„Við erum fastir í einhverri dýflissu“ Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2025 08:00 Arnar Gunnlaugsson kallar skilaboð til sinna manna í leiknum við Skotland á föstudaginn. Getty/Andrew Milligan Arnar Gunnlaugsson og hans þjálfarateymi hefur haft í nógu að snúast eftir sigurinn góða gegn Skotum á föstudaginn. Hann vonast eftir öðrum sigri gegn Norður-Írum í Belfast í kvöld og segir löngu kominn tíma til að Ísland tengi saman tvo sigra í sama leikjaglugga. Leikur Norður-Írlands og Íslands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður í beinni útsendingu, í opinni dagskrá, á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18:20. Arnar hefur fengið leikina við Kósovó í mars og svo þessa tvo leiki við Skotland og Norður-Írland til að undirbúa íslenska liðið fyrir undankeppni HM í haust. Þá tekur við barátta við Frakkland, Úkraínu og Aserbaísjan um sæti á HM næsta sumar. Arnar hefur því viljað nýta hverja mínútu í yfirstandandi landsliðsferð til að geta fyllt lærisveina sína af upplýsingum, og kveðst hálfpartinn hafa verið lokaður inni í dýflissu í undirbúningsvinnu til þess. „Núna erum við með gullið tækifæri“ „Þetta er búin að vera frábær ferð en við verðum að halda þessu skriði áfram inn í haustið og koma bjartsýnir inn í þann glugga. Það er bara ein leið til þess og það er að ná í góð úrslit [í kvöld]. Það eru ár og dagar síðan Ísland náði að tengja saman tvo sigra í landsliðsglugga. Ég held að það hafi gerst síðast árið 2019. Við erum að mæta liði sem er mjög sterkt á heimavelli, þannig að þetta verður erfiður leikur,“ segir Arnar og telur löngu kominn tíma á fullkominn leikjaglugga: „Heldur betur. Þetta er búið að vera skrýtið síðustu 6-7 ár að þetta skuli ekki hafa tekist. Núna erum við með gullið tækifæri.“ Viðtal Vals Páls Eiríkssonar við Arnar í Belfast má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Arnar vill annan sigur í kvöld „Megum ekki láta úrslitin blekkja okkur“ Arnar segir mikilvægt að menn fari ekki fram úr sér þrátt fyrir góðan sigur gegn Skotum. Búið sé að greina þann leik vel og vandlega: „Við vorum góðir í vissum hlutum og úrslitin voru að sjálfsögðu góð. En við megum ekki blekkja sjálfa okkur. Ég er mjög heiðarlegur þjálfari og segi við leikmenn mína hvað er að. Það voru nokkrir hlutir að. Við fengum ekki nægilega mikið af tækifærum. Fengum mjög lítið af fyrirgjöfum. Tölfræði sem við viljum vera mikið betri í. Við megum ekki láta úrslitin blekkja okkur og við verðum að setja kröfur á sjálfa okkur um að gera betur af því að í haust þá telur það að geta stjórnað leikjum betur og fengið fleiri færi. Það er einföld stærðfræði að þá hlýtur maður að eiga meiri möguleika á að vinna leiki. En að sjálfsögðu var þetta mjög erfiður útileikur og við erum mjög ánægðir, en við megum ekki hvíla við þá staðreynd að við höfum unnið heldur þurfum að gera betur í öllum tölfræðiþáttum líka,“ segir Arnar. Dýrmætur gluggi til að miðla upplýsingum Um helgina voru stórir íþróttaviðburðir á borð við úrslitaleik Þjóðadeildarinnar og úrslitaleik Opna franska mótsins í tennis. Hefur Arnar tíma til að fylgjast með slíku? „Við settum upp leikinn á tjaldi í gærkvöldi en því miður missti ég af tennisleiknum. Leikmenn geta leikið sér aðeins en við erum fastir í einhverri dýflissu – í myrkvuðu herbergi að klippa [saman myndefni til að sýna leikmönnum]. Þannig á það líka að vera. Þetta er dýrmætur gluggi fyrir okkur. Mikið af upplýsingum sem við þurfum að skila vel frá okkur til að leikmenn skilji þær. Við reynum að vanda vel til verka,“ segir Arnar. Breytingar í kvöld Arnar segir að eftir að Jóhann Berg Guðmundsson meiddist í aðdraganda leiksins við Skota hafi enginn þurft að draga sig úr hópnum. Hann ætli þó að leyfa „ferskum fótum“ að spreyta sig í kvöld. „Það verða breytingar. Það er líka til að undirbúa okkur fyrir leikina í haust. Það koma gluggar þar sem verður stutt á milli leikja. Við þurfum hóp. Ég hef alltaf sagt að það verði hópurinn sem komi okkur á EM eða HM í framtíðinni.“ Leikur Norður-Írlands og Íslands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður í beinni útsendingu, í opinni dagskrá, á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18:20. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta er ólýsanleg tilfinning“ Hákon Arnar Haraldsson bar fyrirliðabandið þegar Ísland mætti Skotlandi á Hampden Park á dögunum. Hann segir þá tilfinningu vera ólýsanlega og eitthvað sem hann hafði dreymt um síðan hann var krakki. Nú er hins vegar öll einbeiting á leik morgundagsins gegn Norður-Írlandi. 9. júní 2025 22:01 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira
Leikur Norður-Írlands og Íslands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður í beinni útsendingu, í opinni dagskrá, á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18:20. Arnar hefur fengið leikina við Kósovó í mars og svo þessa tvo leiki við Skotland og Norður-Írland til að undirbúa íslenska liðið fyrir undankeppni HM í haust. Þá tekur við barátta við Frakkland, Úkraínu og Aserbaísjan um sæti á HM næsta sumar. Arnar hefur því viljað nýta hverja mínútu í yfirstandandi landsliðsferð til að geta fyllt lærisveina sína af upplýsingum, og kveðst hálfpartinn hafa verið lokaður inni í dýflissu í undirbúningsvinnu til þess. „Núna erum við með gullið tækifæri“ „Þetta er búin að vera frábær ferð en við verðum að halda þessu skriði áfram inn í haustið og koma bjartsýnir inn í þann glugga. Það er bara ein leið til þess og það er að ná í góð úrslit [í kvöld]. Það eru ár og dagar síðan Ísland náði að tengja saman tvo sigra í landsliðsglugga. Ég held að það hafi gerst síðast árið 2019. Við erum að mæta liði sem er mjög sterkt á heimavelli, þannig að þetta verður erfiður leikur,“ segir Arnar og telur löngu kominn tíma á fullkominn leikjaglugga: „Heldur betur. Þetta er búið að vera skrýtið síðustu 6-7 ár að þetta skuli ekki hafa tekist. Núna erum við með gullið tækifæri.“ Viðtal Vals Páls Eiríkssonar við Arnar í Belfast má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Arnar vill annan sigur í kvöld „Megum ekki láta úrslitin blekkja okkur“ Arnar segir mikilvægt að menn fari ekki fram úr sér þrátt fyrir góðan sigur gegn Skotum. Búið sé að greina þann leik vel og vandlega: „Við vorum góðir í vissum hlutum og úrslitin voru að sjálfsögðu góð. En við megum ekki blekkja sjálfa okkur. Ég er mjög heiðarlegur þjálfari og segi við leikmenn mína hvað er að. Það voru nokkrir hlutir að. Við fengum ekki nægilega mikið af tækifærum. Fengum mjög lítið af fyrirgjöfum. Tölfræði sem við viljum vera mikið betri í. Við megum ekki láta úrslitin blekkja okkur og við verðum að setja kröfur á sjálfa okkur um að gera betur af því að í haust þá telur það að geta stjórnað leikjum betur og fengið fleiri færi. Það er einföld stærðfræði að þá hlýtur maður að eiga meiri möguleika á að vinna leiki. En að sjálfsögðu var þetta mjög erfiður útileikur og við erum mjög ánægðir, en við megum ekki hvíla við þá staðreynd að við höfum unnið heldur þurfum að gera betur í öllum tölfræðiþáttum líka,“ segir Arnar. Dýrmætur gluggi til að miðla upplýsingum Um helgina voru stórir íþróttaviðburðir á borð við úrslitaleik Þjóðadeildarinnar og úrslitaleik Opna franska mótsins í tennis. Hefur Arnar tíma til að fylgjast með slíku? „Við settum upp leikinn á tjaldi í gærkvöldi en því miður missti ég af tennisleiknum. Leikmenn geta leikið sér aðeins en við erum fastir í einhverri dýflissu – í myrkvuðu herbergi að klippa [saman myndefni til að sýna leikmönnum]. Þannig á það líka að vera. Þetta er dýrmætur gluggi fyrir okkur. Mikið af upplýsingum sem við þurfum að skila vel frá okkur til að leikmenn skilji þær. Við reynum að vanda vel til verka,“ segir Arnar. Breytingar í kvöld Arnar segir að eftir að Jóhann Berg Guðmundsson meiddist í aðdraganda leiksins við Skota hafi enginn þurft að draga sig úr hópnum. Hann ætli þó að leyfa „ferskum fótum“ að spreyta sig í kvöld. „Það verða breytingar. Það er líka til að undirbúa okkur fyrir leikina í haust. Það koma gluggar þar sem verður stutt á milli leikja. Við þurfum hóp. Ég hef alltaf sagt að það verði hópurinn sem komi okkur á EM eða HM í framtíðinni.“ Leikur Norður-Írlands og Íslands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður í beinni útsendingu, í opinni dagskrá, á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18:20.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta er ólýsanleg tilfinning“ Hákon Arnar Haraldsson bar fyrirliðabandið þegar Ísland mætti Skotlandi á Hampden Park á dögunum. Hann segir þá tilfinningu vera ólýsanlega og eitthvað sem hann hafði dreymt um síðan hann var krakki. Nú er hins vegar öll einbeiting á leik morgundagsins gegn Norður-Írlandi. 9. júní 2025 22:01 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira
„Þetta er ólýsanleg tilfinning“ Hákon Arnar Haraldsson bar fyrirliðabandið þegar Ísland mætti Skotlandi á Hampden Park á dögunum. Hann segir þá tilfinningu vera ólýsanlega og eitthvað sem hann hafði dreymt um síðan hann var krakki. Nú er hins vegar öll einbeiting á leik morgundagsins gegn Norður-Írlandi. 9. júní 2025 22:01