Arnar rifjaði upp góða tíma með norður-írskum félögum Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júní 2025 18:02 Arnar var léttur á blaðamannafundi Íslands í dag. Andrew Milligan/PA Images via Getty Images Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, vakti lukku á blaðamannafundi fyrir æfingaleik Norður-Írlands og Íslands á Windsor Park síðdegis. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Belfast Norður-írskir blaðamenn spurðu Arnar út í landa þeirra, Martin O'Neill, sem var þjálfari landsliðsþjálfarans hjá Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í kringum aldamótin. Arnar væri enn tiltölulega nýr í sínu starfi með landsliðið og hvort hann hefði lært eitthvað að O'Neill, sem stýrði landsliði Íra um tíma auk Aston Villa og Celtic við góðan orðstír. Klippa: Blaðamannafundur Íslands: Arnar rifjaði upp góða tíma „Hann var magnaður þjálfari, einn þeirra bestu. Þú reynir alltaf að taka út einn, tvo hluti til að læra af þeim bestu, sagði Arnar sem kom þá einnig inn á norður-írska liðsfélaga frá Leicester-tímanum. „Ég spilaði með Neil Lennon og Gerry Taggart einnig, sem eru frábærir gæjar. Við áttum frábæran tíma saman með Leicester og unnum deildabikarinn. Þetta voru gæða tímar,“ segir Arnar. Eiður Smári (ó)vinsæll Þeir norður-írsku virðast þá uppteknir af síðasta leik liðanna hér í Belfast sem Ísland vann 3-0 í september 2006. Eiður Smári Guðjohnsen átti þar stjörnuleik og segir Michael O'Neill (ekki skyldur Martin sem nefndur er að ofan), landsliðsþjálfari heimamanna, vera því feginn að Eiður sé ekki hluti af íslenska liðinu í dag. Arnar var einnig spurður út í Eið og hvort hann sæi fyrir sér að sonur hans, Andri Lucas Guðjohnsen, myndi gera Norður-Írum álíka grikk og sá eldri gerði fyrir 19 árum síðan. „Eiður Smári skoraði einnig á Hampden Park (heimavelli Skota) fyrir um tíu árum síðan. Sonur hans gerði það fyrir þremur dögum síðan. Ef sagan endurtekur sig verður þetta eftirminnilegur dagur fyrir Guðjohnsen-fjölskylduna,“ sagði Arnar kíminn. Ummæli Arnars við norður-írsku miðlana má sjá í spilaranum. Ummælin eru á ensku. Leikur Norður-Írlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:20. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Belfast Norður-írskir blaðamenn spurðu Arnar út í landa þeirra, Martin O'Neill, sem var þjálfari landsliðsþjálfarans hjá Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í kringum aldamótin. Arnar væri enn tiltölulega nýr í sínu starfi með landsliðið og hvort hann hefði lært eitthvað að O'Neill, sem stýrði landsliði Íra um tíma auk Aston Villa og Celtic við góðan orðstír. Klippa: Blaðamannafundur Íslands: Arnar rifjaði upp góða tíma „Hann var magnaður þjálfari, einn þeirra bestu. Þú reynir alltaf að taka út einn, tvo hluti til að læra af þeim bestu, sagði Arnar sem kom þá einnig inn á norður-írska liðsfélaga frá Leicester-tímanum. „Ég spilaði með Neil Lennon og Gerry Taggart einnig, sem eru frábærir gæjar. Við áttum frábæran tíma saman með Leicester og unnum deildabikarinn. Þetta voru gæða tímar,“ segir Arnar. Eiður Smári (ó)vinsæll Þeir norður-írsku virðast þá uppteknir af síðasta leik liðanna hér í Belfast sem Ísland vann 3-0 í september 2006. Eiður Smári Guðjohnsen átti þar stjörnuleik og segir Michael O'Neill (ekki skyldur Martin sem nefndur er að ofan), landsliðsþjálfari heimamanna, vera því feginn að Eiður sé ekki hluti af íslenska liðinu í dag. Arnar var einnig spurður út í Eið og hvort hann sæi fyrir sér að sonur hans, Andri Lucas Guðjohnsen, myndi gera Norður-Írum álíka grikk og sá eldri gerði fyrir 19 árum síðan. „Eiður Smári skoraði einnig á Hampden Park (heimavelli Skota) fyrir um tíu árum síðan. Sonur hans gerði það fyrir þremur dögum síðan. Ef sagan endurtekur sig verður þetta eftirminnilegur dagur fyrir Guðjohnsen-fjölskylduna,“ sagði Arnar kíminn. Ummæli Arnars við norður-írsku miðlana má sjá í spilaranum. Ummælin eru á ensku. Leikur Norður-Írlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:20.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira