„Við erum fastir í einhverri dýflissu“ Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2025 08:00 Arnar Gunnlaugsson kallar skilaboð til sinna manna í leiknum við Skotland á föstudaginn. Getty/Andrew Milligan Arnar Gunnlaugsson og hans þjálfarateymi hefur haft í nógu að snúast eftir sigurinn góða gegn Skotum á föstudaginn. Hann vonast eftir öðrum sigri gegn Norður-Írum í Belfast í kvöld og segir löngu kominn tíma til að Ísland tengi saman tvo sigra í sama leikjaglugga. Leikur Norður-Írlands og Íslands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður í beinni útsendingu, í opinni dagskrá, á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18:20. Arnar hefur fengið leikina við Kósovó í mars og svo þessa tvo leiki við Skotland og Norður-Írland til að undirbúa íslenska liðið fyrir undankeppni HM í haust. Þá tekur við barátta við Frakkland, Úkraínu og Aserbaísjan um sæti á HM næsta sumar. Arnar hefur því viljað nýta hverja mínútu í yfirstandandi landsliðsferð til að geta fyllt lærisveina sína af upplýsingum, og kveðst hálfpartinn hafa verið lokaður inni í dýflissu í undirbúningsvinnu til þess. „Núna erum við með gullið tækifæri“ „Þetta er búin að vera frábær ferð en við verðum að halda þessu skriði áfram inn í haustið og koma bjartsýnir inn í þann glugga. Það er bara ein leið til þess og það er að ná í góð úrslit [í kvöld]. Það eru ár og dagar síðan Ísland náði að tengja saman tvo sigra í landsliðsglugga. Ég held að það hafi gerst síðast árið 2019. Við erum að mæta liði sem er mjög sterkt á heimavelli, þannig að þetta verður erfiður leikur,“ segir Arnar og telur löngu kominn tíma á fullkominn leikjaglugga: „Heldur betur. Þetta er búið að vera skrýtið síðustu 6-7 ár að þetta skuli ekki hafa tekist. Núna erum við með gullið tækifæri.“ Viðtal Vals Páls Eiríkssonar við Arnar í Belfast má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Arnar vill annan sigur í kvöld „Megum ekki láta úrslitin blekkja okkur“ Arnar segir mikilvægt að menn fari ekki fram úr sér þrátt fyrir góðan sigur gegn Skotum. Búið sé að greina þann leik vel og vandlega: „Við vorum góðir í vissum hlutum og úrslitin voru að sjálfsögðu góð. En við megum ekki blekkja sjálfa okkur. Ég er mjög heiðarlegur þjálfari og segi við leikmenn mína hvað er að. Það voru nokkrir hlutir að. Við fengum ekki nægilega mikið af tækifærum. Fengum mjög lítið af fyrirgjöfum. Tölfræði sem við viljum vera mikið betri í. Við megum ekki láta úrslitin blekkja okkur og við verðum að setja kröfur á sjálfa okkur um að gera betur af því að í haust þá telur það að geta stjórnað leikjum betur og fengið fleiri færi. Það er einföld stærðfræði að þá hlýtur maður að eiga meiri möguleika á að vinna leiki. En að sjálfsögðu var þetta mjög erfiður útileikur og við erum mjög ánægðir, en við megum ekki hvíla við þá staðreynd að við höfum unnið heldur þurfum að gera betur í öllum tölfræðiþáttum líka,“ segir Arnar. Dýrmætur gluggi til að miðla upplýsingum Um helgina voru stórir íþróttaviðburðir á borð við úrslitaleik Þjóðadeildarinnar og úrslitaleik Opna franska mótsins í tennis. Hefur Arnar tíma til að fylgjast með slíku? „Við settum upp leikinn á tjaldi í gærkvöldi en því miður missti ég af tennisleiknum. Leikmenn geta leikið sér aðeins en við erum fastir í einhverri dýflissu – í myrkvuðu herbergi að klippa [saman myndefni til að sýna leikmönnum]. Þannig á það líka að vera. Þetta er dýrmætur gluggi fyrir okkur. Mikið af upplýsingum sem við þurfum að skila vel frá okkur til að leikmenn skilji þær. Við reynum að vanda vel til verka,“ segir Arnar. Breytingar í kvöld Arnar segir að eftir að Jóhann Berg Guðmundsson meiddist í aðdraganda leiksins við Skota hafi enginn þurft að draga sig úr hópnum. Hann ætli þó að leyfa „ferskum fótum“ að spreyta sig í kvöld. „Það verða breytingar. Það er líka til að undirbúa okkur fyrir leikina í haust. Það koma gluggar þar sem verður stutt á milli leikja. Við þurfum hóp. Ég hef alltaf sagt að það verði hópurinn sem komi okkur á EM eða HM í framtíðinni.“ Leikur Norður-Írlands og Íslands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður í beinni útsendingu, í opinni dagskrá, á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18:20. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta er ólýsanleg tilfinning“ Hákon Arnar Haraldsson bar fyrirliðabandið þegar Ísland mætti Skotlandi á Hampden Park á dögunum. Hann segir þá tilfinningu vera ólýsanlega og eitthvað sem hann hafði dreymt um síðan hann var krakki. Nú er hins vegar öll einbeiting á leik morgundagsins gegn Norður-Írlandi. 9. júní 2025 22:01 Mest lesið Miðaverð á Old Trafford eins og „spark í tennurnar“ Sport Jafntefli í fyrsta leik Xabi Alonso og Trent hjá Real Madrid Sport Fyrsta skiptið síðan 1960 sem enginn fótbolti er skráður á annan í jólum Sport KA menn fá örvhenta norska skyttu Sport PGA fær nýjan forstjóra frá NFL deildinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 4-2 | Mörkum í öllum regnbogans litum rigndi í Garðabæ Íslenski boltinn Komið í ljós hverjir mæta hverjum í 8-liða úrslitum EM U21 Sport Þrír Íslendingar tilnefndir af Evrópska handknattleikssambandinu Sport Þýski tveggja metra Messi orðaður við ensku úrvalsdeildina Sport Svona verða stelpurnar okkar klæddar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 4-2 | Mörkum í öllum regnbogans litum rigndi í Garðabæ Gefa landsliðskonum peninga til að koma fjölskyldunni á EM Svona verða stelpurnar okkar klæddar á EM „Mætum einu besta liði landsins“ Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Stuðningsmenn Inter og AC dæmdir fyrir mafíutengsl Silkeborg til Akureyrar og leið Vals, Víkings og Breiðabliks ljósari Jón Daði þakkar fyrir sig og flytur heim til Íslands Þórdís Elva og Guðni valin best í fyrri umferðinni Íslendingalið bíður Blika komist þeir áfram Gummi Ben: Erum við að fara að sjá Jóhannes Karl snúa aftur í Skagaliðið? Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth Frakkar syrgja fótboltagoðsögn Man Utd verði meistari í karla- og kvennaflokki 2028 Þrítug meint kærasta Lamine Yamal fær morðhótanir Topplisti Alberts: „Íslenskasti leikur allra tíma“ Asíutúrinn setur strik í reikninginn varðandi framtíð Son Í stöðugu sambandi við strandaglópinn Solomon Markalaust hjá Fluminense og Dortmund „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Systurfélagi Silkeborg hent út úr Evrópukeppninni áður en hún byrjar Flýta tveimur leikjum KA-manna í næsta mánuði Versta staða Fylkismanna í næstum því fjörutíu ár Víkingar til Kósóvó en Valsmenn til Eistlands Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Trump fékk gefins áritaða treyju Cristiano Ronaldo Blikar lentu á móti albönsku meisturunum „Ég á erfitt með að trúa þessu upp á hreinræktaðan Árbæing“ Vita ekki hvar leikmaður þeirra er Sjá meira
Leikur Norður-Írlands og Íslands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður í beinni útsendingu, í opinni dagskrá, á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18:20. Arnar hefur fengið leikina við Kósovó í mars og svo þessa tvo leiki við Skotland og Norður-Írland til að undirbúa íslenska liðið fyrir undankeppni HM í haust. Þá tekur við barátta við Frakkland, Úkraínu og Aserbaísjan um sæti á HM næsta sumar. Arnar hefur því viljað nýta hverja mínútu í yfirstandandi landsliðsferð til að geta fyllt lærisveina sína af upplýsingum, og kveðst hálfpartinn hafa verið lokaður inni í dýflissu í undirbúningsvinnu til þess. „Núna erum við með gullið tækifæri“ „Þetta er búin að vera frábær ferð en við verðum að halda þessu skriði áfram inn í haustið og koma bjartsýnir inn í þann glugga. Það er bara ein leið til þess og það er að ná í góð úrslit [í kvöld]. Það eru ár og dagar síðan Ísland náði að tengja saman tvo sigra í landsliðsglugga. Ég held að það hafi gerst síðast árið 2019. Við erum að mæta liði sem er mjög sterkt á heimavelli, þannig að þetta verður erfiður leikur,“ segir Arnar og telur löngu kominn tíma á fullkominn leikjaglugga: „Heldur betur. Þetta er búið að vera skrýtið síðustu 6-7 ár að þetta skuli ekki hafa tekist. Núna erum við með gullið tækifæri.“ Viðtal Vals Páls Eiríkssonar við Arnar í Belfast má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Arnar vill annan sigur í kvöld „Megum ekki láta úrslitin blekkja okkur“ Arnar segir mikilvægt að menn fari ekki fram úr sér þrátt fyrir góðan sigur gegn Skotum. Búið sé að greina þann leik vel og vandlega: „Við vorum góðir í vissum hlutum og úrslitin voru að sjálfsögðu góð. En við megum ekki blekkja sjálfa okkur. Ég er mjög heiðarlegur þjálfari og segi við leikmenn mína hvað er að. Það voru nokkrir hlutir að. Við fengum ekki nægilega mikið af tækifærum. Fengum mjög lítið af fyrirgjöfum. Tölfræði sem við viljum vera mikið betri í. Við megum ekki láta úrslitin blekkja okkur og við verðum að setja kröfur á sjálfa okkur um að gera betur af því að í haust þá telur það að geta stjórnað leikjum betur og fengið fleiri færi. Það er einföld stærðfræði að þá hlýtur maður að eiga meiri möguleika á að vinna leiki. En að sjálfsögðu var þetta mjög erfiður útileikur og við erum mjög ánægðir, en við megum ekki hvíla við þá staðreynd að við höfum unnið heldur þurfum að gera betur í öllum tölfræðiþáttum líka,“ segir Arnar. Dýrmætur gluggi til að miðla upplýsingum Um helgina voru stórir íþróttaviðburðir á borð við úrslitaleik Þjóðadeildarinnar og úrslitaleik Opna franska mótsins í tennis. Hefur Arnar tíma til að fylgjast með slíku? „Við settum upp leikinn á tjaldi í gærkvöldi en því miður missti ég af tennisleiknum. Leikmenn geta leikið sér aðeins en við erum fastir í einhverri dýflissu – í myrkvuðu herbergi að klippa [saman myndefni til að sýna leikmönnum]. Þannig á það líka að vera. Þetta er dýrmætur gluggi fyrir okkur. Mikið af upplýsingum sem við þurfum að skila vel frá okkur til að leikmenn skilji þær. Við reynum að vanda vel til verka,“ segir Arnar. Breytingar í kvöld Arnar segir að eftir að Jóhann Berg Guðmundsson meiddist í aðdraganda leiksins við Skota hafi enginn þurft að draga sig úr hópnum. Hann ætli þó að leyfa „ferskum fótum“ að spreyta sig í kvöld. „Það verða breytingar. Það er líka til að undirbúa okkur fyrir leikina í haust. Það koma gluggar þar sem verður stutt á milli leikja. Við þurfum hóp. Ég hef alltaf sagt að það verði hópurinn sem komi okkur á EM eða HM í framtíðinni.