland vann svo til að mynda Búlgaríu í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í mars. En Heimir vill sjá meiri framfarir í haust þegar slegist verður um sæti á HM. Sú barátta hefst á leikjum við Ungverjaland og Armeníu í september. „Við breyttum til í seinni hálfleiknum, meiri hraði og við unnum fleiri návígi en þetta var ekki nógu gott. Í september spilum við gegn hærra skrifaða liðinu fyrst og svo því lægra skrifaða á útivelli, svo við verðum að læra af þessu. Við verðum að spila eins, sama hver mótherjinn er, burtséð frá því hvort þetta sé vináttulandsleikur í lok leiktíðar eða leikur í riðlakeppni. Þessi leikur var lexía fyrir okkur. Það er skiljanlegt að leikmenn hugsi með sér að nú taki við frí eftir langa törn og leikmenn okkar hafa spilað mikinn fjölda leikja,“ sagði Heimir. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira
Írar gerðu 1-1 jafntefli við sterkt lið Senegal í Dublin á föstudaginn en vonir stóðu til þess að liðið myndi sigra Lúxemborg sem er 31 sæti neðar en Írland á heimslista FIFA. Þetta voru síðustu leikirnir áður en undankeppni HM hefst í haust en það var ekki að sjá að leikmenn írska liðsins væru komnir í HM-gír í gær, þó að þeir ættu vissulega tvö skot í marksúlurnar. Á samfélagsmiðlum grínuðust menn með að hápunktur kvöldsins hefði verið þegar Heimir fékk afhent afmæliskort fyrir leik, frá írskum stuðningsmönnum sem ferðast höfðu til Lúxemborgar, en Eyjamaðurinn fagnaði 58 ára afmæli í gær. Irish fans giving Heimir Hallgrímsson a card for his birthday has been the highlight vs Luxembourg 😂🇮🇪pic.twitter.com/23L3bv4ujG— IrishPropaganda🇮🇪⚽️ (@IrishPropaganda) June 10, 2025 „Við skulum vera hreinskilin, við erum ekki ánægðir með þessa frammistöðu,“ sagði Heimir við RTE. „Það er gott að hafa haldið markinu hreinu, það er í fyrsta sinn síðan ég kom hingað [í fyrrasumar], en okkur fannst öllum að í fyrri hálfleik værum við slappir og leikurinn leiðinlegur,“ sagði Heimir. „Það vantaði allt það góða sem við gerðum á móti Senegal. Allar kviku hreyfingarnar, pressuna og boltahraðann. Ákefðin var svo mikið minni en á móti Senegal,“ bætti hann við. Verða að spila eins gegn öllum Í grein BBC segir að Heimir hafi eftir erfiða byrjun með írska liðið, meðal annars 5-0 skell gegn Englandi á Wembley, verið á uppleið með liðið. Írland vann svo til að mynda Búlgaríu í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í mars. En Heimir vill sjá meiri framfarir í haust þegar slegist verður um sæti á HM. Sú barátta hefst á leikjum við Ungverjaland og Armeníu í september. „Við breyttum til í seinni hálfleiknum, meiri hraði og við unnum fleiri návígi en þetta var ekki nógu gott. Í september spilum við gegn hærra skrifaða liðinu fyrst og svo því lægra skrifaða á útivelli, svo við verðum að læra af þessu. Við verðum að spila eins, sama hver mótherjinn er, burtséð frá því hvort þetta sé vináttulandsleikur í lok leiktíðar eða leikur í riðlakeppni. Þessi leikur var lexía fyrir okkur. Það er skiljanlegt að leikmenn hugsi með sér að nú taki við frí eftir langa törn og leikmenn okkar hafa spilað mikinn fjölda leikja,“ sagði Heimir.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira