„Við erum fastir í einhverri dýflissu“ Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2025 08:00 Arnar Gunnlaugsson kallar skilaboð til sinna manna í leiknum við Skotland á föstudaginn. Getty/Andrew Milligan Arnar Gunnlaugsson og hans þjálfarateymi hefur haft í nógu að snúast eftir sigurinn góða gegn Skotum á föstudaginn. Hann vonast eftir öðrum sigri gegn Norður-Írum í Belfast í kvöld og segir löngu kominn tíma til að Ísland tengi saman tvo sigra í sama leikjaglugga. Leikur Norður-Írlands og Íslands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður í beinni útsendingu, í opinni dagskrá, á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18:20. Arnar hefur fengið leikina við Kósovó í mars og svo þessa tvo leiki við Skotland og Norður-Írland til að undirbúa íslenska liðið fyrir undankeppni HM í haust. Þá tekur við barátta við Frakkland, Úkraínu og Aserbaísjan um sæti á HM næsta sumar. Arnar hefur því viljað nýta hverja mínútu í yfirstandandi landsliðsferð til að geta fyllt lærisveina sína af upplýsingum, og kveðst hálfpartinn hafa verið lokaður inni í dýflissu í undirbúningsvinnu til þess. „Núna erum við með gullið tækifæri“ „Þetta er búin að vera frábær ferð en við verðum að halda þessu skriði áfram inn í haustið og koma bjartsýnir inn í þann glugga. Það er bara ein leið til þess og það er að ná í góð úrslit [í kvöld]. Það eru ár og dagar síðan Ísland náði að tengja saman tvo sigra í landsliðsglugga. Ég held að það hafi gerst síðast árið 2019. Við erum að mæta liði sem er mjög sterkt á heimavelli, þannig að þetta verður erfiður leikur,“ segir Arnar og telur löngu kominn tíma á fullkominn leikjaglugga: „Heldur betur. Þetta er búið að vera skrýtið síðustu 6-7 ár að þetta skuli ekki hafa tekist. Núna erum við með gullið tækifæri.“ Viðtal Vals Páls Eiríkssonar við Arnar í Belfast má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Arnar vill annan sigur í kvöld „Megum ekki láta úrslitin blekkja okkur“ Arnar segir mikilvægt að menn fari ekki fram úr sér þrátt fyrir góðan sigur gegn Skotum. Búið sé að greina þann leik vel og vandlega: „Við vorum góðir í vissum hlutum og úrslitin voru að sjálfsögðu góð. En við megum ekki blekkja sjálfa okkur. Ég er mjög heiðarlegur þjálfari og segi við leikmenn mína hvað er að. Það voru nokkrir hlutir að. Við fengum ekki nægilega mikið af tækifærum. Fengum mjög lítið af fyrirgjöfum. Tölfræði sem við viljum vera mikið betri í. Við megum ekki láta úrslitin blekkja okkur og við verðum að setja kröfur á sjálfa okkur um að gera betur af því að í haust þá telur það að geta stjórnað leikjum betur og fengið fleiri færi. Það er einföld stærðfræði að þá hlýtur maður að eiga meiri möguleika á að vinna leiki. En að sjálfsögðu var þetta mjög erfiður útileikur og við erum mjög ánægðir, en við megum ekki hvíla við þá staðreynd að við höfum unnið heldur þurfum að gera betur í öllum tölfræðiþáttum líka,“ segir Arnar. Dýrmætur gluggi til að miðla upplýsingum Um helgina voru stórir íþróttaviðburðir á borð við úrslitaleik Þjóðadeildarinnar og úrslitaleik Opna franska mótsins í tennis. Hefur Arnar tíma til að fylgjast með slíku? „Við settum upp leikinn á tjaldi í gærkvöldi en því miður missti ég af tennisleiknum. Leikmenn geta leikið sér aðeins en við erum fastir í einhverri dýflissu – í myrkvuðu herbergi að klippa [saman myndefni til að sýna leikmönnum]. Þannig á það líka að vera. Þetta er dýrmætur gluggi fyrir okkur. Mikið af upplýsingum sem við þurfum að skila vel frá okkur til að leikmenn skilji þær. Við reynum að vanda vel til verka,“ segir Arnar. Breytingar í kvöld Arnar segir að eftir að Jóhann Berg Guðmundsson meiddist í aðdraganda leiksins við Skota hafi enginn þurft að draga sig úr hópnum. Hann ætli þó að leyfa „ferskum fótum“ að spreyta sig í kvöld. „Það verða breytingar. Það er líka til að undirbúa okkur fyrir leikina í haust. Það koma gluggar þar sem verður stutt á milli leikja. Við þurfum hóp. Ég hef alltaf sagt að það verði hópurinn sem komi okkur á EM eða HM í framtíðinni.“ Leikur Norður-Írlands og Íslands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður í beinni útsendingu, í opinni dagskrá, á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18:20. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta er ólýsanleg tilfinning“ Hákon Arnar Haraldsson bar fyrirliðabandið þegar Ísland mætti Skotlandi á Hampden Park á dögunum. Hann segir þá tilfinningu vera ólýsanlega og eitthvað sem hann hafði dreymt um síðan hann var krakki. Nú er hins vegar öll einbeiting á leik morgundagsins gegn Norður-Írlandi. 9. júní 2025 22:01 Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira
Leikur Norður-Írlands og Íslands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður í beinni útsendingu, í opinni dagskrá, á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18:20. Arnar hefur fengið leikina við Kósovó í mars og svo þessa tvo leiki við Skotland og Norður-Írland til að undirbúa íslenska liðið fyrir undankeppni HM í haust. Þá tekur við barátta við Frakkland, Úkraínu og Aserbaísjan um sæti á HM næsta sumar. Arnar hefur því viljað nýta hverja mínútu í yfirstandandi landsliðsferð til að geta fyllt lærisveina sína af upplýsingum, og kveðst hálfpartinn hafa verið lokaður inni í dýflissu í undirbúningsvinnu til þess. „Núna erum við með gullið tækifæri“ „Þetta er búin að vera frábær ferð en við verðum að halda þessu skriði áfram inn í haustið og koma bjartsýnir inn í þann glugga. Það er bara ein leið til þess og það er að ná í góð úrslit [í kvöld]. Það eru ár og dagar síðan Ísland náði að tengja saman tvo sigra í landsliðsglugga. Ég held að það hafi gerst síðast árið 2019. Við erum að mæta liði sem er mjög sterkt á heimavelli, þannig að þetta verður erfiður leikur,“ segir Arnar og telur löngu kominn tíma á fullkominn leikjaglugga: „Heldur betur. Þetta er búið að vera skrýtið síðustu 6-7 ár að þetta skuli ekki hafa tekist. Núna erum við með gullið tækifæri.“ Viðtal Vals Páls Eiríkssonar við Arnar í Belfast má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Arnar vill annan sigur í kvöld „Megum ekki láta úrslitin blekkja okkur“ Arnar segir mikilvægt að menn fari ekki fram úr sér þrátt fyrir góðan sigur gegn Skotum. Búið sé að greina þann leik vel og vandlega: „Við vorum góðir í vissum hlutum og úrslitin voru að sjálfsögðu góð. En við megum ekki blekkja sjálfa okkur. Ég er mjög heiðarlegur þjálfari og segi við leikmenn mína hvað er að. Það voru nokkrir hlutir að. Við fengum ekki nægilega mikið af tækifærum. Fengum mjög lítið af fyrirgjöfum. Tölfræði sem við viljum vera mikið betri í. Við megum ekki láta úrslitin blekkja okkur og við verðum að setja kröfur á sjálfa okkur um að gera betur af því að í haust þá telur það að geta stjórnað leikjum betur og fengið fleiri færi. Það er einföld stærðfræði að þá hlýtur maður að eiga meiri möguleika á að vinna leiki. En að sjálfsögðu var þetta mjög erfiður útileikur og við erum mjög ánægðir, en við megum ekki hvíla við þá staðreynd að við höfum unnið heldur þurfum að gera betur í öllum tölfræðiþáttum líka,“ segir Arnar. Dýrmætur gluggi til að miðla upplýsingum Um helgina voru stórir íþróttaviðburðir á borð við úrslitaleik Þjóðadeildarinnar og úrslitaleik Opna franska mótsins í tennis. Hefur Arnar tíma til að fylgjast með slíku? „Við settum upp leikinn á tjaldi í gærkvöldi en því miður missti ég af tennisleiknum. Leikmenn geta leikið sér aðeins en við erum fastir í einhverri dýflissu – í myrkvuðu herbergi að klippa [saman myndefni til að sýna leikmönnum]. Þannig á það líka að vera. Þetta er dýrmætur gluggi fyrir okkur. Mikið af upplýsingum sem við þurfum að skila vel frá okkur til að leikmenn skilji þær. Við reynum að vanda vel til verka,“ segir Arnar. Breytingar í kvöld Arnar segir að eftir að Jóhann Berg Guðmundsson meiddist í aðdraganda leiksins við Skota hafi enginn þurft að draga sig úr hópnum. Hann ætli þó að leyfa „ferskum fótum“ að spreyta sig í kvöld. „Það verða breytingar. Það er líka til að undirbúa okkur fyrir leikina í haust. Það koma gluggar þar sem verður stutt á milli leikja. Við þurfum hóp. Ég hef alltaf sagt að það verði hópurinn sem komi okkur á EM eða HM í framtíðinni.“ Leikur Norður-Írlands og Íslands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður í beinni útsendingu, í opinni dagskrá, á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18:20.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta er ólýsanleg tilfinning“ Hákon Arnar Haraldsson bar fyrirliðabandið þegar Ísland mætti Skotlandi á Hampden Park á dögunum. Hann segir þá tilfinningu vera ólýsanlega og eitthvað sem hann hafði dreymt um síðan hann var krakki. Nú er hins vegar öll einbeiting á leik morgundagsins gegn Norður-Írlandi. 9. júní 2025 22:01 Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira
„Þetta er ólýsanleg tilfinning“ Hákon Arnar Haraldsson bar fyrirliðabandið þegar Ísland mætti Skotlandi á Hampden Park á dögunum. Hann segir þá tilfinningu vera ólýsanlega og eitthvað sem hann hafði dreymt um síðan hann var krakki. Nú er hins vegar öll einbeiting á leik morgundagsins gegn Norður-Írlandi. 9. júní 2025 22:01