“ Leikur Norður-Írlands og Íslands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður í beinni útsendingu, í opinni dagskrá, á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18:20.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta er ólýsanleg tilfinning“ Hákon Arnar Haraldsson bar fyrirliðabandið þegar Ísland mætti Skotlandi á Hampden Park á dögunum. Hann segir þá tilfinningu vera ólýsanlega og eitthvað sem hann hafði dreymt um síðan hann var krakki. Nú er hins vegar öll einbeiting á leik morgundagsins gegn Norður-Írlandi. 9. júní 2025 22:01 Mest lesið Miðaverð á Old Trafford eins og „spark í tennurnar“ Sport Jafntefli í fyrsta leik Xabi Alonso og Trent hjá Real Madrid Sport Fyrsta skiptið síðan 1960 sem enginn fótbolti er skráður á annan í jólum Sport KA menn fá örvhenta norska skyttu Sport PGA fær nýjan forstjóra frá NFL deildinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 4-2 | Mörkum í öllum regnbogans litum rigndi í Garðabæ Íslenski boltinn Komið í ljós hverjir mæta hverjum í 8-liða úrslitum EM U21 Sport Þrír Íslendingar tilnefndir af Evrópska handknattleikssambandinu Sport Þýski tveggja metra Messi orðaður við ensku úrvalsdeildina Sport Svona verða stelpurnar okkar klæddar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 4-2 | Mörkum í öllum regnbogans litum rigndi í Garðabæ Gefa landsliðskonum peninga til að koma fjölskyldunni á EM Svona verða stelpurnar okkar klæddar á EM „Mætum einu besta liði landsins“ Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Stuðningsmenn Inter og AC dæmdir fyrir mafíutengsl Silkeborg til Akureyrar og leið Vals, Víkings og Breiðabliks ljósari Jón Daði þakkar fyrir sig og flytur heim til Íslands Þórdís Elva og Guðni valin best í fyrri umferðinni Íslendingalið bíður Blika komist þeir áfram Gummi Ben: Erum við að fara að sjá Jóhannes Karl snúa aftur í Skagaliðið? Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth Frakkar syrgja fótboltagoðsögn Man Utd verði meistari í karla- og kvennaflokki 2028 Þrítug meint kærasta Lamine Yamal fær morðhótanir Topplisti Alberts: „Íslenskasti leikur allra tíma“ Asíutúrinn setur strik í reikninginn varðandi framtíð Son Í stöðugu sambandi við strandaglópinn Solomon Markalaust hjá Fluminense og Dortmund „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Systurfélagi Silkeborg hent út úr Evrópukeppninni áður en hún byrjar Flýta tveimur leikjum KA-manna í næsta mánuði Versta staða Fylkismanna í næstum því fjörutíu ár Víkingar til Kósóvó en Valsmenn til Eistlands Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Trump fékk gefins áritaða treyju Cristiano Ronaldo Blikar lentu á móti albönsku meisturunum „Ég á erfitt með að trúa þessu upp á hreinræktaðan Árbæing“ Vita ekki hvar leikmaður þeirra er Sjá meira
„Þetta er ólýsanleg tilfinning“ Hákon Arnar Haraldsson bar fyrirliðabandið þegar Ísland mætti Skotlandi á Hampden Park á dögunum. Hann segir þá tilfinningu vera ólýsanlega og eitthvað sem hann hafði dreymt um síðan hann var krakki. Nú er hins vegar öll einbeiting á leik morgundagsins gegn Norður-Írlandi. 9. júní 2025 22:01
Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 4-2 | Mörkum í öllum regnbogans litum rigndi í Garðabæ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 4-2 | Mörkum í öllum regnbogans litum rigndi í Garðabæ Íslenski boltinn