Byrjunarlið Íslands: Arnar gerir fimm breytingar Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júní 2025 17:31 Logi Tómasson fær sæti í byrjunarliðinu. Getty/Mike Egerton Arnar Gunnlaugsson gerir fimm breytingar á byrjunarliði Íslands frá 3-1 sigri á Skotlandi á föstudag fyrir leik kvöldsins við Norður-Írland. Ísland mætir Norður-Írlandi í æfingaleik klukkan 18:45. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:20. Karlalandsliðið í fótbolta vann góðan sigur á Hampden Park á föstudagskvöldið var. Nokkrir óvæntir hlutir blöstu við í byrjunarliði Íslands þar, til að mynda að þeir Elías Rafn Ólafsson og Hörður Björgvin Magnússon væru í liðinu. Elías átti stórleik en Hörður gat ekki spilað meira en 45 mínútur, eðlilega, eftir langa baráttu við meiðsli síðustu tvö árin. Báðir víkja þeir í dag. Hákon Rafn Valdimarsson stendur milli stanga íslenska marksins, en Arnar hafði þegar greint frá því í aðdraganda leiks að Hákon myndi vera í markinu. Hörður Björgvin víkur úr vörninni sem og Mikael Egill Ellertsson sem var í vinstri bakverði. Daníel Leó Grétarsson er í miðverði og Logi Tómasson í bakverði. Þeir Guðlaugur Victor Pálsson og Sverrir Ingi Ingason byrja með þeim í vörninni, þrátt fyrir að hafa báðir meiðst lítillega á föstudag. Arnar gerir einnig tvær breytingar á miðjunni, þeir Willum Þór Willumsson og Arnór Ingvi Traustason, sem komu inn á miðjuna í seinni hálfleik í Glasgow, byrja báðir í kvöld á kostnað Skagamannanna Ísaks Bergmann Jóhannessonar og Stefáns Teits Þórðarsonar. Fremstu fjórar stöðurnar eru óbreyttar. Þær manna Jón Dagur Þorsteinsson, Albert Guðmundsson, fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson og Andri Lucas Guðjohnsen er frammi. Byrjunarlið Íslands: Markvörður: Hákon Rafn Valdimarsson Hægri bakvörður: Guðlaugur Victor Pálsson Miðvörður: Sverrir Ingi Ingason Miðvörður: Daníel Leó Grétarsson Vinstri bakvörður: Logi Tómasson Hægri kantmaður: Jón Dagur Þorsteinsson Miðjumaður: Arnór Ingvi Traustason Miðjumaður: Willum Þór Willumsson Vinstri kantmaður: Hákon Arnar Haraldsson (fyrirliði) Sóknartengiliður: Albert Guðmundsson Sóknarmaður: Andri Lucas Guðjohnsen Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Sjá meira
Ísland mætir Norður-Írlandi í æfingaleik klukkan 18:45. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:20. Karlalandsliðið í fótbolta vann góðan sigur á Hampden Park á föstudagskvöldið var. Nokkrir óvæntir hlutir blöstu við í byrjunarliði Íslands þar, til að mynda að þeir Elías Rafn Ólafsson og Hörður Björgvin Magnússon væru í liðinu. Elías átti stórleik en Hörður gat ekki spilað meira en 45 mínútur, eðlilega, eftir langa baráttu við meiðsli síðustu tvö árin. Báðir víkja þeir í dag. Hákon Rafn Valdimarsson stendur milli stanga íslenska marksins, en Arnar hafði þegar greint frá því í aðdraganda leiks að Hákon myndi vera í markinu. Hörður Björgvin víkur úr vörninni sem og Mikael Egill Ellertsson sem var í vinstri bakverði. Daníel Leó Grétarsson er í miðverði og Logi Tómasson í bakverði. Þeir Guðlaugur Victor Pálsson og Sverrir Ingi Ingason byrja með þeim í vörninni, þrátt fyrir að hafa báðir meiðst lítillega á föstudag. Arnar gerir einnig tvær breytingar á miðjunni, þeir Willum Þór Willumsson og Arnór Ingvi Traustason, sem komu inn á miðjuna í seinni hálfleik í Glasgow, byrja báðir í kvöld á kostnað Skagamannanna Ísaks Bergmann Jóhannessonar og Stefáns Teits Þórðarsonar. Fremstu fjórar stöðurnar eru óbreyttar. Þær manna Jón Dagur Þorsteinsson, Albert Guðmundsson, fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson og Andri Lucas Guðjohnsen er frammi. Byrjunarlið Íslands: Markvörður: Hákon Rafn Valdimarsson Hægri bakvörður: Guðlaugur Victor Pálsson Miðvörður: Sverrir Ingi Ingason Miðvörður: Daníel Leó Grétarsson Vinstri bakvörður: Logi Tómasson Hægri kantmaður: Jón Dagur Þorsteinsson Miðjumaður: Arnór Ingvi Traustason Miðjumaður: Willum Þór Willumsson Vinstri kantmaður: Hákon Arnar Haraldsson (fyrirliði) Sóknartengiliður: Albert Guðmundsson Sóknarmaður: Andri Lucas Guðjohnsen
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn